Neyðaróp að innan - Neyðaróp vinar Óli Stefán Flóventsson skrifar 4. október 2019 10:11 Það getur verið erfitt að eignast vini, sanna vini. Ég á fullt af vinum og er heppinn að eiga þá að. Vinasamböndin eru af ýmsum toga. Allt frá því að vera „high five“ vinur og alveg í bestu vinina sem maður treystir fyrir öllu. Einn af þeim bestu hét Hafliði Ottósson. Við Hafliði kynntumst í gegnum sameiginlegan vin. Við náðum strax einkar vel saman, jafnvel þó að ég væri þremur árum eldri. Ég fann það strax að hann var traustur og einstaklega skemmtilegur drengur. Við félagarnir komum úr ólíkum áttum. Ég úr heimi íþrótta en hann var galvaskur sjóari. Það var samt alltaf þannig að hann sýndi boltanum mikinn áhuga. Á sama hátt hafði ég gaman af hans sögum af sjómannslífinu og öllu sem því tengdist. Hafliði var nefnilega duglegur sjómaður enda af miklum sjómannsættum kominn. Þeir sem þekktu Hafliða geta vottað fyrir það að drengurinn var oftast hrókur alls fagnaðar og mikil gleði í kringum hann. Það var hans kraftur og styrkur. Hann gaf þá gjöf að brosa sem er mjög vanmetið í hinu daglega lífi. 28. desember 1996 kom Hafliði í heimsókn til mín um kvöldmatarleytið. Við áttum spjall sem ég gleymi aldrei. Á þessum tíma sem hann sat hjá mér og spjallaði man ég að ég hugsaði hvað ég væri heppinn að eiga hann sem vin. Þegar að nóg var komið að kjaftagangi, var komið að kveðjustund. Í anddyrinu tókum gott faðmlag og ég horfði á eftir honum ganga eftir stéttinni og setjast upp í Galantinn sinn. Í dag sé ég þetta móment í „slow motion“. Ég sé fyrir mér þegar að hann opnaði bílhurðina, leit á mig og brosti til mín sýnu fallega brosi, settist inn í bílinn og ók á brott. Þetta var í síðasta skipti sem ég sá Hafliða Ottósson. Á meðan hans hlutverk var að gefa af sér gleði og ánægju náði hann að fela eigin innri baráttu. Ég sá ekki það mikla stríð sem hann var í . Ég leita enn þá að merkjum sem hann gæti hafa verið að gefa frá sér í kall á hjálp. Sá innri djöfull sem hann barðist við hafði betur og Hafliði tók eigið líf árla morguns 29. desember 1996. Það eru liðin rúm 20 ár síðan vinur minn kvaddi. Ég hugsa oft til hans, þá með bros á vör. Ég hef eignast á þessum tíma marga trausta og góða vini en engan alveg eins og Hafliða. Á meðan laufin sofa liggja spaðarnir andvaka, var atriði úr gömlu áramótaskaupi sem við hlógum mikið að og varð að einkahúmor í vinahópnum. Á meðan laufin sofa liggja spaðarnir andvaka á einkar vel um Hafliða og þá fjölmörgu vini og fjölskyldu hans sem enn í dag sakna hans mikið. Á meðan laufin sofa liggja spaðarnir andvaka er ritað á legstein Hafliða Ottóssonar. Í dag tek ég vináttu ekki sem sjálfsögðum hlut. Ég virði vini mína og reyni að vera til staðar fyrir þá. Ég er alls ekki feiminn við að opna mig og ræði tilfinningar mjög opinskátt, því ég vil að þeir geri það sama við mig. Ég reyni að komast í gegnum bros þeirra ef það skyldi leynist neyðaróp þar fyrir innan, því það er oftar en ekki vel falið. Hugsum vel um hvort annað því við vitum ekki nema okkar nánustu séu í myrkrinu og þurfi hjálparhönd til að rata inn í ljósið að nýju.Pistillinn birtist fyrst á Hringbraut. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Að henda bókum í börn Hildur Ýr Ísberg Skoðun Ég er ekki hættuleg – ég er veik Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Vita bændur ekki hvað bændum er fyrir bestu? Trausti Hjálmarsson Skoðun Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Lífsbjörg okkar er í veði Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Aðferðarfræði til að auka áfallaþol þjóða Böðvar Tómasson Skoðun Hafnarfjörður er leiðandi í jafnréttismálum Valdimar Víðisson Skoðun Hvernig borgarfulltrúar verðmeta tímann þinn Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir Skoðun Þögnin í háskólanum Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Kartöflurnar eru of dýrar til að kasta í veiðiþjófa Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Af lokuðum búsetuúrræðum og sérlausnum í flugi Þorgerður M Þorbjarnardóttir,Halldór Reynisson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er heilbrigðisráðherra? Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun VR-félagar, ykkar er valið! Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Laufey og brúin milli kynslóðanna Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Árangur skólanna, hvað veist þú um hann? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Ég er ekki hættuleg – ég er veik Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Kartöflurnar eru of dýrar til að kasta í veiðiþjófa Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Þögnin í háskólanum Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Neyðarkall frá Gaza: Svona getur þú hjálpað skrifar Skoðun Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvíti stafur menningarinnar Sigþór U. Hallfreðsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er leiðandi í jafnréttismálum Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Aðferðarfræði til að auka áfallaþol þjóða Böðvar Tómasson skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Hvernig borgarfulltrúar verðmeta tímann þinn Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Lífsbjörg okkar er í veði Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Að henda bókum í börn Hildur Ýr Ísberg skrifar Skoðun Vita bændur ekki hvað bændum er fyrir bestu? Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Ein stærð passar ekki fyrir öll Sigrún Birgisdóttir ,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Ömmur án landamæra Signý Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ísland fyrst svo…hvað? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hræðilegar aðstæður geta breytt manni til hins betra! Kristján Hafþórsson skrifar Skoðun Hinsegin ungmenni í Hafnarfirði mæta afgangi Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Framtíð Framsóknar byrjar í grasrótinni Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Stöndum saman um félagshyggju og frið Hópur félagshyggjufólks skrifar Skoðun Af hverju eru Íslendingar svona feitir? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova skrifar Skoðun Félagsráðgjafar lykilaðilar í stuðningi við geðheilbrigði Steinunn Bergmann skrifar Skoðun Skemmtilegri borg Skúli Helgason skrifar Sjá meira
Það getur verið erfitt að eignast vini, sanna vini. Ég á fullt af vinum og er heppinn að eiga þá að. Vinasamböndin eru af ýmsum toga. Allt frá því að vera „high five“ vinur og alveg í bestu vinina sem maður treystir fyrir öllu. Einn af þeim bestu hét Hafliði Ottósson. Við Hafliði kynntumst í gegnum sameiginlegan vin. Við náðum strax einkar vel saman, jafnvel þó að ég væri þremur árum eldri. Ég fann það strax að hann var traustur og einstaklega skemmtilegur drengur. Við félagarnir komum úr ólíkum áttum. Ég úr heimi íþrótta en hann var galvaskur sjóari. Það var samt alltaf þannig að hann sýndi boltanum mikinn áhuga. Á sama hátt hafði ég gaman af hans sögum af sjómannslífinu og öllu sem því tengdist. Hafliði var nefnilega duglegur sjómaður enda af miklum sjómannsættum kominn. Þeir sem þekktu Hafliða geta vottað fyrir það að drengurinn var oftast hrókur alls fagnaðar og mikil gleði í kringum hann. Það var hans kraftur og styrkur. Hann gaf þá gjöf að brosa sem er mjög vanmetið í hinu daglega lífi. 28. desember 1996 kom Hafliði í heimsókn til mín um kvöldmatarleytið. Við áttum spjall sem ég gleymi aldrei. Á þessum tíma sem hann sat hjá mér og spjallaði man ég að ég hugsaði hvað ég væri heppinn að eiga hann sem vin. Þegar að nóg var komið að kjaftagangi, var komið að kveðjustund. Í anddyrinu tókum gott faðmlag og ég horfði á eftir honum ganga eftir stéttinni og setjast upp í Galantinn sinn. Í dag sé ég þetta móment í „slow motion“. Ég sé fyrir mér þegar að hann opnaði bílhurðina, leit á mig og brosti til mín sýnu fallega brosi, settist inn í bílinn og ók á brott. Þetta var í síðasta skipti sem ég sá Hafliða Ottósson. Á meðan hans hlutverk var að gefa af sér gleði og ánægju náði hann að fela eigin innri baráttu. Ég sá ekki það mikla stríð sem hann var í . Ég leita enn þá að merkjum sem hann gæti hafa verið að gefa frá sér í kall á hjálp. Sá innri djöfull sem hann barðist við hafði betur og Hafliði tók eigið líf árla morguns 29. desember 1996. Það eru liðin rúm 20 ár síðan vinur minn kvaddi. Ég hugsa oft til hans, þá með bros á vör. Ég hef eignast á þessum tíma marga trausta og góða vini en engan alveg eins og Hafliða. Á meðan laufin sofa liggja spaðarnir andvaka, var atriði úr gömlu áramótaskaupi sem við hlógum mikið að og varð að einkahúmor í vinahópnum. Á meðan laufin sofa liggja spaðarnir andvaka á einkar vel um Hafliða og þá fjölmörgu vini og fjölskyldu hans sem enn í dag sakna hans mikið. Á meðan laufin sofa liggja spaðarnir andvaka er ritað á legstein Hafliða Ottóssonar. Í dag tek ég vináttu ekki sem sjálfsögðum hlut. Ég virði vini mína og reyni að vera til staðar fyrir þá. Ég er alls ekki feiminn við að opna mig og ræði tilfinningar mjög opinskátt, því ég vil að þeir geri það sama við mig. Ég reyni að komast í gegnum bros þeirra ef það skyldi leynist neyðaróp þar fyrir innan, því það er oftar en ekki vel falið. Hugsum vel um hvort annað því við vitum ekki nema okkar nánustu séu í myrkrinu og þurfi hjálparhönd til að rata inn í ljósið að nýju.Pistillinn birtist fyrst á Hringbraut.
Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Af lokuðum búsetuúrræðum og sérlausnum í flugi Þorgerður M Þorbjarnardóttir,Halldór Reynisson skrifar
Skoðun Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir skrifar
Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun