Körfubolti

Sportpakkinn: Keflvíkingar með sex sigra í röð og fjögurra stiga forskot á toppnum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Hjalti Þór Vilhjálmsson, þjálfari Keflavíkur.
Hjalti Þór Vilhjálmsson, þjálfari Keflavíkur. Vísir/Daníel
Keflvíkingar gefa ekkert eftir í Domino´s deild karla í körfubolta og héldu sigurgöngu sinni áfram í heimsókn sinni norður á Akureyri í gærkvöldi. Þetta var sjötti sigur Keflavíkurliðsins í sex leikjum.Arnar Björnsson tók saman frétt um leik Þórsara og Keflvíkinga í gærkvöldi en heimamenn stríddu toppliðinu framan af leik.Keflavík náði í gærkvöldi fjögurra stiga forystu í Dómínósdeild karla í körfubolta með sigri á Þór Akureyri 95-80 á Akureyri. Leikurinn var jafn framan af, Þór náði sex stiga forystu í fyrsta leikhluta 16-10 og var tveimur stigum yfir að honum loknum og náði fjögurra stiga forystu en Keflavík skoraði þá 14 stig í röð og náði 10 stiga forystu um miðjan annan leikhlutann. Mestur varð munurinn 19 stig.  Khalil Ullah Ahmad var stigahæstur í Keflavíkurliðinu, skoraði 30 stig en hinn öflugi Dominykas Mikla tók 15 fráköst og skoraði 23 stig. Þór lék án Bandaríkjamannsins Terrance Motley sem gengur til liðs við félagið í stað Jamal Palmer sem þótti ekki standa undir væntingum. Þá var Mantas Virbalas ekki með, hann var í leikbanni.Tveir Bandaríkjamenn hafa þegar fengið reisupassann hjá Þór, Zeek Woodley  var látinn taka pokann sinn áður en keppni í Dómínósdeildinni byrjaði. Hansel Giovanny Atencia Suarez var stigahæstur Þórsara, skoraði 30 stig og fiskaði 8 villur á Keflavíkurliðið.Þór er eina liðið sem ekki hefur sigrað í vetur en Keflavík hefur unnið alla 6 leikina og er fjórum stigum á undan KR, Haukum og Stjörnunni. KR fær Tindastól í heimsókn í DHL-höllina klukkan 20,15 en leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 sport. Hér fyrir neðan má sjá frétt Arnar þar sem er líka það þjálfararnir tveir, Hjalti Vilhjálmsson og Lárus Jónsson. sögðu eftir leikinn.

Klippa: Sportpakkinn: Keflvíkingar með fullt hús stiga
 

Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.