Handbolti

Þrjú íslensk mörk í sigri Sönderjyske

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Arnar Birkir í leik með íslenska landsliðinu
Arnar Birkir í leik með íslenska landsliðinu vísir/vilhelm
Íslendingalið Sönderjyske vann sex marka sigur á Nordsjælland í dönsku úrvalsdeildinni í dag.Jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik þar til undir lok hálfleiksins þegar Sönderjyske náði upp nokkurra marka forystu. Í hálfleik var staðan 11-14 fyrir Sönderjyske.Gestirnir frá Sönderjyske byrjuðu seinni hálfleikinn af krafti og héldu þeir forystu sinni út leikinn. Þegar upp var staðið lauk leiknum með 29-23 sigri Sönderjyske.Arnar Birkir Hálfdánsson gerði tvö mörk fyrir Sönderjyske og Sveinn Jóhannsson skoraði eitt.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.