Handbolti

Teitur Örn og Ólafur Andrés fóru mikinn í sigri Kristianstad

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Teitur Örn í leik með íslenska landsliðinu
Teitur Örn í leik með íslenska landsliðinu Vísir/Andri

Kristianstad vann átta marka sigur á Chekovskiye Medvedi í Meistaradeild Evrópu í handbolta, lokatölur 36-28 en samtals skoruðu Íslendingarnir tveir átta af mörkum liðsins. Þá vann Kiel þriggja marka sigur á Montpellier en Gísli Þorgeir Kristjánsson komst ekki á blað.

Gestirnir skoruðu fyrsta mark leiksins og var leikurinn í járnum í upphafi. Teitur Örn Einarsson skoraði fyrstu tvö mörk Kristianstad en heimamenn náðu fljótlega tveggja marka forystu sem var orðin að sex mörkum í hálfleik, staðan þá 19-13. Í síðari hálfleik var aldrei spurning hvoru megin sigurinn myndi lenda en sænska liðið náði mest 10 marka forystu.

Það fór svo á endanum að Kristanstad vann leikinn með átta marka mun, 36-28. Teitur Örn skoraði sex mörk og Ólafur Andrés Guðmundsson skoraði fimm stykki. Var þetta fyrsti sigur liðsins í Meistaradeildinni á þessari leiktíð en liðið er í 5. sæti af sex liðum í D-riðli. Medvedi eina liðið fyrir neðan þá.

Kiel vann Montpellier með þremur mörkum í B-riðli, lokatölur 33-30. Kiel sem fyrr í 1. sæti riðilsins á meðan Montpellier er í 3. sætinu.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.