Fjarkönnun og framtíðin Sævar Þór Halldórsson og Inga Elísabet Vésteinsdóttir skrifar 1. október 2019 10:44 Fjarkönnunarfélag Íslands var stofnað föstudaginn 20. september síðastliðinn. Að stofnun félagsins stendur fólk sem hefur áhuga á fjarkönnun og hag af fjarkönnunargögnum í leik og starfi. En hvað er fjarkönnun? Í mjög stuttu máli nær hugtakið fjarkönnun yfir notkun ákveðinna nema til að greina umhverfið. Þar er ekki átt við nema í skóla, heldur ljósnæma nema af ýmsum toga sem oftast eru tengdir einhverskonar myndavélum í loftförum eða gervitunglum og greina endurkast ljóss á mismunandi bylgjulengdum. Gögn sem safnað er með fjarkönnun, og þá sérstaklega ef gagna er safnað yfir lengra tímabil, má nota til að greina ýmsar breytingar á jörðinni, svo sem á veðurfari, hafís, gróðurþekju bæði ofan sjávar og neðan, jarðsigi og beitarálagi. Einnig má greina breytingar á smærri skala, svo sem á hitaútstreymi lagna og leka í mannvirkjum. Teknar eru nákvæmar myndir nærri jörðu, þar sem vel má greina hluti sem eru jafnvel minni en meter í þvermál. Fjarkönnunartækni fer ört fram. Við þekkjum flest að opna einhverja kortasjá með loftmynd þar sem við getum skoðað heimili okkar og næsta nágrenni úr lofti. Á slíkum myndum getum við vel séð trampólínið í garðinum og jafnvel greint hvort þetta er ekki örugglega bíllinn okkar í innkeyrslunni. Fyrir stuttu tísti forseti Bandaríkjanna, Donald Trump, loftmynd af geimflaugaskotstað í norður Íran, en sú mynd var í mun betri upplausn en almenningur hefur til þessa þekkt. Það eitt gefur til kynna gríðarlega hraða framþróun í fjarkönnunartækni og nákvæmni gagna. Ýmis fyrirtæki hafa núþegar hasla sér völl hér á landi á þessu sviði og bjóða ýmsar verkfræðistofur og nýsköpunarfyrirtæki upp á þjónustu við öflun fjarkönnunargagna og greiningu á þeim. Til að mynda hlaut fyrirtækið Svarmi, sem sérhæfir sig fjarkönnun með aðstoð dróna, nýverið Copernicus verðlaun evrópsku geimferðastofnunnunnar ESA. Markaður sem áður var nokkuð einsleitur, hefur glæðst svo um munar og nýjir aðilar sem bjóða uppá þjónustu við fjarkönnun spretta reglulega upp. Loftmyndir og önnur fjarkönnun getur sparað gríðarlega fjármuni þar sem hún býður upp á tiltölulega ódýran valkost til kortlagningar svæða og eftirlits með breytingum. Á mörgum svæðum væri slíkt eftirlit annars ómögulegt eða afar dýrt og tímafrekt í framkvæmd, sérstaklega þar sem ferðast þarf fótgangandi. Samfélag okkar breytist hratt; fólk og fyrirtæki krefjast sífellt fullkomnari upplýsinga og eru loftmyndir og fjarkönnun raunhæf leið til að veita fullnægjandi gögn með ásættanlegum tilkostnaði. Nú nýverið var gerð greining á þörf ýmissa ríkisstofnana fyrir fjarkönnunargögn, en þarfagreiningin var framkvæmd af Landmælingum Íslands. Markmið greiningarinnar var að kanna hvort grundvöllur er fyrir aukinni samnýtingu ríkisstofnana á fjarkönnunargögnum og um leið hvort auka megi aðgengi að nákvæmum gögnum fyrir samfélagið sem heild. Verkefnið er nú á byrjunarstigi og óvíst um útkomuna. Ljóst er þó að möguleikarnir eru fjölmargir og ávinningur af hagræðingu mikill fyrir allan almenning, ríki og sveitarfélög, auk einkaaðila í atvinnurekstri. Fjarkönnun er nútíðin og verður enn veigameiri í framtíðinni. Höfundar eru landfræðingar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Halldór 13.09.2025 Halldór Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller Skoðun Skoðun Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Sjá meira
Fjarkönnunarfélag Íslands var stofnað föstudaginn 20. september síðastliðinn. Að stofnun félagsins stendur fólk sem hefur áhuga á fjarkönnun og hag af fjarkönnunargögnum í leik og starfi. En hvað er fjarkönnun? Í mjög stuttu máli nær hugtakið fjarkönnun yfir notkun ákveðinna nema til að greina umhverfið. Þar er ekki átt við nema í skóla, heldur ljósnæma nema af ýmsum toga sem oftast eru tengdir einhverskonar myndavélum í loftförum eða gervitunglum og greina endurkast ljóss á mismunandi bylgjulengdum. Gögn sem safnað er með fjarkönnun, og þá sérstaklega ef gagna er safnað yfir lengra tímabil, má nota til að greina ýmsar breytingar á jörðinni, svo sem á veðurfari, hafís, gróðurþekju bæði ofan sjávar og neðan, jarðsigi og beitarálagi. Einnig má greina breytingar á smærri skala, svo sem á hitaútstreymi lagna og leka í mannvirkjum. Teknar eru nákvæmar myndir nærri jörðu, þar sem vel má greina hluti sem eru jafnvel minni en meter í þvermál. Fjarkönnunartækni fer ört fram. Við þekkjum flest að opna einhverja kortasjá með loftmynd þar sem við getum skoðað heimili okkar og næsta nágrenni úr lofti. Á slíkum myndum getum við vel séð trampólínið í garðinum og jafnvel greint hvort þetta er ekki örugglega bíllinn okkar í innkeyrslunni. Fyrir stuttu tísti forseti Bandaríkjanna, Donald Trump, loftmynd af geimflaugaskotstað í norður Íran, en sú mynd var í mun betri upplausn en almenningur hefur til þessa þekkt. Það eitt gefur til kynna gríðarlega hraða framþróun í fjarkönnunartækni og nákvæmni gagna. Ýmis fyrirtæki hafa núþegar hasla sér völl hér á landi á þessu sviði og bjóða ýmsar verkfræðistofur og nýsköpunarfyrirtæki upp á þjónustu við öflun fjarkönnunargagna og greiningu á þeim. Til að mynda hlaut fyrirtækið Svarmi, sem sérhæfir sig fjarkönnun með aðstoð dróna, nýverið Copernicus verðlaun evrópsku geimferðastofnunnunnar ESA. Markaður sem áður var nokkuð einsleitur, hefur glæðst svo um munar og nýjir aðilar sem bjóða uppá þjónustu við fjarkönnun spretta reglulega upp. Loftmyndir og önnur fjarkönnun getur sparað gríðarlega fjármuni þar sem hún býður upp á tiltölulega ódýran valkost til kortlagningar svæða og eftirlits með breytingum. Á mörgum svæðum væri slíkt eftirlit annars ómögulegt eða afar dýrt og tímafrekt í framkvæmd, sérstaklega þar sem ferðast þarf fótgangandi. Samfélag okkar breytist hratt; fólk og fyrirtæki krefjast sífellt fullkomnari upplýsinga og eru loftmyndir og fjarkönnun raunhæf leið til að veita fullnægjandi gögn með ásættanlegum tilkostnaði. Nú nýverið var gerð greining á þörf ýmissa ríkisstofnana fyrir fjarkönnunargögn, en þarfagreiningin var framkvæmd af Landmælingum Íslands. Markmið greiningarinnar var að kanna hvort grundvöllur er fyrir aukinni samnýtingu ríkisstofnana á fjarkönnunargögnum og um leið hvort auka megi aðgengi að nákvæmum gögnum fyrir samfélagið sem heild. Verkefnið er nú á byrjunarstigi og óvíst um útkomuna. Ljóst er þó að möguleikarnir eru fjölmargir og ávinningur af hagræðingu mikill fyrir allan almenning, ríki og sveitarfélög, auk einkaaðila í atvinnurekstri. Fjarkönnun er nútíðin og verður enn veigameiri í framtíðinni. Höfundar eru landfræðingar.
Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun
Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun
Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun
Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun