Handbolti

Skjern vann Íslendingaslag við GOG

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Elvar hafði hægt um sig miðað við oft áður í dag
Elvar hafði hægt um sig miðað við oft áður í dag vísir/vilhelm

Skjern hafði betur gegn GOG í Íslendingaslag í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta.

Elvar Örn Jónsson skoraði eitt mark í sex tilraunum í 36-32 sigri Skjern. Hann lagði upp tvö mörk fyrir samherja sína. Þá varði Björgvin Páll Gústavsson fjóra bolta í markinu í þann tíma sem hann spilaði.

Gestirnir frá GOG höfðu elt nær allan leikinn og voru ekki yfir nema rétt fyrstu mínúturnar. Staðan í hálfleik var 17-15 fyrir Skjern.

Arnar Freyr Arnarsson skoraði tvö marka GOG og Viktor Gísli Hallgrímsson varði tvo bolta í markinu.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.