Illskan Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 21. október 2019 07:00 Hættuleg öfl hafa náð fótfestu víða í Evrópu og halda ótrauð áfram að leita fanga. Þeim verður nokkuð ágengt eins og sást mjög greinilega á niðurstöðum kosninga í Póllandi á dögunum þar sem stjórnarflokkurinn Lög og réttlæti hlaut meirihluta á þingi. Flokkur sem berst hatrammlega gegn réttindum samkynhneigðra. Það er óendanlega hryggilegt að flokkur með þær áherslur hafi komist í ríkisstjórn á sínum tíma og enn dapurlegra að pólskir kjósendur hafi nú klappað hann upp. Í aðdraganda kosninganna birtust viðtöl við stuðningsfólk flokksins sem lýsti yfir þungum áhyggjum af velferð barna vegna tilvistar samkynhneigðra. Þar var ekki bara gefið í skyn heldur sagt berum orðum að börnum væri ekki óhætt innan um samkynhneigða. RÚV sendi öflugan fréttamann sinn til Póllands og í viðtölum kom fram að samkynhneigðir einstaklingar óttast jafnvel um líf sitt. Formaður pólskra baráttusamtaka varaði við því að ofbeldi gegn samkynhneigðum gæti orðið að fjöldamorði. Þannig er staðan í Póllandi árið 2019 meðal þjóðar sem varð að þola skelfilegar þjáningar í seinni heimsstyrjöld. Allir sem hafa kynnt sér sögu 20. aldar, hvort sem það er ítarlega eða einungis lítillega, hljóta að staldra við sögu fasisma og nasisma og skelfingar helfararinnar og spyrja sig: „Hvernig gat þetta gerst? Hvers konar fólk var það eiginlega sem gekk þessum öflum á hönd og lagði blessun sína yfir ofsóknir gegn gyðingum, samkynhneigðum, sígaunum og fötluðum?“ Ofur auðvelt er svo að bæta við í huganum hinni huggunarríku hugsun: „Þetta gæti ekki gerst í Evrópu nútímans.“ Um leið og samfélög eru farin stimpla ákveðna hópa sem hættulega og og vilja svipta þá mannréttindum er ástæða til að hrökkva við. Hatur á múslimum er áberandi, fjölmargir hika ekki við að skilgreina þá sem afar líklega hryðjuverkamenn. Samkynhneigðir einstaklingar fá á sig stimpil barnaníðinga. Andúð gegn gyðingum hefur svo blossað upp víða. Hættuleg öfl eru á sveimi í Evrópu og leggja fæð á ákveðna hópa sem fyrir vikið geta ekki lifað fullkomlega öruggu lífi. Þessi öfl njóta stuðnings fólks sem lætur ekki hvarfla að sér að það sé að ganga illum málstað á hönd. Það horfir fram hjá þeirri staðreynd að allar hreyfingar og öll þau öfl sem leggja hatur á ákveðna hópa eru hættuleg. Það er ekki hægt að leiða þessi öfl hjá sér, ekki er í boði að sitja með hendur í skauti og láta sem ekkert sé. Ekki er langt síðan erlendir nýnasistar sprönguðu um Lækjartorg í tilraun til að fá Íslendinga til liðs við málstaðinn. Blessunarlega varð þeim ekkert ágengt. Það þýðir þó ekki að hatursöfl fái engan hljómgrunn hér á landi. Það er engan veginn hægt að neita því að andúð gegn múslimum er staðreynd og enn verða einstaklingar fyrir aðkasti vegna kynhneigðar sinnar og verða jafnvel að þola ofbeldi þess vegna. Íslenskir kjósendur bera ábyrgð, það er þeirra að greiða götu stjórnmálaflokka sem hafa mannúð, mildi og víðsýni í hávegum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kolbrún Bergþórsdóttir Utanríkismál Mest lesið Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson Skoðun Mannasættir Teitur Atlason Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson Skoðun Skoðun Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Sjá meira
Hættuleg öfl hafa náð fótfestu víða í Evrópu og halda ótrauð áfram að leita fanga. Þeim verður nokkuð ágengt eins og sást mjög greinilega á niðurstöðum kosninga í Póllandi á dögunum þar sem stjórnarflokkurinn Lög og réttlæti hlaut meirihluta á þingi. Flokkur sem berst hatrammlega gegn réttindum samkynhneigðra. Það er óendanlega hryggilegt að flokkur með þær áherslur hafi komist í ríkisstjórn á sínum tíma og enn dapurlegra að pólskir kjósendur hafi nú klappað hann upp. Í aðdraganda kosninganna birtust viðtöl við stuðningsfólk flokksins sem lýsti yfir þungum áhyggjum af velferð barna vegna tilvistar samkynhneigðra. Þar var ekki bara gefið í skyn heldur sagt berum orðum að börnum væri ekki óhætt innan um samkynhneigða. RÚV sendi öflugan fréttamann sinn til Póllands og í viðtölum kom fram að samkynhneigðir einstaklingar óttast jafnvel um líf sitt. Formaður pólskra baráttusamtaka varaði við því að ofbeldi gegn samkynhneigðum gæti orðið að fjöldamorði. Þannig er staðan í Póllandi árið 2019 meðal þjóðar sem varð að þola skelfilegar þjáningar í seinni heimsstyrjöld. Allir sem hafa kynnt sér sögu 20. aldar, hvort sem það er ítarlega eða einungis lítillega, hljóta að staldra við sögu fasisma og nasisma og skelfingar helfararinnar og spyrja sig: „Hvernig gat þetta gerst? Hvers konar fólk var það eiginlega sem gekk þessum öflum á hönd og lagði blessun sína yfir ofsóknir gegn gyðingum, samkynhneigðum, sígaunum og fötluðum?“ Ofur auðvelt er svo að bæta við í huganum hinni huggunarríku hugsun: „Þetta gæti ekki gerst í Evrópu nútímans.“ Um leið og samfélög eru farin stimpla ákveðna hópa sem hættulega og og vilja svipta þá mannréttindum er ástæða til að hrökkva við. Hatur á múslimum er áberandi, fjölmargir hika ekki við að skilgreina þá sem afar líklega hryðjuverkamenn. Samkynhneigðir einstaklingar fá á sig stimpil barnaníðinga. Andúð gegn gyðingum hefur svo blossað upp víða. Hættuleg öfl eru á sveimi í Evrópu og leggja fæð á ákveðna hópa sem fyrir vikið geta ekki lifað fullkomlega öruggu lífi. Þessi öfl njóta stuðnings fólks sem lætur ekki hvarfla að sér að það sé að ganga illum málstað á hönd. Það horfir fram hjá þeirri staðreynd að allar hreyfingar og öll þau öfl sem leggja hatur á ákveðna hópa eru hættuleg. Það er ekki hægt að leiða þessi öfl hjá sér, ekki er í boði að sitja með hendur í skauti og láta sem ekkert sé. Ekki er langt síðan erlendir nýnasistar sprönguðu um Lækjartorg í tilraun til að fá Íslendinga til liðs við málstaðinn. Blessunarlega varð þeim ekkert ágengt. Það þýðir þó ekki að hatursöfl fái engan hljómgrunn hér á landi. Það er engan veginn hægt að neita því að andúð gegn múslimum er staðreynd og enn verða einstaklingar fyrir aðkasti vegna kynhneigðar sinnar og verða jafnvel að þola ofbeldi þess vegna. Íslenskir kjósendur bera ábyrgð, það er þeirra að greiða götu stjórnmálaflokka sem hafa mannúð, mildi og víðsýni í hávegum.
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar