Viðskipti innlent

Fyrr­verandi fram­kvæmda­stjóri Heima­valla tekur við Borgar­plasti

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Guðbrandur Sigurðsson, framkvæmdastjóri Heimavalla.
Guðbrandur Sigurðsson, framkvæmdastjóri Heimavalla. Vísir/Anton

Guðbrandur Sigurðsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Heimavalla, hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Borgarplasts hf. Guðbrandur hefur þegar hafið störf, að því er segir í tilkynningu frá Borgarplasti.

Guðbrandur tekur við af Hauki Skúlasyni, sem leiddi sameiningu félagsins við Plastgerð Suðurnesja á síðasta ári og uppbyggingu nýrrar verksmiðju við Ásbrú í Reykjanesbæ.

Guðbrandur starfaði í sjávarútvegi um árabil, síðast sem framkvæmdastjóri ÚA og Brims á árunum 1996-2004. Þá var hann forstjóri Mjólkursamsölunnar á árunum 2005-2008.

Hann var framkvæmdastjóri Plastprents 2010-2012, framkvæmdastjóri PwC 2013-2016 og framkvæmdastjóri Heimavalla frá 2016 til loka mars á þessu ári.  Guðbrandur er með B.Sc. próf í matvælafræði frá Háskóla Íslands og MBA-próf frá Edinborgarháskóla.

Haft er eftir Guðbrandi í tilkynningu að umhverfismál muni móta rekstur Borgarplasts í framtíðinni, m.a. með endurvinnslu á frauði. Þá búi félagið að góðu og reyndu starfsfólki.

Borgarplast framleiðir fiskikör, frauðkassa og ýmsar fráveitulausnir á borð við brunna, olíuskiljur og rotþrær. Alls starfa 38 starfsmenn hjá félaginu.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
BRIM
3,27
21
451.148
EIM
3,11
16
126.639
SIMINN
1,32
11
407.136
VIS
1,23
2
17.490
SKEL
1,12
10
157.458

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
KVIKA
-1,47
11
135.730
ICESEA
-0,7
1
5.247
MAREL
-0,51
7
42.442
ICEAIR
-0,41
7
4.404
ORIGO
0
7
56.197
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.