Neyðaróp að innan - Neyðaróp vinar Óli Stefán Flóventsson skrifar 4. október 2019 10:11 Það getur verið erfitt að eignast vini, sanna vini. Ég á fullt af vinum og er heppinn að eiga þá að. Vinasamböndin eru af ýmsum toga. Allt frá því að vera „high five“ vinur og alveg í bestu vinina sem maður treystir fyrir öllu. Einn af þeim bestu hét Hafliði Ottósson. Við Hafliði kynntumst í gegnum sameiginlegan vin. Við náðum strax einkar vel saman, jafnvel þó að ég væri þremur árum eldri. Ég fann það strax að hann var traustur og einstaklega skemmtilegur drengur. Við félagarnir komum úr ólíkum áttum. Ég úr heimi íþrótta en hann var galvaskur sjóari. Það var samt alltaf þannig að hann sýndi boltanum mikinn áhuga. Á sama hátt hafði ég gaman af hans sögum af sjómannslífinu og öllu sem því tengdist. Hafliði var nefnilega duglegur sjómaður enda af miklum sjómannsættum kominn. Þeir sem þekktu Hafliða geta vottað fyrir það að drengurinn var oftast hrókur alls fagnaðar og mikil gleði í kringum hann. Það var hans kraftur og styrkur. Hann gaf þá gjöf að brosa sem er mjög vanmetið í hinu daglega lífi. 28. desember 1996 kom Hafliði í heimsókn til mín um kvöldmatarleytið. Við áttum spjall sem ég gleymi aldrei. Á þessum tíma sem hann sat hjá mér og spjallaði man ég að ég hugsaði hvað ég væri heppinn að eiga hann sem vin. Þegar að nóg var komið að kjaftagangi, var komið að kveðjustund. Í anddyrinu tókum gott faðmlag og ég horfði á eftir honum ganga eftir stéttinni og setjast upp í Galantinn sinn. Í dag sé ég þetta móment í „slow motion“. Ég sé fyrir mér þegar að hann opnaði bílhurðina, leit á mig og brosti til mín sýnu fallega brosi, settist inn í bílinn og ók á brott. Þetta var í síðasta skipti sem ég sá Hafliða Ottósson. Á meðan hans hlutverk var að gefa af sér gleði og ánægju náði hann að fela eigin innri baráttu. Ég sá ekki það mikla stríð sem hann var í . Ég leita enn þá að merkjum sem hann gæti hafa verið að gefa frá sér í kall á hjálp. Sá innri djöfull sem hann barðist við hafði betur og Hafliði tók eigið líf árla morguns 29. desember 1996. Það eru liðin rúm 20 ár síðan vinur minn kvaddi. Ég hugsa oft til hans, þá með bros á vör. Ég hef eignast á þessum tíma marga trausta og góða vini en engan alveg eins og Hafliða. Á meðan laufin sofa liggja spaðarnir andvaka, var atriði úr gömlu áramótaskaupi sem við hlógum mikið að og varð að einkahúmor í vinahópnum. Á meðan laufin sofa liggja spaðarnir andvaka á einkar vel um Hafliða og þá fjölmörgu vini og fjölskyldu hans sem enn í dag sakna hans mikið. Á meðan laufin sofa liggja spaðarnir andvaka er ritað á legstein Hafliða Ottóssonar. Í dag tek ég vináttu ekki sem sjálfsögðum hlut. Ég virði vini mína og reyni að vera til staðar fyrir þá. Ég er alls ekki feiminn við að opna mig og ræði tilfinningar mjög opinskátt, því ég vil að þeir geri það sama við mig. Ég reyni að komast í gegnum bros þeirra ef það skyldi leynist neyðaróp þar fyrir innan, því það er oftar en ekki vel falið. Hugsum vel um hvort annað því við vitum ekki nema okkar nánustu séu í myrkrinu og þurfi hjálparhönd til að rata inn í ljósið að nýju.Pistillinn birtist fyrst á Hringbraut. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Halldór 13.09.2025 Halldór Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller Skoðun Skoðun Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Sjá meira
Það getur verið erfitt að eignast vini, sanna vini. Ég á fullt af vinum og er heppinn að eiga þá að. Vinasamböndin eru af ýmsum toga. Allt frá því að vera „high five“ vinur og alveg í bestu vinina sem maður treystir fyrir öllu. Einn af þeim bestu hét Hafliði Ottósson. Við Hafliði kynntumst í gegnum sameiginlegan vin. Við náðum strax einkar vel saman, jafnvel þó að ég væri þremur árum eldri. Ég fann það strax að hann var traustur og einstaklega skemmtilegur drengur. Við félagarnir komum úr ólíkum áttum. Ég úr heimi íþrótta en hann var galvaskur sjóari. Það var samt alltaf þannig að hann sýndi boltanum mikinn áhuga. Á sama hátt hafði ég gaman af hans sögum af sjómannslífinu og öllu sem því tengdist. Hafliði var nefnilega duglegur sjómaður enda af miklum sjómannsættum kominn. Þeir sem þekktu Hafliða geta vottað fyrir það að drengurinn var oftast hrókur alls fagnaðar og mikil gleði í kringum hann. Það var hans kraftur og styrkur. Hann gaf þá gjöf að brosa sem er mjög vanmetið í hinu daglega lífi. 28. desember 1996 kom Hafliði í heimsókn til mín um kvöldmatarleytið. Við áttum spjall sem ég gleymi aldrei. Á þessum tíma sem hann sat hjá mér og spjallaði man ég að ég hugsaði hvað ég væri heppinn að eiga hann sem vin. Þegar að nóg var komið að kjaftagangi, var komið að kveðjustund. Í anddyrinu tókum gott faðmlag og ég horfði á eftir honum ganga eftir stéttinni og setjast upp í Galantinn sinn. Í dag sé ég þetta móment í „slow motion“. Ég sé fyrir mér þegar að hann opnaði bílhurðina, leit á mig og brosti til mín sýnu fallega brosi, settist inn í bílinn og ók á brott. Þetta var í síðasta skipti sem ég sá Hafliða Ottósson. Á meðan hans hlutverk var að gefa af sér gleði og ánægju náði hann að fela eigin innri baráttu. Ég sá ekki það mikla stríð sem hann var í . Ég leita enn þá að merkjum sem hann gæti hafa verið að gefa frá sér í kall á hjálp. Sá innri djöfull sem hann barðist við hafði betur og Hafliði tók eigið líf árla morguns 29. desember 1996. Það eru liðin rúm 20 ár síðan vinur minn kvaddi. Ég hugsa oft til hans, þá með bros á vör. Ég hef eignast á þessum tíma marga trausta og góða vini en engan alveg eins og Hafliða. Á meðan laufin sofa liggja spaðarnir andvaka, var atriði úr gömlu áramótaskaupi sem við hlógum mikið að og varð að einkahúmor í vinahópnum. Á meðan laufin sofa liggja spaðarnir andvaka á einkar vel um Hafliða og þá fjölmörgu vini og fjölskyldu hans sem enn í dag sakna hans mikið. Á meðan laufin sofa liggja spaðarnir andvaka er ritað á legstein Hafliða Ottóssonar. Í dag tek ég vináttu ekki sem sjálfsögðum hlut. Ég virði vini mína og reyni að vera til staðar fyrir þá. Ég er alls ekki feiminn við að opna mig og ræði tilfinningar mjög opinskátt, því ég vil að þeir geri það sama við mig. Ég reyni að komast í gegnum bros þeirra ef það skyldi leynist neyðaróp þar fyrir innan, því það er oftar en ekki vel falið. Hugsum vel um hvort annað því við vitum ekki nema okkar nánustu séu í myrkrinu og þurfi hjálparhönd til að rata inn í ljósið að nýju.Pistillinn birtist fyrst á Hringbraut.
Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun
Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun
Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun
Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun