Handbolti

Ólafur tilnefndur sem leikmaður umferðarinnar í Meistaradeildinni

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Ólafur var óstöðvandi gegn Wisla Plock.
Ólafur var óstöðvandi gegn Wisla Plock. vísir/getty
Ólafur Guðmundsson, fyrirliði Kristianstad, er tilnefndur sem besti leikmaður 3. umferðar Meistaradeildar Evrópu í handbolta.

Ólafur fór mikinn þegar Kristianstad tapaði fyrir Wisla Plock í Póllandi, 36-29, í gær.

Hafnfirðingurinn skoraði tólf mörk úr aðeins 14 skotum og var markahæstur í liði Kristianstad. Teitur Örn Einarsson var næstmarkahæstur með sex mörk úr sjö skotum.



Kristianstad hefur tapað öllum þremur leikjum sínum í D-riðli Meistaradeildarinnar. Næsti leikur Kristianstad er gegn svissneska liðinu Kadetten Schaffhausen 10. október.

Auk Ólafs eru Marin Sego (Montpellier), Adam Keita (PSG), Göran Johannessen (Flensburg), Amine Bannour (Dinamo Búkarest), Bogdan Radivojevic (Pick Szeged) og Magnus Jensen (Aalborg) tilnefndir sem leikmaður 3. umferðar Meistaradeildarinnar. Hægt er að kjósa Ólaf með því að smella hér.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×