Handbolti

Sjóðheit í Grill 66 deildinni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Lena Margrét Valdimarsdóttir.
Lena Margrét Valdimarsdóttir. Vísir/Bára

Framarinn Lena Margrét Valdimarsdóttir átti frábæran leik í sigri Fram U á Val U í Grill 66 deild kvenna í handbolta.

Lena Margrét skoraði 20 mörk í 41-29 sigri Fram í þessum leik eða fimmtán mörkum meira en næstmarkahæsti leikmaður Framliðsins.  

Lena Margrét, sem er nítján ára og var kosin efnilegasti leikmaður Olís deildar kvenna á síðasta tímabili, hefur ekki fengið mikið að spila hjá aðalliði Fram í vetur. Hún fær aftur á móti að njóta sín með ungmennaliði félagsins sem spilar í Grill 66 deild kvenna.

Lena Margrét hefur alls skorað 60 mörk í fyrstu fimm leikjum Fram U í Grill 66 deild kvenna eða 12 mörk að meðaltali í leik. Hún hafði einnig skorað 13 mörk og 11 mörk í leik fyrr í vetur. Framliðið hefur unnið alla leiki sína til þessa.

Lena Margrét hefur verið í stórum hlutverkum í yngri landsliðum Íslands en hún spilar sem örvhent skytta.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.