Handbolti

Álaborg styrkti stöðuna á toppnum

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Janus Daði Smárason.
Janus Daði Smárason. vísir/getty
Íslendingalið Álaborgar vann þriggja marka sigur á Lemvig-Thyborön í dönsku úrvalsdeildinni í kvöld.

Meistararnir í Álaborg byrjuðu leikinn betur og voru með undirtökin í leiknum og en leiddu þó aðeins með einu marki í hálfleik 15-14.

Meira jafnræði var með liðunum í seinni hálfleik og um miðjan hálfleikinn tóku gestirnir forystuna. Við það tóku meistararnir aftur við og komust yfir á nýjan leik. Þeir gáfu forystuna ekki eftir aftur og unnu að lokum 30-27 sigur.

Janus Daði Smárason skoraði þrjú mörk fyrir Álaborg og gaf tvær stoðsendingar.

Álaborg er á toppi deildarinnar eftir sex umferðir með 11 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×