Heilatengd sjónskerðing Estella D. Björnsson skrifar 10. október 2019 09:00 Heilatengd sjónskerðing (e. Cerebral Visual Impairment) (CVI) er talin vera ein meginástæða sjónskerðingar í börnum, sérstaklega í þróuðu ríkjunum. Samt sem áður er CVI oft bæði misskilið og vangreint. Þjónustu- og þekkingarmiðstöð fyrir blinda, sjónskerta og einstaklinga með samþætta sjón- og heyrnarskerðingu leiddi Erasmus+ Evrópuverkefni, TeachCVI um heilatengda sjónskerðingu á árunum 2015-2017. Styðst ég við handbók úr verkefninu í umfjöllun minni hér á eftir um heilatengda sjónskerðingu. Meira efni er hægt að nálgast á TeachCVI.net.Hvað er svo heilatengd sjónskerðing? Heilatengd sjónskerðing (CVI) er sjónskerðing sem orsakast af skemmdum á sjónbraut og/eða sjónúrvinnslustöðvum í heilanum. CVI kemur ekki til vegna skaða á sjálfum augunum heldur skynja eða túlka sjónúrvinnslustöðvar heilans ekki alltaf það sem augun sjá. Því verður úrvinnsla sjónrænna upplýsinga skert. Það hversu mikil sjónskerðingin er fer eftir alvarleika og staðsetningu taugaskemmdanna sem og hvenær skaðinn verður. Afleiðingarnar geta verið margvíslegar, bæði er varða sjónina og aðra tengda kvilla. Áhrifin á sjónina geta verið allt frá blindu til vægra truflana á sjónrænni skynjun. Oft eru einstaklingarnir líka með taugasjúkdóma eins og heilalömun (CP) og flogaveiki sem og námsörðugleika. Börnin sem eiga í hlut geta verið með mismikla sjónskerðingu og viðbótarfatlanir eða næga sjón til að geta fylgt viðmiðum síns aldurshóps og sum þeirra með hömlun í hreyfigetu. CVI gefur ekki vísbendingu um vitsmunalega hæfni barnsins en getur haft skaðleg áhrif á þroska þess.Áhættuþættir Úrvinnsla og túlkun sjónrænna upplýsinga er flókið verkefni þar sem sjónin tengist svo mörgum svæðum heilans. Áverkar og truflanir á þessum svæðum eru því líklegar til að hafa slæm áhrif á sjónina. Heilaskaðinn sem veldur CVI getur komið til áður en barnið fæðist, við fæðingu eða seinna í lífi barnsins. Helstu áhættuþættir eru: fyrirburafæðing, sérstaklega fyrir 34. viku meðgöngu, skemmd á hvítaefni heilans nálgt heilahólfi, skortur á blóð-/súrefnisstreymi til heilans, þroskafrávik í heilanum, blóðsykurfall í nýburum, vatnshöfuð, sýking í miðtaugakerfi og höfuðáverkar. Stundum er engin ein augljós ástæða.Einkenni Einkennin geta verið mjög fjölbreytileg og ekkert eitt einkenni er dæmigert fyrir CVI. Börn með CVI eiga oft í vandræðum með sjónræna þætti á borð við sjónskerpu, sjónsvið og andstæður. Á meðal algengra einkenna eru; erfiðleikar við að festa augu á hluti, erfiðleikar við að fylgja línu við lestur, erfiðleikar við að þekkja andlit, erfiðleikar við að greina smáatriði þar sem mikið er af sjónrænum upplýsingum, sum börn eru ljósfælin á meðan önnur vilja mikla birtu og sum börn sjá betur hluti sem eru á hreyfingu heldur en stöðuga hluti og önnur börn skynja ekki hluti á hreyfingu og forðast þannig t.d. boltaleiki.Afleiðingar CVI getur þannig haft áhrif á: nærvinnu og aðgengi að læsi, samskipti og félagsfærni, athafnir daglegs lifs, áttun og umferli. CVI getur líka leitt til þreytu tengd sjónnotkun og kvíða. Þegar orsakir sjónskerðingar skýrast ekki eftir skoðun hjá augnlækni skyldi CVI alltaf vera skoðað sem möguleg ástæða. Mikilvægt er að greina CVI sem allra fyrst þar sem að snemmtæk íhlutun getur haft mikið að segja með hvernig til tekst. Best er ef matið er gert af þverfaglegu teymi og samanstendur af: mati á sjónrænni virkni og starfrænni sjón ásamt taugaskoðun og (tauga)sálfræðilegu mati.Aðgangur að læsi Læsi snýst ekki einungis um getuna til að lesa og skrifa. Það snýst um frelsi og sjálfstæði og það að vera fullgildur þjóðfélagsþegn. Læsi er „að lesa orðin og heiminn“ (Freire & Macedo, 1987). Í samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins segir: „Barn á rétt til að láta í ljós skoðanir sínar, og felur það í sér rétt til að leita, taka við og miðla hvers kyns vitneskju og hugmyndum, án tillits til landamæra, annaðhvort munnlega, skriflega eða á prenti, í formi lista eða eftir hvers kyns öðrum leiðum að vali þess.“ (Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins, 13. grein). Börn með CVI hafa sértækar og fjölbreyttar þarfir þegar kemur að aðgengi að læsi. Marga skortir tækifæri til að læra af sjálfu sér á lífið. Fagfólk á hinum ýmsu sviðum deilir þeirri ábyrgð að styðja börn með CVI í áttina að læsi og veita þeim tækifæri til að hámarka möguleika sína. Í dag er alþjóðlegur sjónverndardagur og af því tilefni standa Blindrafélagið og Þjónustu- og þekkingarmiðstöð fyrir blinda og sjónskerta fyrir ráðstefnu um heilatengda sjónskerðingu eða CVI að Ofanleiti 2 kl: 14.00.Estella D. Björnsson, MSc sjónfræði ÞÞM tók saman. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Estella D. Björnsson Heilbrigðismál Mest lesið Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun Semjum við Trump: Breytt heimsmynd sem tækifæri, ekki ógn Ómar R. Valdimarsson Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Bætum lýðræðið í bænum okkar Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Enga uppgjöf í leikskólamálum Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Lög fyrir hina veiku. Friðhelgi fyrir hina sterku Marko Medic skrifar Skoðun Samruni í blindflugi – þegar menningararfur er settur á færiband Helgi Felixson skrifar Skoðun Málstjóri eldra fólks léttir fjórðu vakt kvenna Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland og Trump - hvernig samband viljum við nú? Rósa Björk Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Sækjum til sigurs í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Öryggismál Íslands eru í uppnámi Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Pakkaleikur á fjölmiðlamarkaði Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Semjum við Trump: Breytt heimsmynd sem tækifæri, ekki ógn Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ungmennahús í Hveragerði Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Nýjar leiðbeiningar WHO um geðheilbrigðismál Kristín Einarsdóttir skrifar Skoðun Treystum við ríkisstjórninni fyrir náttúru Íslands? Guðmundur Hörður Guðmundsson skrifar Skoðun Allt hefur sinn tíma Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hernaðaríhlutun og mannréttindi í Venesúela Volker Türk skrifar Sjá meira
Heilatengd sjónskerðing (e. Cerebral Visual Impairment) (CVI) er talin vera ein meginástæða sjónskerðingar í börnum, sérstaklega í þróuðu ríkjunum. Samt sem áður er CVI oft bæði misskilið og vangreint. Þjónustu- og þekkingarmiðstöð fyrir blinda, sjónskerta og einstaklinga með samþætta sjón- og heyrnarskerðingu leiddi Erasmus+ Evrópuverkefni, TeachCVI um heilatengda sjónskerðingu á árunum 2015-2017. Styðst ég við handbók úr verkefninu í umfjöllun minni hér á eftir um heilatengda sjónskerðingu. Meira efni er hægt að nálgast á TeachCVI.net.Hvað er svo heilatengd sjónskerðing? Heilatengd sjónskerðing (CVI) er sjónskerðing sem orsakast af skemmdum á sjónbraut og/eða sjónúrvinnslustöðvum í heilanum. CVI kemur ekki til vegna skaða á sjálfum augunum heldur skynja eða túlka sjónúrvinnslustöðvar heilans ekki alltaf það sem augun sjá. Því verður úrvinnsla sjónrænna upplýsinga skert. Það hversu mikil sjónskerðingin er fer eftir alvarleika og staðsetningu taugaskemmdanna sem og hvenær skaðinn verður. Afleiðingarnar geta verið margvíslegar, bæði er varða sjónina og aðra tengda kvilla. Áhrifin á sjónina geta verið allt frá blindu til vægra truflana á sjónrænni skynjun. Oft eru einstaklingarnir líka með taugasjúkdóma eins og heilalömun (CP) og flogaveiki sem og námsörðugleika. Börnin sem eiga í hlut geta verið með mismikla sjónskerðingu og viðbótarfatlanir eða næga sjón til að geta fylgt viðmiðum síns aldurshóps og sum þeirra með hömlun í hreyfigetu. CVI gefur ekki vísbendingu um vitsmunalega hæfni barnsins en getur haft skaðleg áhrif á þroska þess.Áhættuþættir Úrvinnsla og túlkun sjónrænna upplýsinga er flókið verkefni þar sem sjónin tengist svo mörgum svæðum heilans. Áverkar og truflanir á þessum svæðum eru því líklegar til að hafa slæm áhrif á sjónina. Heilaskaðinn sem veldur CVI getur komið til áður en barnið fæðist, við fæðingu eða seinna í lífi barnsins. Helstu áhættuþættir eru: fyrirburafæðing, sérstaklega fyrir 34. viku meðgöngu, skemmd á hvítaefni heilans nálgt heilahólfi, skortur á blóð-/súrefnisstreymi til heilans, þroskafrávik í heilanum, blóðsykurfall í nýburum, vatnshöfuð, sýking í miðtaugakerfi og höfuðáverkar. Stundum er engin ein augljós ástæða.Einkenni Einkennin geta verið mjög fjölbreytileg og ekkert eitt einkenni er dæmigert fyrir CVI. Börn með CVI eiga oft í vandræðum með sjónræna þætti á borð við sjónskerpu, sjónsvið og andstæður. Á meðal algengra einkenna eru; erfiðleikar við að festa augu á hluti, erfiðleikar við að fylgja línu við lestur, erfiðleikar við að þekkja andlit, erfiðleikar við að greina smáatriði þar sem mikið er af sjónrænum upplýsingum, sum börn eru ljósfælin á meðan önnur vilja mikla birtu og sum börn sjá betur hluti sem eru á hreyfingu heldur en stöðuga hluti og önnur börn skynja ekki hluti á hreyfingu og forðast þannig t.d. boltaleiki.Afleiðingar CVI getur þannig haft áhrif á: nærvinnu og aðgengi að læsi, samskipti og félagsfærni, athafnir daglegs lifs, áttun og umferli. CVI getur líka leitt til þreytu tengd sjónnotkun og kvíða. Þegar orsakir sjónskerðingar skýrast ekki eftir skoðun hjá augnlækni skyldi CVI alltaf vera skoðað sem möguleg ástæða. Mikilvægt er að greina CVI sem allra fyrst þar sem að snemmtæk íhlutun getur haft mikið að segja með hvernig til tekst. Best er ef matið er gert af þverfaglegu teymi og samanstendur af: mati á sjónrænni virkni og starfrænni sjón ásamt taugaskoðun og (tauga)sálfræðilegu mati.Aðgangur að læsi Læsi snýst ekki einungis um getuna til að lesa og skrifa. Það snýst um frelsi og sjálfstæði og það að vera fullgildur þjóðfélagsþegn. Læsi er „að lesa orðin og heiminn“ (Freire & Macedo, 1987). Í samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins segir: „Barn á rétt til að láta í ljós skoðanir sínar, og felur það í sér rétt til að leita, taka við og miðla hvers kyns vitneskju og hugmyndum, án tillits til landamæra, annaðhvort munnlega, skriflega eða á prenti, í formi lista eða eftir hvers kyns öðrum leiðum að vali þess.“ (Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins, 13. grein). Börn með CVI hafa sértækar og fjölbreyttar þarfir þegar kemur að aðgengi að læsi. Marga skortir tækifæri til að læra af sjálfu sér á lífið. Fagfólk á hinum ýmsu sviðum deilir þeirri ábyrgð að styðja börn með CVI í áttina að læsi og veita þeim tækifæri til að hámarka möguleika sína. Í dag er alþjóðlegur sjónverndardagur og af því tilefni standa Blindrafélagið og Þjónustu- og þekkingarmiðstöð fyrir blinda og sjónskerta fyrir ráðstefnu um heilatengda sjónskerðingu eða CVI að Ofanleiti 2 kl: 14.00.Estella D. Björnsson, MSc sjónfræði ÞÞM tók saman.
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun
Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar
Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar
Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun
Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun