Handbolti

Þrjú íslensk mörk í sigri Sönderjyske

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Arnar Birkir í leik með íslenska landsliðinu
Arnar Birkir í leik með íslenska landsliðinu vísir/vilhelm

Íslendingalið Sönderjyske vann sex marka sigur á Nordsjælland í dönsku úrvalsdeildinni í dag.

Jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik þar til undir lok hálfleiksins þegar Sönderjyske náði upp nokkurra marka forystu. Í hálfleik var staðan 11-14 fyrir Sönderjyske.

Gestirnir frá Sönderjyske byrjuðu seinni hálfleikinn af krafti og héldu þeir forystu sinni út leikinn. Þegar upp var staðið lauk leiknum með 29-23 sigri Sönderjyske.

Arnar Birkir Hálfdánsson gerði tvö mörk fyrir Sönderjyske og Sveinn Jóhannsson skoraði eitt.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.