Að fagna Everestförum hugans Ágúst Kristján Steinarrsson skrifar 20. september 2019 08:00 Everestfarinn og maraþonhlauparinn eiga það sameiginlegt að hafa yfirstigið ótrúlegar áskoranir, jafnvel ómannlegar, og upplifað algjöra líkamlega uppgjöf. Það sem þessir aðilar eiga jafnframt sameiginlegt er að þeim er gjarnan hampað fyrir erfiðið, fyrir að hafa mætt áskorunum sínum og náð markmiðum. Þeir komast gjarnan í blöðin og eru sýndir sem fyrirmynd okkar tíma, sem þeir vissulega eru. Sömu sögu má oft segja af krabbameinssjúklingunum sem þó völdu ekki að fara í gegnum sína raun. Svo er til annar hópur fólks sem fer í gegnum álíka raunir sem fáir taka eftir eða er sjaldan talað um. Áskoranir þeirra eru jafnvel lengri og erfiðari. Flestum tekst þeim að komast í gegnum þessa eldskírn en að henni lokinni er sjaldnast mikið um fögnuð, þrátt fyrir þó nokkurt afrek. Hópurinn sem um ræðir eru einstaklingar eins og ég. Fólk sem hefur glímt við geðræna kvilla eins og geðhvörf, geðklofa, þunglyndi, örlyndi, kvíða, áráttu og fleira sem leggst þungt á huga fólks. Þannig hefur þessi hópur þurft að fást við eigin huga með misgóðum stuðningi heilbrigðiskerfisins á hátt sem ómögulegt er að skilja, hafi maður ekki upplifað áskorunina sjálfur. Sjálfur hef ég upplifað slíkt ferli nokkrum sinnum í mínu lífi, þar sem baráttan við geðheilbrigðiskerfið var á tíðum jafn erfið og baráttan við sjálfan mig. Þar sem ég reyndi að skilja hvar mörk raunveruleikans lágu samhliða því sem viðkvæmni mín fyrir umheiminum gerði hvern dag erfiðari, dag fyrir dag, á þann hátt að ég vildi oft gefast upp. Þegar því öllu lauk leið mér eins og hugur minn hefði hlaupið hringinn í kringum heiminn. Ég var gjörsamlega sigraður. En ég lauk áskoruninni, ég kleif Everest huga míns. En því var ekki fagnað. Að segja við mig „vel gert, Ágúst“ var ekki ofarlega í huga minna nánustu og enn síður í mínum brotna huga. Það sem sat eftir í huga mér var andstæðan. Að ég hefði alls ekki staðið mig vel. Að ég væri í reynd geðsjúklingur og þar með misheppnaður þegn þessa samfélags. Við tók krefjandi bataferli þar sem brotið sjálfstraust og beygður hugur þurftu mikla uppbyggingu. Það að ég sé fjallamaður og hafi glímt við krabbamein sjálfur setur þennan samanburð minn jafnvel í betra samhengi, þar sem fjallasigrum mínum og lífssigri var ætíð fagnað og bataferlið uppbyggjandi. En nú er sýn mín önnur. Það sem ég átta mig á í dag er að ég kleif mitt Everest og mér tókst það oftar en einu sinni. Því fagna ég í dag og leyfi mér að líta stoltur um öxl að vera hér, að vera til, virkur samfélagsþegn sem býr að þessari reynslu, sjálfum mér og öðrum til gagns. Nú er að hefjast Klikkuð menningarhátíð þar sem Íslendingar fagna einmitt þessu. Fagna klikkaða fólkinu sem er hér, er til, hefur klifið sitt fjall og lifir til þess að segja okkar sögu. Ég hvet þig, lesandi góður, til að nýta tækifæri þessarar hátíðar til að breyta um sið. Ef þú þekkir einhverja sem hafa upplifað geðræna kvilla, að gefa þeim gaum, heyra og skilja þeirra reynslu og hrósa þeim fyrir þeirra mikla afrek. Þú myndir aldrei trúa því hversu mikið þau hafa lagt á sig til þess að vera nákvæmlega hér.Ágúst Kristján Steinarrsson, rithöfundur og stjórnunarráðgjafi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Menning Mest lesið Halldór 03.05.2025 Halldór Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Skoðun Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Sjá meira
Everestfarinn og maraþonhlauparinn eiga það sameiginlegt að hafa yfirstigið ótrúlegar áskoranir, jafnvel ómannlegar, og upplifað algjöra líkamlega uppgjöf. Það sem þessir aðilar eiga jafnframt sameiginlegt er að þeim er gjarnan hampað fyrir erfiðið, fyrir að hafa mætt áskorunum sínum og náð markmiðum. Þeir komast gjarnan í blöðin og eru sýndir sem fyrirmynd okkar tíma, sem þeir vissulega eru. Sömu sögu má oft segja af krabbameinssjúklingunum sem þó völdu ekki að fara í gegnum sína raun. Svo er til annar hópur fólks sem fer í gegnum álíka raunir sem fáir taka eftir eða er sjaldan talað um. Áskoranir þeirra eru jafnvel lengri og erfiðari. Flestum tekst þeim að komast í gegnum þessa eldskírn en að henni lokinni er sjaldnast mikið um fögnuð, þrátt fyrir þó nokkurt afrek. Hópurinn sem um ræðir eru einstaklingar eins og ég. Fólk sem hefur glímt við geðræna kvilla eins og geðhvörf, geðklofa, þunglyndi, örlyndi, kvíða, áráttu og fleira sem leggst þungt á huga fólks. Þannig hefur þessi hópur þurft að fást við eigin huga með misgóðum stuðningi heilbrigðiskerfisins á hátt sem ómögulegt er að skilja, hafi maður ekki upplifað áskorunina sjálfur. Sjálfur hef ég upplifað slíkt ferli nokkrum sinnum í mínu lífi, þar sem baráttan við geðheilbrigðiskerfið var á tíðum jafn erfið og baráttan við sjálfan mig. Þar sem ég reyndi að skilja hvar mörk raunveruleikans lágu samhliða því sem viðkvæmni mín fyrir umheiminum gerði hvern dag erfiðari, dag fyrir dag, á þann hátt að ég vildi oft gefast upp. Þegar því öllu lauk leið mér eins og hugur minn hefði hlaupið hringinn í kringum heiminn. Ég var gjörsamlega sigraður. En ég lauk áskoruninni, ég kleif Everest huga míns. En því var ekki fagnað. Að segja við mig „vel gert, Ágúst“ var ekki ofarlega í huga minna nánustu og enn síður í mínum brotna huga. Það sem sat eftir í huga mér var andstæðan. Að ég hefði alls ekki staðið mig vel. Að ég væri í reynd geðsjúklingur og þar með misheppnaður þegn þessa samfélags. Við tók krefjandi bataferli þar sem brotið sjálfstraust og beygður hugur þurftu mikla uppbyggingu. Það að ég sé fjallamaður og hafi glímt við krabbamein sjálfur setur þennan samanburð minn jafnvel í betra samhengi, þar sem fjallasigrum mínum og lífssigri var ætíð fagnað og bataferlið uppbyggjandi. En nú er sýn mín önnur. Það sem ég átta mig á í dag er að ég kleif mitt Everest og mér tókst það oftar en einu sinni. Því fagna ég í dag og leyfi mér að líta stoltur um öxl að vera hér, að vera til, virkur samfélagsþegn sem býr að þessari reynslu, sjálfum mér og öðrum til gagns. Nú er að hefjast Klikkuð menningarhátíð þar sem Íslendingar fagna einmitt þessu. Fagna klikkaða fólkinu sem er hér, er til, hefur klifið sitt fjall og lifir til þess að segja okkar sögu. Ég hvet þig, lesandi góður, til að nýta tækifæri þessarar hátíðar til að breyta um sið. Ef þú þekkir einhverja sem hafa upplifað geðræna kvilla, að gefa þeim gaum, heyra og skilja þeirra reynslu og hrósa þeim fyrir þeirra mikla afrek. Þú myndir aldrei trúa því hversu mikið þau hafa lagt á sig til þess að vera nákvæmlega hér.Ágúst Kristján Steinarrsson, rithöfundur og stjórnunarráðgjafi.
Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun