Handbolti

Rúnar segir Ara Magnús ekki hafa staðið undir því sem sagt er að hann geti

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Rúnar Sigtryggsson, þjálfari Stjörnunnar, segir vel hægt að gera kröfur á leikmennina en hann segir Ara Magnús Þorgeirsson ekki hafa staðið undir því sem sagt er að hann geti.Stjarnan sækir ÍR heim í Breiðholtið í eina leik kvöldsins í Olís deild karla. ÍR er taplaust í deildinni til þessa.Garðbæingar hafa byrjað tímabilið illa en miklar væntingar voru gerðar til liðsins eftir að Rúnar fékk til sín atvinnumennina Tandra Má Konráðsson og Ólaf Bjarka Ragnarsson.„Breiddin er ekki sú sama. Við vorum að ná í stór nöfn, en þegar þeir eru ekki inni á vellinum þá er svo langt í næstu menn á eftir,“ sagði Rúnar í kvöldfréttum Stöðvar 2.„Því miður hjá okkur er bilið svolítið stórt á í næstu leikmenn sem koma á eftir.“Ari Magnús Þorgeirsson hefur verið einn af lykilmönnum Stjörnunnar síðustu ár en Rúnar segist ekki hafa orðið var við þá frammistöðu frá Ara.„Þegar við erum þunnskipaðir af örvhentum að þá er maðurinn látinn spila, en það er alveg klárt mál að allavega síðan ég hef verið þarna, miðað við það sem er sagt að hann geti, þá hefur hann ekki verið að standa undir því, hvorki á æfingum né í leikjum.“Leikur ÍR og Stjörnunnar hófst í Austurbergi hófst nú klukkan 19:30 en hann er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.

Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.