Handbolti

Bjarki Már markahæstur í Bundesligunni

Anton Ingi Leifsson skrifar
Bjarki Már í leik með Lemgo fyrr á leiktíðinni.
Bjarki Már í leik með Lemgo fyrr á leiktíðinni. vísir/getty
Bjarki Már Elísson er markahæsti leikmaður þýsku úrvalsdeildarinnar í handbolta eftir átta umferðir.

Bjarki Már lék á alls oddi í Íslendingaslag er Lemgo tapaði fyrir Kiel, 30-27, en vinstri hornamaðurinn gerði þrettán mörk úr jafn mörgum skotum.

Bjarki Már hefur skorað 64 mörk í þeim átta leikjum sem Lemgo er búið að skora og hefur nýtt 78% skota sem hann hefur tekið.

21 af mörkunum 64 hafa komið af vítapunktinum en vinstri hornamaðurinn hefur einungis klikkað fjórum vítaskotum það sem af er leiktíðinni.

Næstur á eftir Bjarka Má kemur Uew Gensheimer frá Rhein-Neckar Löwen með 62 mörk og Hans Lindberg er i 3. sætinu með 59 mörk.

Lemgo er einungis með þrjú stig í 16. sæti deildarinnar en landsliðsmaðurinn hefur hins vegar leikið á alls oddi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×