Handbolti

Dramatískar lokamínútur í leikjum Íslendinganna í Þýskalandi

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Oddur átti góðan leik en það dugði ekki til sigurs
Oddur átti góðan leik en það dugði ekki til sigurs vísir/getty

Fjórir leikir fóru fram í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld og komu íslenskir handknattleiksmenn við sögu í þeim öllum.

Lærisveinar Aðalsteins Eyjólfssonar í Erlangen biðu lægri hlut fyrir Göppingen, 23-26 á meðan lærisveinar Geirs Sveinssonar í Nordhorn töpuðu með átta marka mun fyrir Kiel, 31-23. Gísli Þorgeir Kristjánsson komst ekki á blað hjá Kiel.

Elvar Ásgeirsson og félagar í Stuttgart fengu Bjarka Má Elísson og félaga í Lemgo í heimsókn þar sem Elvar skoraði 2 mörk úr 4 skotum á meðan Bjarki Már skoraði 4 mörk úr 9 skotum. Leiknum lyktaði hins vegar með jafntefli, 26-26.

Á sama tíma voru Oddur Gretarsson og félagar í Balingen í heimsókn hjá Viggó Kristjánssyni og félögum í Leipzig. Oddur skoraði 4 mörk úr 5 skotum á meðan Viggó skoraði 2 mörk úr 3 skotum en Leipzig hafði engu að síður betur með einu marki, 25-24.

Smelltu hér til að skoða stöðutöfluna í þýsku Bundesligunni.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.