Eldsvoði Árni Helgi Gunnlaugsson skrifar 28. október 2019 16:05 Eins og flestir sem mig og drengina mína þekkja vita, þá lentum við feðgar í því að það kviknaði í íbúð okkar í Breiðholtinu fyrir um mánuði síðan og við misstum allar veraldlegar eigur í eldinum.Þegar ég fékk símtalið frá elsta syninum um hvað hefði gerst, var ég staddur við vinnu vestur í bæ og gerði ég mér í sjálfu sér ekki grein fyrir því þarna strax, hvort þetta hefði verið einhver smáræðis eldur, eða hvort það væri hreinlega kviknað í. Ég henti frá mér öllu sem ég var að gera og þeysti af stað upp í Breiðholtið. Á leiðinni var ég að reyna að hringja í strákana allan tímann. Þeir svöruðu ekki símunum. Þegar ég nálgaðist Breiðholtið voru síðustu slökkviliðsbílarnir og sjúkrabíll að keyra fram úr mér. Það er ekki góð tilfinning að víkja fyrir slökkviliðinu, þegar þú veist að þeir eru að fara heim til þín. Eða þannig. Þegar ég nálgaðist Breiðholtið og kom inn í Fellin og sá reykinn yfir öllu, þá vissi ég að um eldsvoða væri að ræða. Enn svöruðu þeir ekki og þarna var ég orðinn alvarlega hræddur. Þegar ég kom að Jórufellinu sá ég bara bjarmann af bláblikkandi ljósum, mannmergð sem var að fylgjast með og svartan reyk út um glugga og sprungnar rúður. Ég leitaði að strákunum en sá þá hvergi. Talaði við slökkviliðsmann og þeir vissu ekki hvort strákarnir væru ennþá inni, reykkafarar væru að kanna málið. Ég hélt þarna, að ég gæti mögulega verið að missa tvo af þremur strákunum mínum. Það er auðvitað erfitt að lýsa því, hvernig manni líður á svona stundu. Þegar ég lýsti því fyrir starfsmanni Rauða krossins um nóttina, var mér sagt að ég hefði verið á leiðinni inn í lost. Ég veit ekki hve langur tími leið. Tíminn verður svo afstæður í svona aðstæðum. Fyrir mér var þetta heil eilífð. En loksins sá ég drengina mína, á náttfötunum að ræða við lögreglumann. Það er auðvitað ekki heldur hægt að koma orðum að þeirri upplifun, svo vel sé. En hugtakið að „heimta úr helju" fær alla vega dýpri og þrungnari merkingu. Á því augnabliki sem ég sá þá, missti ég eiginlega alveg áhugann á eldsvoðanum og því sem var að brenna, eða hafði brunnið. Fékk það beint í æð, hvað það er, sem skiptir máli í lífinu. Get ennþá upplifað þessa tilfinningu þegar ég hugsa um töfraaugnablikið. En auðvitað, þegar rykið var sest aftur, þá stóðum við uppi bara í því sem var utan á okkur. Allt farið. Og ótryggt. En það væsir ekki um okkur í dag. Við höfum rætt þetta allir fjórir og okkar upplifun á þessu öllu saman. Auðvitað engin upplifunin góð. En lífið er að komast í fastar skorður aftur. Mér er líka hugsað til þeirra sem hafa lent í þessu á eftir okkur. Það virðist hafa verið heil hrina af eldsvoðum undanfarinn mánuð. Sérstaklega er hugurinn hjá fjölskyldunum sem lentu í eldsvoðanum í Mávahlíð viljum þakka allar hlýjar hugsanir og skilaboð, og alla þá hjálp sem við höfum fengið. Við erum bæði snortnir og þakklátir. Íslendingar sýna svo sannarlega sitt rétta hjartalag, þegar einhver í hinni íslensku fjölskyldu lendir í slysum eða hrakningum. Ég vil þar að auki nota tækifærið og þakka þeim sem ég náði ekki að svara skilaboðum og hringingum frá, en sem vildu rétta fram hjálparhönd. Megi guð og allar góðar vættir vera með þeim. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bruni í Mávahlíð Reykjavík Slökkvilið Tengdar fréttir Hrærður yfir viðbrögðunum: „Þegar eitthvað bjátar á standa allir saman“ Árni Gunnlaugsson, einstæður faðir sem missti aleiguna í bruna fyrir rúmri viku, hefur fundið fyrir miklum stuðningi. 8. október 2019 14:00 Einstæður þriggja barna faðir missti allt í bruna Maðurinn er ekki með heimilistryggingu og með báðar hendur tómar. Eitt barn hans var að fikta með eld með þeim afleiðingum að íbúðin varð alelda. Feðgarnir sofa nú á dýnum í tómu lánshúsi. 7. október 2019 18:49 Mest lesið Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Enn má Daði leiðrétta Skoðun Breytum viðhorfi til veikindaréttar Bjarni Kristjánsson Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason Skoðun Fyllerí eru hættuleg Hjalti Már Björnsson Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson Skoðun Skoðun Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Nýja kvótakerfið hennar Hönnu Katrínar Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Skipulag á að þjóna fólki, ekki pólitískum prinsippum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Að grípa fólk í tíma – forvarnir sem virka á vinnumarkaði Guðrún Rakel Eiríksdóttir skrifar Skoðun Áhrif mín á daglegt líf og störf Stefáns Eiríkssonar Eyrún Magnúsdóttir skrifar Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Árangur byrjar í starfsmannahópnum Jana Katrín Knútsdóttir skrifar Skoðun Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson skrifar Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir skrifar Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Árangur Dana í loftslagsmálum margfalt betri en Íslendinga Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Fyrir hverja eru leikskólar María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hnefaleikameistarinn sem hefur aldrei keppt Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Getum við munað Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Flótti ríkisstjórnarinnar frá Flóttamannavegi Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við upp hágæða almenningssamgöngur? Þórir Garðarsson skrifar Sjá meira
Eins og flestir sem mig og drengina mína þekkja vita, þá lentum við feðgar í því að það kviknaði í íbúð okkar í Breiðholtinu fyrir um mánuði síðan og við misstum allar veraldlegar eigur í eldinum.Þegar ég fékk símtalið frá elsta syninum um hvað hefði gerst, var ég staddur við vinnu vestur í bæ og gerði ég mér í sjálfu sér ekki grein fyrir því þarna strax, hvort þetta hefði verið einhver smáræðis eldur, eða hvort það væri hreinlega kviknað í. Ég henti frá mér öllu sem ég var að gera og þeysti af stað upp í Breiðholtið. Á leiðinni var ég að reyna að hringja í strákana allan tímann. Þeir svöruðu ekki símunum. Þegar ég nálgaðist Breiðholtið voru síðustu slökkviliðsbílarnir og sjúkrabíll að keyra fram úr mér. Það er ekki góð tilfinning að víkja fyrir slökkviliðinu, þegar þú veist að þeir eru að fara heim til þín. Eða þannig. Þegar ég nálgaðist Breiðholtið og kom inn í Fellin og sá reykinn yfir öllu, þá vissi ég að um eldsvoða væri að ræða. Enn svöruðu þeir ekki og þarna var ég orðinn alvarlega hræddur. Þegar ég kom að Jórufellinu sá ég bara bjarmann af bláblikkandi ljósum, mannmergð sem var að fylgjast með og svartan reyk út um glugga og sprungnar rúður. Ég leitaði að strákunum en sá þá hvergi. Talaði við slökkviliðsmann og þeir vissu ekki hvort strákarnir væru ennþá inni, reykkafarar væru að kanna málið. Ég hélt þarna, að ég gæti mögulega verið að missa tvo af þremur strákunum mínum. Það er auðvitað erfitt að lýsa því, hvernig manni líður á svona stundu. Þegar ég lýsti því fyrir starfsmanni Rauða krossins um nóttina, var mér sagt að ég hefði verið á leiðinni inn í lost. Ég veit ekki hve langur tími leið. Tíminn verður svo afstæður í svona aðstæðum. Fyrir mér var þetta heil eilífð. En loksins sá ég drengina mína, á náttfötunum að ræða við lögreglumann. Það er auðvitað ekki heldur hægt að koma orðum að þeirri upplifun, svo vel sé. En hugtakið að „heimta úr helju" fær alla vega dýpri og þrungnari merkingu. Á því augnabliki sem ég sá þá, missti ég eiginlega alveg áhugann á eldsvoðanum og því sem var að brenna, eða hafði brunnið. Fékk það beint í æð, hvað það er, sem skiptir máli í lífinu. Get ennþá upplifað þessa tilfinningu þegar ég hugsa um töfraaugnablikið. En auðvitað, þegar rykið var sest aftur, þá stóðum við uppi bara í því sem var utan á okkur. Allt farið. Og ótryggt. En það væsir ekki um okkur í dag. Við höfum rætt þetta allir fjórir og okkar upplifun á þessu öllu saman. Auðvitað engin upplifunin góð. En lífið er að komast í fastar skorður aftur. Mér er líka hugsað til þeirra sem hafa lent í þessu á eftir okkur. Það virðist hafa verið heil hrina af eldsvoðum undanfarinn mánuð. Sérstaklega er hugurinn hjá fjölskyldunum sem lentu í eldsvoðanum í Mávahlíð viljum þakka allar hlýjar hugsanir og skilaboð, og alla þá hjálp sem við höfum fengið. Við erum bæði snortnir og þakklátir. Íslendingar sýna svo sannarlega sitt rétta hjartalag, þegar einhver í hinni íslensku fjölskyldu lendir í slysum eða hrakningum. Ég vil þar að auki nota tækifærið og þakka þeim sem ég náði ekki að svara skilaboðum og hringingum frá, en sem vildu rétta fram hjálparhönd. Megi guð og allar góðar vættir vera með þeim.
Hrærður yfir viðbrögðunum: „Þegar eitthvað bjátar á standa allir saman“ Árni Gunnlaugsson, einstæður faðir sem missti aleiguna í bruna fyrir rúmri viku, hefur fundið fyrir miklum stuðningi. 8. október 2019 14:00
Einstæður þriggja barna faðir missti allt í bruna Maðurinn er ekki með heimilistryggingu og með báðar hendur tómar. Eitt barn hans var að fikta með eld með þeim afleiðingum að íbúðin varð alelda. Feðgarnir sofa nú á dýnum í tómu lánshúsi. 7. október 2019 18:49
Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson Skoðun
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar
Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson Skoðun