Handbolti

Þrettán mörk Bjarka dugðu ekki til

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Bjarki Már Elísson í leik með Lemgo fyrr á leiktíðinni.
Bjarki Már Elísson í leik með Lemgo fyrr á leiktíðinni. vísir/getty
Bjarki Már Elísson skoraði og skoraði fyrir Lemgo en það dugði ekki til þegar liðið mætti Kiel í þýsku Bundesligunni í handbolta í dag.

Bjarki Már skoraði 13 mörk í leiknum og var markahæstur í liði Lemgo. Meðspilarar hans voru ekki mikið í því að skora mörk í dag, Dani Baijens skoraði sjö og Jonathan Carlsbogard þrú en annars skoraði enginn annar fleira en eitt mark.

Lemgo tapaði leiknum 27-30 eftir að hafa verið 12-17 undir í hálfleik.

Arnór Þór Gunnarsson skilaði sínu fyrir Bergischer sem vann Minden 26-23.

Arnór Þór skoraði fimm marka Bergischer og var næst markahæstur á eftir Jeffrey Boomhouwer með níu mörk.

Lærisveinar Kristjáns Andréssonar í Rhein-Neckar Löwen unnu Wetzlar 29-26. Alexander Petersson skoraði þrjú mörk fyrir Ljónin.

Oddur Grétarsson skoraði eitt mark fyrir Balingen-Weilstetten sem mætti lærisveinum Aðalsteins Eyjólfssonar í Erlangen. Erlangen fór með 32-30 sigur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×