Handbolti

Alexander með tvö mörk í fjórða sigri Löwen í röð

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Alexander skoraði tvö mörk gegn Magdeburg.
Alexander skoraði tvö mörk gegn Magdeburg. vísir/getty

Rhein-Neckar Löwen vann fjögurra marka sigur á Magdeburg, 28-32, í stórleik dagsins í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta.

Þetta var fjórði sigur strákanna hans Kristjáns Andréssonar í röð. Þeir eru í 2. sæti deildarinnar með tíu stig, tveimur stigum á eftir toppliði Hannover-Burgdorf.

Alexander Petersson skoraði tvö mörk fyrir Löwen sem var marki yfir í hálfleik, 13-14.

Jannick Kohlbacher var markahæstur Ljónanna með sjö mörk og Uwe Gensheimer skoraði sex.

Næsti deildarleikur Löwen er gegn Melsungen á fimmtudaginn.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.