Viðskipti innlent

Erlendir sjóðir bæta við sig í Marel fyrir 13 milljarða 

Hörður Ægisson skrifar
Höfuðstöðvar Marels í Garðabæ.
Höfuðstöðvar Marels í Garðabæ. Vísir/epa
Erlendir fjárfestingasjóðir, sem komu margir fyrst inn í hluthafahóp Marels í útboði í júní, hafa að undanförnu keypt í félaginu um 22 milljónir hluta að nafnvirði, eða fyrir um 13 milljarða króna miðað við núverandi gengi bréfa.Þetta má lesa út úr gögnum greiningarfyrirtækisins Morning­star sem heldur utan um eignarhluti erlendra eignastýringarfélaga sem eiga bréf í Marel í gegnum kauphöllina í Amsterdam. Tuttugu stærstu félögin á lista Morningstar áttu samanlagt um 90 milljónir hluta í Marel í lok september en það jafngildir um 12 prósenta eignarhlut.Ekki er hægt að fullyrða hvort þessi aukna fjárfesting sjóðanna í Marel sé á milli mánaða eða nái aðeins lengra aftur í tímann. Á meðal þeirra sem hafa bætt hvað mest við sig í Marel eru sjóðir í stýringu Blackrock en eignastýringarrisinn var hornsteinsfjárfestir í útboði félagsins.Aðrir sjóðir í hlutahafahópnum eru meðal annars á vegum Investec, SEI Investments, Threadneedle, Baron, BAMCO, Miton, AXA Investment Managers, Vanguard og Janus Henderson.

Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Engar hækkanir skráðar í dag

Mesta lækkun dagsins


Engar lækkanir skráðar í dag
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.