Handbolti

Öflugur útisigur Kiel

Anton Ingi Leifsson skrifar
Glaður Landin.
Glaður Landin. vísir/getty

Kiel vann afar öflugan útisigur á Veszprém, 37-31, er liðin mættust í Meistaradeildinni í handbolta í dag en leikið var í Ungverjalandi.

Kiel var þremur mörkum yfir í hálfleik, 16-13, og mikið var skorað í leiknum en þeir þýsku höfðu betur.

Harald Reinkind fór á kostum í liði Kiel og skoraði átta mörk úr tíu skotum en Nikola Bilyk og Hendrik Pekeler gerðu sjö hvor.

Gísli Þorgeir Kristjánsson komst ekki á blað hjá Kiel en þeir þýsku eru með þrjú stig eftir fyrstu tvo leikina. Þeir gerðu jafntefli við Kielce í 1. umferðinni.

Veszprém er með tvö stig eftir tvo leiki en þeir unnu Motor Zaporozhye örugglega í 1. umferðinni.


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.