Handbolti

FH tapaði með einu marki í Noregi

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Ásbjörn Friðriksson, leikstjórnandi FH.
Ásbjörn Friðriksson, leikstjórnandi FH. vísir/vilhelm

FH er úr leik í EHF bikarnum í handbolta eftir eins marks tap fyrir norska úrvalsdeildarliðinu Arendal ytra í dag.

Ljóst var að FH-ingar ættu ærið verkefni fyrir höndum eftir að heimaleikurinn tapaðist 25-30 um síðustu helgi.

Heimamenn mættu mjög ákveðnir til leiks og sýndu Hafnfirðingum strax að ekkert vanmat kæmi til greina. Staðan eftir þrettán mínútna leik 10-3 fyrir Arendal og ljóst að FH-ingar væru ekki að fara að snúa einvíginu sér í vil.

Engu að síður gáfust Hafnfirðingar ekki upp og tókst að gera þetta að jöfnum leik en fór að lokum svo að Arendal vann eins marks sigur, 28-27, og vann því einvígið samtals með sex mörkum.

Ásbjörn Friðriksson var markahæstur FH-inga með 9 mörk en sex þeirra komu af vítalínunni.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.