Viðskipti innlent

Fyrr­verandi fram­kvæmda­stjóri Heima­valla tekur við Borgar­plasti

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Guðbrandur Sigurðsson, framkvæmdastjóri Heimavalla.
Guðbrandur Sigurðsson, framkvæmdastjóri Heimavalla. Vísir/Anton
Guðbrandur Sigurðsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Heimavalla, hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Borgarplasts hf. Guðbrandur hefur þegar hafið störf, að því er segir í tilkynningu frá Borgarplasti.Guðbrandur tekur við af Hauki Skúlasyni, sem leiddi sameiningu félagsins við Plastgerð Suðurnesja á síðasta ári og uppbyggingu nýrrar verksmiðju við Ásbrú í Reykjanesbæ.Guðbrandur starfaði í sjávarútvegi um árabil, síðast sem framkvæmdastjóri ÚA og Brims á árunum 1996-2004. Þá var hann forstjóri Mjólkursamsölunnar á árunum 2005-2008.Hann var framkvæmdastjóri Plastprents 2010-2012, framkvæmdastjóri PwC 2013-2016 og framkvæmdastjóri Heimavalla frá 2016 til loka mars á þessu ári.  Guðbrandur er með B.Sc. próf í matvælafræði frá Háskóla Íslands og MBA-próf frá Edinborgarháskóla.Haft er eftir Guðbrandi í tilkynningu að umhverfismál muni móta rekstur Borgarplasts í framtíðinni, m.a. með endurvinnslu á frauði. Þá búi félagið að góðu og reyndu starfsfólki.Borgarplast framleiðir fiskikör, frauðkassa og ýmsar fráveitulausnir á borð við brunna, olíuskiljur og rotþrær. Alls starfa 38 starfsmenn hjá félaginu.

Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
HAGA
3,31
17
596.829
ICEAIR
2,61
9
6.646
ICESEA
2,01
2
4.834
BRIM
1,7
3
23.042
ARION
0,94
8
106.188

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
REGINN
-2,77
14
106.756
REITIR
-1,74
12
63.780
MAREL
-1,17
38
376.941
SYN
-1,02
5
1.145
EIK
-0,96
10
156.375
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.