Handbolti

Öflugur útisigur Kiel

Anton Ingi Leifsson skrifar
Glaður Landin.
Glaður Landin. vísir/getty
Kiel vann afar öflugan útisigur á Veszprém, 37-31, er liðin mættust í Meistaradeildinni í handbolta í dag en leikið var í Ungverjalandi.Kiel var þremur mörkum yfir í hálfleik, 16-13, og mikið var skorað í leiknum en þeir þýsku höfðu betur.Harald Reinkind fór á kostum í liði Kiel og skoraði átta mörk úr tíu skotum en Nikola Bilyk og Hendrik Pekeler gerðu sjö hvor.Gísli Þorgeir Kristjánsson komst ekki á blað hjá Kiel en þeir þýsku eru með þrjú stig eftir fyrstu tvo leikina. Þeir gerðu jafntefli við Kielce í 1. umferðinni.Veszprém er með tvö stig eftir tvo leiki en þeir unnu Motor Zaporozhye örugglega í 1. umferðinni.

Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.