Lífið

Fann­dís frum­sýndi kærastann í fót­bolta­brúð­kaupi

Sylvía Hall skrifar
Fanndís Friðriksdóttir, landsliðskona í knattspyrnu, er komin á fast.
Fanndís Friðriksdóttir, landsliðskona í knattspyrnu, er komin á fast. Fréttablaðið/eyþór

Fanndís Friðriksdóttir, landsliðskona í knattspyrnu, og Eyjólfur Héðinsson, leikmaður Stjörnunnar í Pepsi Max-deildinni, eru nýjasta fótboltapar landsins.

Fanndís birti mynd af parinu í brúðkaupi Baldurs Sigurðssonar og Pálu Marie Einarsdóttur í Mývatnssveit og merkti með myllumerkinu frumsýning, enda að frumsýna nýjan kærasta. Baldur er einmitt samherji Eyjólfs hjá Stjörnunni en Pála Marie er Valskona eins og Fanndís sem spilar með Hlíðarendaliðinu.

Eyjólfur og Fanndís eru bæði fyrrverandi atvinnumenn í knattspyrnu og spiluðu erlendis. Fanndís, sem er úr Kópavogi, er reynslubolti í íslenska landsliðinu og Eyjólfur, sem er uppalinn í Breiðholtinu, á sömuleiðis nokkra landsleiki.


 
 
 
View this post on Instagram
Frábær helgi #frumsýning #balliogpalli
A post shared by Fanndís Friðriksdóttir (@fanndis90) onAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.