Aðrir tímar Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 21. september 2019 10:00 Sennilega er það svo að samtíminn er hverju sinni sannfærður um að hann hafi höndlað sannleikann og kunni allar leikreglur. Um leið þykir næsta sjálfsagt að fussa og sveia yfir fortíðinni og fólkinu sem lifði í henni og kunni ekki skil á hinum réttu leikreglum. Þannig er sáraeinfalt að þefa uppi alls kyns gjörðir og demba þeim yfir fólk áratugum seinna og saka það til dæmis um rasisma. Forsætisráðherra Kanada, Justin Trudeau, fór ungur maður í partí, þar sem þemað var Þúsund og ein nótt, og klæddi sig sem Aladdin og litaði andlit sitt dökkt til að vera í stíl við gervið. Eins og hæfir tilefni eins og þessu var tekin af honum mynd. Svo liðu átján ár. Ungi maðurinn var orðinn frjálslyndur og vel metinn forsætisráðherra og líða fór að kosningum og vonandi endurkjöri. Þá var myndin grafin upp og skandall var opinberaður: Forsætisráðherrann var rasisti. Fleiri myndir birtust síðan af honum þar sem hann hafði á sínum yngri árum svert andlit sitt. Enn ein sönnun um rasískt eðli forsætisráðherrans.Skiljanlegt væri ef einhverjum hefði svelgst illilega á hefði Trudeau farið á sínum yngri árum á grímuball klæddur Ku Klux Klan-búningi. Ekkert slíkt gerðist. Hann fór sem Aladdin með dökkt andlit. Aladdin er ævintýrapersóna, sveipuð ljóma. Það er ekkert rangt við að vilja vera í sporum hans í boði þar sem fólk mætir í búningi.Trudeau varð að svara gagnrýnendum sínum og sagðist ekki hafa áttað sig á því á sínum tíma að uppátæki hans væri rasískt. Auðvitað ekki, enda er ekkert sem bendir til að hann hafi verið að hæða og spotta Aladdin, hann virðist einmitt hafa verið að hylla hann. Nú segist hann vita að gjörningurinn hafi verið rasískur. Auðvitað segir hann það. Hann er forsætisráðherra í viðkvæmri stöðu og verður að reyna að hafa sem flesta góða þegar kosningar eru í vændum. Trudeau bugtar sig og beygir fyrir hinum gólandi gagnrýnendum. Sjálfsagt gerir hann það í þeirri trú að það borgi sig að gera sér sér upp iðrun um leið og hann vonar að fárinu sloti.Mál Trudeau hefur verið blásið upp. Hann er ekki stjórnmálamaður sem hefur hrellt heiminn með rasískum ummælum, ólíkt ýmsum ráðamönnum heims. Gervið á grímuballinu er ekki þess eðlis að ástæða sé til að froðufella yfir því. Trudeau hefur sjálfur sagt að hann hafi gaman af alls kyns gervum. Það að hann hafi svert andlit sitt á sínum yngri árum gerir hann ekki að óhæfum stjórnmálamanni og með því ætlaði hann sér örugglega ekki að gera lítið úr blökkumönnum. Þetta voru aðrir tímar og það sem þá þótti næsta sjálfsagt er fordæmt í dag, oft af æði miklum ofsa.Og var það á þessum tíma eða kannski stuttu eftir það sem hér á landi voru seldir negrakossar? Fullorðið fólk keypti þetta sælgæti og börn og unglingar hámuðu það sömuleiðis í sig. Hugsanlega eru einhvers staðar til gamlar myndir af því viðurstyggilega áti. Líklega er löngu orðið tímabært að þeir seku biðjist afsökunar á rasísku áti sínu á negrakossum Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kanada Kolbrún Bergþórsdóttir Mest lesið Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir Skoðun Við viljum nafn Jón Kaldal Skoðun Stóra skekkjan í 13 ára aldurstakmarki samfélagsmiðla Skúli Bragi Geirdal Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson Skoðun Aðskilnaðurinn hlær Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson Skoðun Skoðun Skoðun Frelsi fylgir ábyrgð Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Skilningsleysi á skaðsemi verðtryggingar Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Menntakerfi í fremstu röð Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar Skoðun Við viljum nafn Jón Kaldal skrifar Skoðun Stóra skekkjan í 13 ára aldurstakmarki samfélagsmiðla Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson skrifar Skoðun Væntingar á villigötum Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Aðskilnaðurinn hlær Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Glerþakið brotið á alþjóðlega sjónverndardaginn Sigþór U. Hallfreðsson skrifar Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Sennilega er það svo að samtíminn er hverju sinni sannfærður um að hann hafi höndlað sannleikann og kunni allar leikreglur. Um leið þykir næsta sjálfsagt að fussa og sveia yfir fortíðinni og fólkinu sem lifði í henni og kunni ekki skil á hinum réttu leikreglum. Þannig er sáraeinfalt að þefa uppi alls kyns gjörðir og demba þeim yfir fólk áratugum seinna og saka það til dæmis um rasisma. Forsætisráðherra Kanada, Justin Trudeau, fór ungur maður í partí, þar sem þemað var Þúsund og ein nótt, og klæddi sig sem Aladdin og litaði andlit sitt dökkt til að vera í stíl við gervið. Eins og hæfir tilefni eins og þessu var tekin af honum mynd. Svo liðu átján ár. Ungi maðurinn var orðinn frjálslyndur og vel metinn forsætisráðherra og líða fór að kosningum og vonandi endurkjöri. Þá var myndin grafin upp og skandall var opinberaður: Forsætisráðherrann var rasisti. Fleiri myndir birtust síðan af honum þar sem hann hafði á sínum yngri árum svert andlit sitt. Enn ein sönnun um rasískt eðli forsætisráðherrans.Skiljanlegt væri ef einhverjum hefði svelgst illilega á hefði Trudeau farið á sínum yngri árum á grímuball klæddur Ku Klux Klan-búningi. Ekkert slíkt gerðist. Hann fór sem Aladdin með dökkt andlit. Aladdin er ævintýrapersóna, sveipuð ljóma. Það er ekkert rangt við að vilja vera í sporum hans í boði þar sem fólk mætir í búningi.Trudeau varð að svara gagnrýnendum sínum og sagðist ekki hafa áttað sig á því á sínum tíma að uppátæki hans væri rasískt. Auðvitað ekki, enda er ekkert sem bendir til að hann hafi verið að hæða og spotta Aladdin, hann virðist einmitt hafa verið að hylla hann. Nú segist hann vita að gjörningurinn hafi verið rasískur. Auðvitað segir hann það. Hann er forsætisráðherra í viðkvæmri stöðu og verður að reyna að hafa sem flesta góða þegar kosningar eru í vændum. Trudeau bugtar sig og beygir fyrir hinum gólandi gagnrýnendum. Sjálfsagt gerir hann það í þeirri trú að það borgi sig að gera sér sér upp iðrun um leið og hann vonar að fárinu sloti.Mál Trudeau hefur verið blásið upp. Hann er ekki stjórnmálamaður sem hefur hrellt heiminn með rasískum ummælum, ólíkt ýmsum ráðamönnum heims. Gervið á grímuballinu er ekki þess eðlis að ástæða sé til að froðufella yfir því. Trudeau hefur sjálfur sagt að hann hafi gaman af alls kyns gervum. Það að hann hafi svert andlit sitt á sínum yngri árum gerir hann ekki að óhæfum stjórnmálamanni og með því ætlaði hann sér örugglega ekki að gera lítið úr blökkumönnum. Þetta voru aðrir tímar og það sem þá þótti næsta sjálfsagt er fordæmt í dag, oft af æði miklum ofsa.Og var það á þessum tíma eða kannski stuttu eftir það sem hér á landi voru seldir negrakossar? Fullorðið fólk keypti þetta sælgæti og börn og unglingar hámuðu það sömuleiðis í sig. Hugsanlega eru einhvers staðar til gamlar myndir af því viðurstyggilega áti. Líklega er löngu orðið tímabært að þeir seku biðjist afsökunar á rasísku áti sínu á negrakossum
Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar
Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar