Körfubolti

Haukur byrjaði á sigri í Rússlandi

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Haukur Helgi Pálsson fór til Rússlands frá Frakklandi í sumar
Haukur Helgi Pálsson fór til Rússlands frá Frakklandi í sumar Getty/Pierre Costabadie

Haukur Helgi Pálsson og félagar í rússneska körfuboltaliðinu UNICS Kazan unnu fyrsta leik sinn í deildinni gegn Astana í dag.

Heimamenn í Unics unnu báða leikhlutana í fyrri hálfleik og voru 37-27 yfir í hálfleik. Gestunum gekk illa að klóra í bakkann í seinni hálfleik og lauk leiknum með 81-72 sigri Kazan.

Haukur Helgi skoraði sjö stig á þeim rúmu 20 mínútum sem hann spilaði. Hann tók 3 fráköst og átti 2 stoðsendingar.

Næsti leikur Unics í deildinni er gegn botnliði Kalev.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.