Enski boltinn

United hefur skorað jafn mörg úr­vals­deildar­mörk og N'Golo Kante síðan í ágúst

Anton Ingi Leifsson skrifar
Marcus Rashford og N'Golo Kante. Myndin er samsett.
Marcus Rashford og N'Golo Kante. Myndin er samsett. vísir/getty
Manchester United byrjaði leiktíðina í enska boltanum og skoraði fjögur mörk í sigrinum á Chelsea í 1. umferðinni. Síðan þá hafa mörkin ekki komið á færibandi.

Liðið hefur einungis skorað fimm mörk í umferðum tvö til átta og ekki hefur liðið skorað meira en eitt mark í leik.

Í þeim fjórum leikjum sem hafa verið spilaðir í september og október hefur stíflan verið mikil. Stuðningsmenn liðsins hafa einungis fengið að fagna tveimur mörkum.

Richard Jolly, blaðamaður, benti á þessa staðreynd og kom með athyglisverða samlíkingu að leikmenn sem eru ekki duglegir að skora eins og N'Golo Kante séu með jafn mörg mörk og United síðan í ágúst.







Eitt mark United kom í 1-0 sigri á Leicester og hitt markið í 1-1 jafnteflinu gegn Arsenal en bæði mörkin komu á Old Trafford.

Leikir Man. Utd í september og október:

14. september Man. Utd - Leicester 1-0

22. september West Ham - Man. Utd 2-0

30. september Man. Utd - Arsenal 1-1

6. október Newcastle - Man. Utd 1-0




Fleiri fréttir

Sjá meira


×