Handbolti

FH tapaði með einu marki í Noregi

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Ásbjörn Friðriksson, leikstjórnandi FH.
Ásbjörn Friðriksson, leikstjórnandi FH. vísir/vilhelm
FH er úr leik í EHF bikarnum í handbolta eftir eins marks tap fyrir norska úrvalsdeildarliðinu Arendal ytra í dag.

Ljóst var að FH-ingar ættu ærið verkefni fyrir höndum eftir að heimaleikurinn tapaðist 25-30 um síðustu helgi.

Heimamenn mættu mjög ákveðnir til leiks og sýndu Hafnfirðingum strax að ekkert vanmat kæmi til greina. Staðan eftir þrettán mínútna leik 10-3 fyrir Arendal og ljóst að FH-ingar væru ekki að fara að snúa einvíginu sér í vil.

Engu að síður gáfust Hafnfirðingar ekki upp og tókst að gera þetta að jöfnum leik en fór að lokum svo að Arendal vann eins marks sigur, 28-27, og vann því einvígið samtals með sex mörkum.

Ásbjörn Friðriksson var markahæstur FH-inga með 9 mörk en sex þeirra komu af vítalínunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×