Handbolti

Lærisveinar Aðalsteins gerðu jafntefli við Löwen

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Aðalsteinn Eyjólfsson er þjálfari Erlangen.
Aðalsteinn Eyjólfsson er þjálfari Erlangen. vísir/getty

Einn leikur fór fram í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í dag þegar lærisveinar Aðalsteins Eyjólfssonar í Erlangen fengu stórlið Rhein Neckar Löwen í heimsókn. 

Úr varð hörkuleikur þar sem einu til tveimur mörkum munaði á liðunum stærstan hluta leiksins en Erlangen hafði eins marks forystu í leikhléi, 17-16.

Löwen náði undirtökunum í leiknum þegar á leið og höfðu tveggja marka forystu þegar þrjár mínútur lifðu leiks. Erlangen náði hins vegar að skora tvö síðustu mörk leiksins. Niðurstaðan 29-29 jafntefli í hörkuleik.

Alexander Pettersson komst ekki á blað hjá Löwen en Uwe Gensheimer fór mikinn í leiknum og gerði 13 mörk fyrir Löwen. Markahæstur heimamanna var Sime Ivic með átta mörk.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.