Viðskipti innlent

Erlendir sjóðir bæta við sig í Marel fyrir 13 milljarða 

Hörður Ægisson skrifar
Höfuðstöðvar Marels í Garðabæ.
Höfuðstöðvar Marels í Garðabæ. Vísir/epa

Erlendir fjárfestingasjóðir, sem komu margir fyrst inn í hluthafahóp Marels í útboði í júní, hafa að undanförnu keypt í félaginu um 22 milljónir hluta að nafnvirði, eða fyrir um 13 milljarða króna miðað við núverandi gengi bréfa.

Þetta má lesa út úr gögnum greiningarfyrirtækisins Morning­star sem heldur utan um eignarhluti erlendra eignastýringarfélaga sem eiga bréf í Marel í gegnum kauphöllina í Amsterdam. Tuttugu stærstu félögin á lista Morningstar áttu samanlagt um 90 milljónir hluta í Marel í lok september en það jafngildir um 12 prósenta eignarhlut.

Ekki er hægt að fullyrða hvort þessi aukna fjárfesting sjóðanna í Marel sé á milli mánaða eða nái aðeins lengra aftur í tímann. Á meðal þeirra sem hafa bætt hvað mest við sig í Marel eru sjóðir í stýringu Blackrock en eignastýringarrisinn var hornsteinsfjárfestir í útboði félagsins.

Aðrir sjóðir í hlutahafahópnum eru meðal annars á vegum Investec, SEI Investments, Threadneedle, Baron, BAMCO, Miton, AXA Investment Managers, Vanguard og Janus Henderson.
Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
BRIM
3,27
21
451.148
EIM
3,11
16
126.639
SIMINN
1,32
11
407.136
VIS
1,23
2
17.490
SKEL
1,12
10
157.458

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
KVIKA
-1,47
11
135.730
ICESEA
-0,7
1
5.247
MAREL
-0,51
7
42.442
ICEAIR
-0,41
7
4.404
ORIGO
0
7
56.197
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.