Einn miða til Kulnunar, nei takk Friðrik Agni Árnason skrifar 15. október 2019 09:00 Spurningar sem dynja á mér reglulega: Bíddu ertu bara að gera allt? Hvenær tekur þú þér slökunardag? Af hverju ertu að gera svona mikið? Mín svör: Nei, er bara að reyna að gera það sem ég hef gaman af. Hvað er slökunardagur? Ég er ekki að gera neitt mikið, það bara virðist vera þannig og margir eru að gera miklu meira en ég. Ég heiti Friðrik Agni og ég er með kvíðaröskun og mikla fullkomnunaráráttu. Ef ég er ekki að gera þúsund hluti í einu þá er ég ekki nóg. Samkvæmt hverjum? MÉR. Ég er mjög opinskár með kvíðann, þunglyndið sem getur fylgt honum og fullkomnunaráráttuna. Þetta er allt saman hluti af mér og stundum get ég litið á það sem styrk en það koma tímar þar sem þessir kvillar ná að draga mann niður. Ég starfa sem verkefnastjóri í fullu starfi, ég kenni fasta danstíma í World Class og í Kramhúsinu, ég rek danssamfélagið Dans og Kúltúr ásamt vinkonu minni, ég er fararstjóri, ég skrifa, ég tek að mér hópefli og veislustjórn, ég kem fram á viðburðum og skipulegg þá. Ég á eiginmann og fjölskyldu sem ég vil sinna og vera í sambandi við. Ég á einnig vini og tengslanet sem ég vil halda virku. Rétt eins og flestir geri ég ráð fyrir. Í grunninn elska ég allt það sem ég geri. Það koma samt tímar þar sem ég missi áhugann, efast um sjálfan mig og nýt þess ekki lengur. Það er þegar það er sjúklega mikið að gera á öllum köntum og allir litlu hlutirnir á skipulagslistanum verða risastórir, ég ýti þeim þá frá mér og þeir verða ennþá stærri. Ég finn fyrir áhugaleysi eða orkuleysi öllu heldur. Ég get ekki gert þetta. Þetta mun misheppnast því ég hef ekki tíma til að gera þetta FULLKOMLEGA. Fólkið mun HATA mig. Ég kann ekki að gera þetta. Hvernig á ég að gera þetta. Efasemdir ofan á efasemdir. ÉG GET EKKI MEIRA. Þið takið eftir hugsunarmynstrinu sem ég lýsi og einhverjir lesendur kannast kannski við það? Þetta er í raun eins og svona neikvæður hugsunarpyttur sem grefur sig dýpra og dýpra. Þarna falla rosa stórir dómar á mig sjálfan og að gera hlutina fullkomlega því annars muni fólk hata mig. Hugsa sér hvað maður getur verið ljótur við sjálfan sig. Þegar komið er út í þennan hugsunargang veit ég að ég er kominn að vegg og yfir í einskonar eirðarleysi gagnvart lífinu. Þetta hefur komið fyrir nokkru sinnum á minni lífsleið og ég veit að ég er ekki einn. Mikil umræða hefur verið um Kulnun í samfélaginu á undanförnum árum og æ algengara að fólk sé að viðurkenna að einkenni kulnunar eigi við sig og leita sér því hjálpar. Sem betur fer hefur þessi umræða opnast. Ég er mjög var um þegar ég stefni í þessa átt núna í dag og þegar ég horfi á skipulagslistann minn átta ég mig á að ég er einfaldlega stundum að gera of mikið. Hvað gerist ef ég hugsanlega bara sleppi þessu? Eða bið um hjálp og segi nei við þessari beiðni? Mun ferillinn minn enda? Augljóslega ekki. En það er samt sem áður hræðslan sem grípur um mig og kannski aðra sem hafa verið í svipuðum sporum. Ég hugsa að það sé mjög stimplað inn í okkur Íslendinga að vera duglegir og þrautseigir. Allavega mín tilfinning. Það er erfitt að viðurkenna vanmátt sinn og játa sig sigraðan. Að játa að maður er ekki fullkominn. Mörk hvers og eins eru líka mismunandi eftir persónueiginleikum. Það sem gefur einum aukna orku sýgur orkuna úr öðrum. Þess vegna er líka svo hættulegt að bera sig saman við aðra. Ég þekki einkennin hjá mér og skrifa þess vegna þennan pistil sem viðvörun og áminningu til annarra en ekki síður til mín. Ef þú kannast við hugsunarpyttinn að ofan eða ert staddur/stödd í honum núna þá mæli ég með að taka eitt verkefnið af listanum. Minnkaðu við þig. Fáðu hjálp eða segðu einhverjum frá hvernig þér líður. Stundum er nóg að taka nokkra hluti af listanum í eina tvær vikur, safna orku og koma svo efldur til baka. En það getur líka verið að það sé þörf á að hreinlega minnka við sig almennt til lengri tíma og spyrja sig: Ætla ég alltaf að vera svona upptekinn og á mörkum þess að vera að brenna út? Höldum áfram að tala um Kulnun og kvíða og einkennin. Höldum áfram að skrifa um jákvæðni og að gefa hvort öðru ráð um hvernig við getum unnið á streitu því allt það gerir okkur meira meðvituð. Viðvörunarbjöllurnar fara þá vonandi fyrr af stað fyrr og við getum beygt út af veginum sem virðist vera að taka okkur beinustu leið til Kulnunar. Höfundur er dansari, lífstílsþjálfari og skemmtikraftur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Friðrik Agni Árnason Mest lesið Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović Skoðun Skoðun Skoðun Ofbeldislaust ævikvöld Gestur Pálsson skrifar Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Sjá meira
Spurningar sem dynja á mér reglulega: Bíddu ertu bara að gera allt? Hvenær tekur þú þér slökunardag? Af hverju ertu að gera svona mikið? Mín svör: Nei, er bara að reyna að gera það sem ég hef gaman af. Hvað er slökunardagur? Ég er ekki að gera neitt mikið, það bara virðist vera þannig og margir eru að gera miklu meira en ég. Ég heiti Friðrik Agni og ég er með kvíðaröskun og mikla fullkomnunaráráttu. Ef ég er ekki að gera þúsund hluti í einu þá er ég ekki nóg. Samkvæmt hverjum? MÉR. Ég er mjög opinskár með kvíðann, þunglyndið sem getur fylgt honum og fullkomnunaráráttuna. Þetta er allt saman hluti af mér og stundum get ég litið á það sem styrk en það koma tímar þar sem þessir kvillar ná að draga mann niður. Ég starfa sem verkefnastjóri í fullu starfi, ég kenni fasta danstíma í World Class og í Kramhúsinu, ég rek danssamfélagið Dans og Kúltúr ásamt vinkonu minni, ég er fararstjóri, ég skrifa, ég tek að mér hópefli og veislustjórn, ég kem fram á viðburðum og skipulegg þá. Ég á eiginmann og fjölskyldu sem ég vil sinna og vera í sambandi við. Ég á einnig vini og tengslanet sem ég vil halda virku. Rétt eins og flestir geri ég ráð fyrir. Í grunninn elska ég allt það sem ég geri. Það koma samt tímar þar sem ég missi áhugann, efast um sjálfan mig og nýt þess ekki lengur. Það er þegar það er sjúklega mikið að gera á öllum köntum og allir litlu hlutirnir á skipulagslistanum verða risastórir, ég ýti þeim þá frá mér og þeir verða ennþá stærri. Ég finn fyrir áhugaleysi eða orkuleysi öllu heldur. Ég get ekki gert þetta. Þetta mun misheppnast því ég hef ekki tíma til að gera þetta FULLKOMLEGA. Fólkið mun HATA mig. Ég kann ekki að gera þetta. Hvernig á ég að gera þetta. Efasemdir ofan á efasemdir. ÉG GET EKKI MEIRA. Þið takið eftir hugsunarmynstrinu sem ég lýsi og einhverjir lesendur kannast kannski við það? Þetta er í raun eins og svona neikvæður hugsunarpyttur sem grefur sig dýpra og dýpra. Þarna falla rosa stórir dómar á mig sjálfan og að gera hlutina fullkomlega því annars muni fólk hata mig. Hugsa sér hvað maður getur verið ljótur við sjálfan sig. Þegar komið er út í þennan hugsunargang veit ég að ég er kominn að vegg og yfir í einskonar eirðarleysi gagnvart lífinu. Þetta hefur komið fyrir nokkru sinnum á minni lífsleið og ég veit að ég er ekki einn. Mikil umræða hefur verið um Kulnun í samfélaginu á undanförnum árum og æ algengara að fólk sé að viðurkenna að einkenni kulnunar eigi við sig og leita sér því hjálpar. Sem betur fer hefur þessi umræða opnast. Ég er mjög var um þegar ég stefni í þessa átt núna í dag og þegar ég horfi á skipulagslistann minn átta ég mig á að ég er einfaldlega stundum að gera of mikið. Hvað gerist ef ég hugsanlega bara sleppi þessu? Eða bið um hjálp og segi nei við þessari beiðni? Mun ferillinn minn enda? Augljóslega ekki. En það er samt sem áður hræðslan sem grípur um mig og kannski aðra sem hafa verið í svipuðum sporum. Ég hugsa að það sé mjög stimplað inn í okkur Íslendinga að vera duglegir og þrautseigir. Allavega mín tilfinning. Það er erfitt að viðurkenna vanmátt sinn og játa sig sigraðan. Að játa að maður er ekki fullkominn. Mörk hvers og eins eru líka mismunandi eftir persónueiginleikum. Það sem gefur einum aukna orku sýgur orkuna úr öðrum. Þess vegna er líka svo hættulegt að bera sig saman við aðra. Ég þekki einkennin hjá mér og skrifa þess vegna þennan pistil sem viðvörun og áminningu til annarra en ekki síður til mín. Ef þú kannast við hugsunarpyttinn að ofan eða ert staddur/stödd í honum núna þá mæli ég með að taka eitt verkefnið af listanum. Minnkaðu við þig. Fáðu hjálp eða segðu einhverjum frá hvernig þér líður. Stundum er nóg að taka nokkra hluti af listanum í eina tvær vikur, safna orku og koma svo efldur til baka. En það getur líka verið að það sé þörf á að hreinlega minnka við sig almennt til lengri tíma og spyrja sig: Ætla ég alltaf að vera svona upptekinn og á mörkum þess að vera að brenna út? Höldum áfram að tala um Kulnun og kvíða og einkennin. Höldum áfram að skrifa um jákvæðni og að gefa hvort öðru ráð um hvernig við getum unnið á streitu því allt það gerir okkur meira meðvituð. Viðvörunarbjöllurnar fara þá vonandi fyrr af stað fyrr og við getum beygt út af veginum sem virðist vera að taka okkur beinustu leið til Kulnunar. Höfundur er dansari, lífstílsþjálfari og skemmtikraftur.
Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun
Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar
Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun