Enski boltinn

„Man. United gegn Liverpool er enn stærsti leikur tímabilsins“

Anton Ingi Leifsson skrifar
Marcus Rashford og Naby Keita.
Marcus Rashford og Naby Keita. vísir/getty

Jose Enrique, fyrrum varnarmaður Liverpool, segir að leikir Manchester United og Liverpool séu einn stærstu leikir tímabilsins.

Þegar átta leikir eru búnir af ensku úrvalsdeildinni eru Man. United fimmtán stigum á eftir erkifjendunum í Liverpool.

Þessi lið mætast á sunnudaginn en þrátt fyrir bilið á milli liðanna segir Enrique að ekkert jafnist á við leiki þessara liða.

„Þetta er enn stærsti leikur tímabilsins þrátt fyrir að United sé ekki að gera eins vel og áður,“ sagði Enrique við Sky Sports.
„Fyrir leikmennina og stuðningsmennina er þetta stærsti leikurinn. Þrátt fyrir ríginn hjá Liverpool og City og það sem þau eru að gera er rígurinn milli United og Liverpool öðruvísi.“

Jose Enrique spilaði 99 leiki á fimm tímabilum hjá Liverpool eftir að hann gekk í raðir liðsins frá Newcastle árið 2011.

„Undirbúningurinn fyrir leikinn er sá sami. Eini hluturinn er að þú ert stressaðri og það er augljóst. Þetta eru þrjú stig en fyrir stuðningsmennina og leikmennina þýðir þetta meira.“

„Svo ef þú vinnur þá muntu eiga gott kvöld eftir leikinn!“ bætti sá spænski við.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.