Alonso sakar Hamilton um hræsni Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 23. október 2019 15:30 Alonso og Hamilton hafa samtals sjö sinnum orðið heimsmeistarar í Formúlu 1. vísir/getty Spænski ökuþórinn Fernando Alonso hefur sakað Lewis Hamilton, heimsmeistarann í Formúlu 1, um hræsni þegar kemur að umhverfismálum. Hamilton er vegan og í síðustu viku hvatti hann aðra til að hætta að borða kjöt í innilegri færslu á Instagram. Hann eyddi henni síðan. Alonso, sem varð tvisvar sinnum heimsmeistari í Formúlu 1, segir tvískinnung í málflutningi Hamiltons. Annað í lífi hans gefi ekki til kynna að honum sé annt um umhverfið. „Ég myndi halda matarræðinu mínu fyrir mig. Ég hefði aldrei sent frá mér svona færslu eins og Lewis,“ sagði Alonso við útvarpsstöð á Spáni. „Við vitum öll hvernig lífsstíll hans er og ökuþórar í Formúlu 1 fljúga 200 sinnum á ári. Þá geturðu ekki sagt fólki að sleppa því að borða kjöt.“ Hamilton er með örugga forystu í keppni ökuþóra í Formúlu 1. Hann getur tryggt sér sinn sjötta heimsmeistaratitil í Mexíkó á sunnudaginn þar sem átjánda keppni tímabilsins fer fram. Formúla Mest lesið Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Enski boltinn „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Íslenski boltinn Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Enski boltinn Þurftu að aflýsa síðasta leggnum vegna mótmæla Sport Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ Enski boltinn Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Fótbolti Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum Fótbolti Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Fótbolti „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Enski boltinn Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Íslenski boltinn Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Spænski ökuþórinn Fernando Alonso hefur sakað Lewis Hamilton, heimsmeistarann í Formúlu 1, um hræsni þegar kemur að umhverfismálum. Hamilton er vegan og í síðustu viku hvatti hann aðra til að hætta að borða kjöt í innilegri færslu á Instagram. Hann eyddi henni síðan. Alonso, sem varð tvisvar sinnum heimsmeistari í Formúlu 1, segir tvískinnung í málflutningi Hamiltons. Annað í lífi hans gefi ekki til kynna að honum sé annt um umhverfið. „Ég myndi halda matarræðinu mínu fyrir mig. Ég hefði aldrei sent frá mér svona færslu eins og Lewis,“ sagði Alonso við útvarpsstöð á Spáni. „Við vitum öll hvernig lífsstíll hans er og ökuþórar í Formúlu 1 fljúga 200 sinnum á ári. Þá geturðu ekki sagt fólki að sleppa því að borða kjöt.“ Hamilton er með örugga forystu í keppni ökuþóra í Formúlu 1. Hann getur tryggt sér sinn sjötta heimsmeistaratitil í Mexíkó á sunnudaginn þar sem átjánda keppni tímabilsins fer fram.
Formúla Mest lesið Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Enski boltinn „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Íslenski boltinn Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Enski boltinn Þurftu að aflýsa síðasta leggnum vegna mótmæla Sport Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ Enski boltinn Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Fótbolti Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum Fótbolti Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Fótbolti „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Enski boltinn Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Íslenski boltinn Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira