Handbolti

Rúnar: Þeir hafa ákveðið að prufa einhverja dómara

Benedikt Grétarsson skrifar
Rúnar Sigtrygsson er þjálfari Stjörnunnar.
Rúnar Sigtrygsson er þjálfari Stjörnunnar. vísir/bára
„Það voru of fáir leikmenn að stíga upp hjá okkur en með betri dómgæslu hefum við kannski verið í betra jafnvægi. Við erum með unga stráka í liðinu sem kannski kunna ekki að tækla það þegar skrýtnir dómar líta dagsins ljós,“ sagði Rúnar Þór Sigtryggsson eftir 23-20 tap Stjörnunnar gegn Haukum í þriðju umferð Olísdeildarinnar í dag.Blaðamaður hefur orð á því að dómarar leiksins hafi átt í svolitulum erfiðleikum með að halda einni ákveðinni línu í leiknu.„Mér finnst bara merkilegt að þú kallir þetta línu. Þeir (HSÍ, innsk blm) hafa kannski haldið að þetta yrði bara einstefna allan leikinn og ákveðið að prufa bara einhverja dómara. Þetta var bara ekki nógu gott, fullt af skrefdómum sem voru skrítnir og svona. Æi, hættum bara að ræða þetta,“ sagði Rúnar ákveðinn.Þrátt fyrir tapið léku Stjörnumenn vel, sérstaklega í fyrri hálfleik þegar þeir höfðu sannkallað hreðjatak á Haukum.„Við erum með unga útilínu í dag og allir rétthentir. Þeir voru þolinmóðir og leystu þetta vel. Vörnin var sterk og við náðum skiptingunum sem við vildum. Það var bara góður heildarbragur á þessu hjá okkur. Svo verðum við þreyttir í seinni hálfleik og þegar menn þurfa hvíld, fer jafnvægið úr liðinu.“„Heilt yfir er ég ánægður með margt í okkar leik en líka óánægður með marga hluti. Mér finnst að menn sem kalla sig lykilmenn í þessu liði, stígi upp og hjálpi meira til inni á vellinum,“ sagði Rúnar að lokum.

Tengd skjöl


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.