Viðskipti innlent

Kröfu Gylfa Sig­fús­sonar vísað frá héraðs­dómi

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Gylfi Sigfússon, fyrrverandi forstjóri Eimskiptafélags Íslands.
Gylfi Sigfússon, fyrrverandi forstjóri Eimskiptafélags Íslands. Vísir/Vilhelm Gunnarsson
Kröfu Gylfa Sigfússonar, fyrrverandi forstjóra Eimskipafélags Íslands, um að rannsókn Héraðssaksóknara á hendur honum verði hætt var vísað frá í héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Í tilkynningu frá Eimskipi segir að Gylfi muni vísa niðurstöðunni til hæstaréttar.Eimskipafélaginu barst eftir lokun markaða þann 19. maí síðastliðinn tilkynning um að Gylfi legði fram kröfu um að rannsókn lögreglunnar á kæru Samkeppniseftirlitsins frá árinu 2014 yrði hætt. Samkeppniseftirlitið hefur haft  málefni Eimskips samfellt til rannsóknar síðan árið 2010 eða í rúm níu ár.Aðalkröfu sína reisti Gylfi á því að rannsókn Samkeppniseftirlitsins hafi ekki hafist með lögmætum hætti, hún sé því ólögmæt og hana beri að fella niður.Auk þess segir í kröfunni að rannsóknin á hendur Gylfa sé ólögmæt, meðal annars af þeim ástæðum að Samkeppniseftirlitið hafi leynt héraðsdóm upplýsingum við beiðni um húsleitarúrskurð hjá Eimskip, að lagaheimildir hafi ekki verið uppfylltar til húsleita, að lagaheimild hafi ekki staðið til þess að rannsaka hin haldlögðu gögn og að rannsókn málsins á hendur honum hafi í reynd verið í höndum starfsmanna Samkeppniseftirlitsins en ekki Héraðssaksóknara.

Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
SIMINN
2,52
11
167.087
ICESEA
2,41
6
64.330
EIK
1,91
2
20.760
REGINN
1,81
6
19.314
TM
1,35
4
100.425

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICEAIR
-4,62
14
1.821
LEQ
-3,17
1
495
ORIGO
-0,98
2
878
ARION
-0,15
7
2.482
EIM
0
2
219
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.