Golf

Tekst Tiger að skrifa söguna enn einu sinni?

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Goðsögn
Goðsögn vísir/getty
Síðasti hringurinn á Zozo meistaramótinu í Japan fer senn að hefjast en þar gæti Bandaríkjamaðurinn Tiger Woods skráð sig á spjöld golfsögunnar enn einu sinni.

Tiger er í forystu fyrir lokahringinn á mótinu, sem er hluti af PGA mótaröðinni. Takist Tiger að klára mótið verður þetta 82.sigur hans á PGA móti. Þar með gæti hann jafnað met Sam Snead yfir flesta sigra á PGA mótum.

Japaninn Hideki Matsuyama er þremur höggum á eftir Tiger og má búast við hörkuspennandi lokahring í nótt.

Sýnt er frá mótinu í beinni útsendingu á Stöð 2 Golf og hefst útsending frá lokahringnum klukkan 22:30.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.