Golf

Tekst Tiger að skrifa söguna enn einu sinni?

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Goðsögn
Goðsögn vísir/getty

Síðasti hringurinn á Zozo meistaramótinu í Japan fer senn að hefjast en þar gæti Bandaríkjamaðurinn Tiger Woods skráð sig á spjöld golfsögunnar enn einu sinni.

Tiger er í forystu fyrir lokahringinn á mótinu, sem er hluti af PGA mótaröðinni. Takist Tiger að klára mótið verður þetta 82.sigur hans á PGA móti. Þar með gæti hann jafnað met Sam Snead yfir flesta sigra á PGA mótum.

Japaninn Hideki Matsuyama er þremur höggum á eftir Tiger og má búast við hörkuspennandi lokahring í nótt.

Sýnt er frá mótinu í beinni útsendingu á Stöð 2 Golf og hefst útsending frá lokahringnum klukkan 22:30.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.