Enski boltinn

United hefur skorað jafn mörg úr­vals­deildar­mörk og N'Golo Kante síðan í ágúst

Anton Ingi Leifsson skrifar
Marcus Rashford og N'Golo Kante. Myndin er samsett.
Marcus Rashford og N'Golo Kante. Myndin er samsett. vísir/getty

Manchester United byrjaði leiktíðina í enska boltanum og skoraði fjögur mörk í sigrinum á Chelsea í 1. umferðinni. Síðan þá hafa mörkin ekki komið á færibandi.

Liðið hefur einungis skorað fimm mörk í umferðum tvö til átta og ekki hefur liðið skorað meira en eitt mark í leik.

Í þeim fjórum leikjum sem hafa verið spilaðir í september og október hefur stíflan verið mikil. Stuðningsmenn liðsins hafa einungis fengið að fagna tveimur mörkum.

Richard Jolly, blaðamaður, benti á þessa staðreynd og kom með athyglisverða samlíkingu að leikmenn sem eru ekki duglegir að skora eins og N'Golo Kante séu með jafn mörg mörk og United síðan í ágúst.

Eitt mark United kom í 1-0 sigri á Leicester og hitt markið í 1-1 jafnteflinu gegn Arsenal en bæði mörkin komu á Old Trafford.

Leikir Man. Utd í september og október:
14. september Man. Utd - Leicester 1-0
22. september West Ham - Man. Utd 2-0
30. september Man. Utd - Arsenal 1-1
6. október Newcastle - Man. Utd 1-0Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.