Handbolti

Kallað á Kára í landsliðið

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Kári Kristján fagnar með sínum mönnum.
Kári Kristján fagnar með sínum mönnum. vísir/daníel þór

Guðmundur Þórður Guðmundsson, landsliðsþjálfari í handknattleik, hefur þurft að gera eina breytingu á leikmannahópi sínum vegna meiðsla.

Línumaðurinn Arnar Freyr Arnarsson hefur dregið sig út úr landsliðshópnum vegna meiðsla. Í hans stað hefur Guðmundur kallað á Kára Kristján Kristjánsson, línumann ÍBV.

Það er langt síðan Kári var valinn síðast í landsliðshópinn en nú fær hann annað tækifri.

Landsliðið hittist í Reykjavík þann 21. október en fimmtudaginn 24. október heldur hópurinn til Svíþjóðar þar sem leiknir verða tveir vináttulandsleikir gegn heimamönnum.

Fyrri leikurinn fer fram föstudaginn 25. október kl. 17.00 í Kristianstad og sá síðari sunnudaginn 27. október kl. 15:00 í Karlskrona.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.