Fjarkönnun og framtíðin Sævar Þór Halldórsson og Inga Elísabet Vésteinsdóttir skrifar 1. október 2019 10:44 Fjarkönnunarfélag Íslands var stofnað föstudaginn 20. september síðastliðinn. Að stofnun félagsins stendur fólk sem hefur áhuga á fjarkönnun og hag af fjarkönnunargögnum í leik og starfi. En hvað er fjarkönnun? Í mjög stuttu máli nær hugtakið fjarkönnun yfir notkun ákveðinna nema til að greina umhverfið. Þar er ekki átt við nema í skóla, heldur ljósnæma nema af ýmsum toga sem oftast eru tengdir einhverskonar myndavélum í loftförum eða gervitunglum og greina endurkast ljóss á mismunandi bylgjulengdum. Gögn sem safnað er með fjarkönnun, og þá sérstaklega ef gagna er safnað yfir lengra tímabil, má nota til að greina ýmsar breytingar á jörðinni, svo sem á veðurfari, hafís, gróðurþekju bæði ofan sjávar og neðan, jarðsigi og beitarálagi. Einnig má greina breytingar á smærri skala, svo sem á hitaútstreymi lagna og leka í mannvirkjum. Teknar eru nákvæmar myndir nærri jörðu, þar sem vel má greina hluti sem eru jafnvel minni en meter í þvermál. Fjarkönnunartækni fer ört fram. Við þekkjum flest að opna einhverja kortasjá með loftmynd þar sem við getum skoðað heimili okkar og næsta nágrenni úr lofti. Á slíkum myndum getum við vel séð trampólínið í garðinum og jafnvel greint hvort þetta er ekki örugglega bíllinn okkar í innkeyrslunni. Fyrir stuttu tísti forseti Bandaríkjanna, Donald Trump, loftmynd af geimflaugaskotstað í norður Íran, en sú mynd var í mun betri upplausn en almenningur hefur til þessa þekkt. Það eitt gefur til kynna gríðarlega hraða framþróun í fjarkönnunartækni og nákvæmni gagna. Ýmis fyrirtæki hafa núþegar hasla sér völl hér á landi á þessu sviði og bjóða ýmsar verkfræðistofur og nýsköpunarfyrirtæki upp á þjónustu við öflun fjarkönnunargagna og greiningu á þeim. Til að mynda hlaut fyrirtækið Svarmi, sem sérhæfir sig fjarkönnun með aðstoð dróna, nýverið Copernicus verðlaun evrópsku geimferðastofnunnunnar ESA. Markaður sem áður var nokkuð einsleitur, hefur glæðst svo um munar og nýjir aðilar sem bjóða uppá þjónustu við fjarkönnun spretta reglulega upp. Loftmyndir og önnur fjarkönnun getur sparað gríðarlega fjármuni þar sem hún býður upp á tiltölulega ódýran valkost til kortlagningar svæða og eftirlits með breytingum. Á mörgum svæðum væri slíkt eftirlit annars ómögulegt eða afar dýrt og tímafrekt í framkvæmd, sérstaklega þar sem ferðast þarf fótgangandi. Samfélag okkar breytist hratt; fólk og fyrirtæki krefjast sífellt fullkomnari upplýsinga og eru loftmyndir og fjarkönnun raunhæf leið til að veita fullnægjandi gögn með ásættanlegum tilkostnaði. Nú nýverið var gerð greining á þörf ýmissa ríkisstofnana fyrir fjarkönnunargögn, en þarfagreiningin var framkvæmd af Landmælingum Íslands. Markmið greiningarinnar var að kanna hvort grundvöllur er fyrir aukinni samnýtingu ríkisstofnana á fjarkönnunargögnum og um leið hvort auka megi aðgengi að nákvæmum gögnum fyrir samfélagið sem heild. Verkefnið er nú á byrjunarstigi og óvíst um útkomuna. Ljóst er þó að möguleikarnir eru fjölmargir og ávinningur af hagræðingu mikill fyrir allan almenning, ríki og sveitarfélög, auk einkaaðila í atvinnurekstri. Fjarkönnun er nútíðin og verður enn veigameiri í framtíðinni. Höfundar eru landfræðingar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Vita bændur ekki hvað bændum er fyrir bestu? Trausti Hjálmarsson Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun Ein stærð passar ekki fyrir öll Sigrún Birgisdóttir ,Þóra Leósdóttir Skoðun Stöndum saman um félagshyggju og frið Hópur félagshyggjufólks Skoðun Ísland fyrst svo…hvað? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Hinsegin ungmenni í Hafnarfirði mæta afgangi Óskar Steinn Ómarsson Skoðun Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova Skoðun Framtíð Framsóknar byrjar í grasrótinni Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Hræðilegar aðstæður geta breytt manni til hins betra! Kristján Hafþórsson Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Vita bændur ekki hvað bændum er fyrir bestu? Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Ein stærð passar ekki fyrir öll Sigrún Birgisdóttir ,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Ömmur án landamæra Signý Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ísland fyrst svo…hvað? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hræðilegar aðstæður geta breytt manni til hins betra! Kristján Hafþórsson skrifar Skoðun Hinsegin ungmenni í Hafnarfirði mæta afgangi Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Framtíð Framsóknar byrjar í grasrótinni Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Stöndum saman um félagshyggju og frið Hópur félagshyggjufólks skrifar Skoðun Af hverju eru Íslendingar svona feitir? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova skrifar Skoðun Félagsráðgjafar lykilaðilar í stuðningi við geðheilbrigði Steinunn Bergmann skrifar Skoðun Skemmtilegri borg Skúli Helgason skrifar Skoðun Drögum úr svifryksmengun frá umferð heilsunnar vegna Þröstur Þorsteinsson skrifar Skoðun Að fara í stríð við sjálfan sig Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Þú hengir ekki bakara fyrir smið Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvaða menntakerfi kæri þingmaður? Hermann Austmar skrifar Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Framsókn sem þjónar fólki, ekki kerfum Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ég þori að veðja Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Munum eftir baráttu kvenna alltaf og alls staðar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Verkfærið sem vantar í fjármálastjórnun sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Að klúðra með stæl í tilefni alþjóðlega Mistakadagsins Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kvartað yfir erlendum aðilum? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Frá torfkofum til tækifæra Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Fjarkönnunarfélag Íslands var stofnað föstudaginn 20. september síðastliðinn. Að stofnun félagsins stendur fólk sem hefur áhuga á fjarkönnun og hag af fjarkönnunargögnum í leik og starfi. En hvað er fjarkönnun? Í mjög stuttu máli nær hugtakið fjarkönnun yfir notkun ákveðinna nema til að greina umhverfið. Þar er ekki átt við nema í skóla, heldur ljósnæma nema af ýmsum toga sem oftast eru tengdir einhverskonar myndavélum í loftförum eða gervitunglum og greina endurkast ljóss á mismunandi bylgjulengdum. Gögn sem safnað er með fjarkönnun, og þá sérstaklega ef gagna er safnað yfir lengra tímabil, má nota til að greina ýmsar breytingar á jörðinni, svo sem á veðurfari, hafís, gróðurþekju bæði ofan sjávar og neðan, jarðsigi og beitarálagi. Einnig má greina breytingar á smærri skala, svo sem á hitaútstreymi lagna og leka í mannvirkjum. Teknar eru nákvæmar myndir nærri jörðu, þar sem vel má greina hluti sem eru jafnvel minni en meter í þvermál. Fjarkönnunartækni fer ört fram. Við þekkjum flest að opna einhverja kortasjá með loftmynd þar sem við getum skoðað heimili okkar og næsta nágrenni úr lofti. Á slíkum myndum getum við vel séð trampólínið í garðinum og jafnvel greint hvort þetta er ekki örugglega bíllinn okkar í innkeyrslunni. Fyrir stuttu tísti forseti Bandaríkjanna, Donald Trump, loftmynd af geimflaugaskotstað í norður Íran, en sú mynd var í mun betri upplausn en almenningur hefur til þessa þekkt. Það eitt gefur til kynna gríðarlega hraða framþróun í fjarkönnunartækni og nákvæmni gagna. Ýmis fyrirtæki hafa núþegar hasla sér völl hér á landi á þessu sviði og bjóða ýmsar verkfræðistofur og nýsköpunarfyrirtæki upp á þjónustu við öflun fjarkönnunargagna og greiningu á þeim. Til að mynda hlaut fyrirtækið Svarmi, sem sérhæfir sig fjarkönnun með aðstoð dróna, nýverið Copernicus verðlaun evrópsku geimferðastofnunnunnar ESA. Markaður sem áður var nokkuð einsleitur, hefur glæðst svo um munar og nýjir aðilar sem bjóða uppá þjónustu við fjarkönnun spretta reglulega upp. Loftmyndir og önnur fjarkönnun getur sparað gríðarlega fjármuni þar sem hún býður upp á tiltölulega ódýran valkost til kortlagningar svæða og eftirlits með breytingum. Á mörgum svæðum væri slíkt eftirlit annars ómögulegt eða afar dýrt og tímafrekt í framkvæmd, sérstaklega þar sem ferðast þarf fótgangandi. Samfélag okkar breytist hratt; fólk og fyrirtæki krefjast sífellt fullkomnari upplýsinga og eru loftmyndir og fjarkönnun raunhæf leið til að veita fullnægjandi gögn með ásættanlegum tilkostnaði. Nú nýverið var gerð greining á þörf ýmissa ríkisstofnana fyrir fjarkönnunargögn, en þarfagreiningin var framkvæmd af Landmælingum Íslands. Markmið greiningarinnar var að kanna hvort grundvöllur er fyrir aukinni samnýtingu ríkisstofnana á fjarkönnunargögnum og um leið hvort auka megi aðgengi að nákvæmum gögnum fyrir samfélagið sem heild. Verkefnið er nú á byrjunarstigi og óvíst um útkomuna. Ljóst er þó að möguleikarnir eru fjölmargir og ávinningur af hagræðingu mikill fyrir allan almenning, ríki og sveitarfélög, auk einkaaðila í atvinnurekstri. Fjarkönnun er nútíðin og verður enn veigameiri í framtíðinni. Höfundar eru landfræðingar.
Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun
Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar
Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar
Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun