Viðskipti innlent

Katrín nýr sviðs­stjóri markaðs­mála hjá Men&Mice

Atli Ísleifsson skrifar
Katrín M. Guðjónsdóttir.
Katrín M. Guðjónsdóttir. Men&Mice

Katrín M. Guðjónsdóttir hefur verið ráðin sem nýr sviðsstjóri markaðsmála hjá Men&Mice.

Í tilkynningu segir að um nýja stöðu sé að ræða og að félagið hyggist á markaðsdrifna sókn erlendis, en félagið sérhæfir sig í þróun og sölu hugbúnaðarlausna.

„Katrín er með MBA gráðu frá Háskóla Íslands ásamt BA í markaðsfræði og grafískri hönnun. Katrín hefur um 15 ára reynslu í markaðsmálum, vörumerkjastjórnun og viðskiptaþróun. Áður starfaði Katrín sem framkvæmdastjóri markaðssviðs ALVA og sem markaðsstjóri olíufélaganna, Skeljungs og N1. Hún var markaðsstjóri hjá Innnes auk þess að starfa að markaðsmálum fyrir Símann. Katrín tók þátt í undirbúningi beggja olíufélaganna fyrir skráningu í kauphöll, og vann að mörkunarvinnu og heildarstefnumótun fyrir þau félög sem hún hefur starfað hjá. Katrín situr í stjórn Ímarks og er stjórnarformaður hjá Manino.

Hlutverk Katrínar hjá Men&Mice er að byggja upp nýtt markaðsteymi frá grunni, sækja aukna markaðshlutdeild beggja vegna Atlantshafsins og auka vörumerkjavirði almennt í alþjóðlegu umhverfi,“ segir í tilkynningunni.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
SKEL
2,51
21
428.353
SYN
2,38
9
90.240
HAGA
1,75
10
95.153
EIK
1,22
13
157.475
REITIR
1,17
17
254.889

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
SIMINN
-1,3
6
96.239
TM
-0,83
4
38.492
EIM
-0,78
9
100.273
ICESEA
-0,68
3
7.781
ICEAIR
-0,48
14
96.178
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.