Handbolti

Teitur Örn og Ólafur Andrés fóru mikinn í sigri Kristianstad

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Teitur Örn í leik með íslenska landsliðinu
Teitur Örn í leik með íslenska landsliðinu Vísir/Andri
Kristianstad vann átta marka sigur á Chekovskiye Medvedi í Meistaradeild Evrópu í handbolta, lokatölur 36-28 en samtals skoruðu Íslendingarnir tveir átta af mörkum liðsins. Þá vann Kiel þriggja marka sigur á Montpellier en Gísli Þorgeir Kristjánsson komst ekki á blað.Gestirnir skoruðu fyrsta mark leiksins og var leikurinn í járnum í upphafi. Teitur Örn Einarsson skoraði fyrstu tvö mörk Kristianstad en heimamenn náðu fljótlega tveggja marka forystu sem var orðin að sex mörkum í hálfleik, staðan þá 19-13. Í síðari hálfleik var aldrei spurning hvoru megin sigurinn myndi lenda en sænska liðið náði mest 10 marka forystu.Það fór svo á endanum að Kristanstad vann leikinn með átta marka mun, 36-28. Teitur Örn skoraði sex mörk og Ólafur Andrés Guðmundsson skoraði fimm stykki. Var þetta fyrsti sigur liðsins í Meistaradeildinni á þessari leiktíð en liðið er í 5. sæti af sex liðum í D-riðli. Medvedi eina liðið fyrir neðan þá.Kiel vann Montpellier með þremur mörkum í B-riðli, lokatölur 33-30. Kiel sem fyrr í 1. sæti riðilsins á meðan Montpellier er í 3. sætinu.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.