Handbolti

Brynjar: Við vorum með hausinn upp í rassgatinu á okkur

Svava Kristín Gretarsdóttir skrifar
Brynjar í leiknum í dag en honum blöskraði í leikslok.
Brynjar í leiknum í dag en honum blöskraði í leikslok. vísir/bára
„Við vorum bara ekki tilbúnir í þennan leik,“ sagði Brynjar Loftsson, leikmaður Fjölnis, eftir skellinn gegn KA í dag í Olís-deild karla.Fjölnismenn byrjuðu skelfilega og skoruðu ekki mark fyrstu ellefu mínútur leiksins.„Við vorum með hausinn uppí rassgatinu á okkur og vorum okkur til skammar. Þetta er ekki það sem við viljum standa fyrir.“„Þegar maður byrjar svona illa þá er rosa erfitt að ætla að koma til baka og byrja leikinn í stöðunni 7-0. Sérstaklega á móti liði eins og KA sem sýndi miklar baráttu og stemningu í dag.“„Eftir að við komumst inní leikinn, þá héldu þeir samt alltaf þessari forystu. Við náðum aðeins að saxa á þetta en þeir voru alltaf einu skrefi á undan okkur. Við áttum aldrei séns í dag, eins einfalt og það er.“Þrátt fyrir að liðið hafi komist inní leikinn þá segir Brynjar að hann geti ekki tekið neitt jákvætt með sér úr þessum leik og að það sé eins gott að liðið sýni ekki slíka frammistöðu aftur.„Mér finnst ekkert jákvætt við þetta, mér fannst þetta ömurlegur leikur. Það vantaði uppá allt á öllum sviðum. Ef þetta er ekki spark í rassgatið, þá veit ég ekki hvað á að gera við okkur.“Breki Dagsson og Hafsteinn Óli meiddust um miðbik fyrri hálfleiks og gátu ekki tekið meira þátt í leiknum. Brynjar viðurkennir að það sé vissulega áfall fyrir þá að missa þessa leikmenn út en að þetta sé hluti af leiknum og þess vegna séu þeir með menn á bekknum sem eigi að stíga upp við þessar aðstæður.„Auðvitað er mjög mikið áfall að missa til dæmis Breka sem er leiðtoginn í sókninni og Hafsteinn auðvitað góður líka. Þetta er erfitt en við erum með 14 menn á skýrslu og menn þurfa þá bara að stíga upp á svona mómentum,“ sagði Brynjar að lokum.

Tengd skjöl


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.