Lífið

Miley og Kaitlynn hættar saman

Sylvía Hall skrifar
Að sögn heimildarmannsins eru þær stöllur enn vinkonur þrátt fyrir sambandsslitin.
Að sögn heimildarmannsins eru þær stöllur enn vinkonur þrátt fyrir sambandsslitin. Vísir/Getty
Rúmlega mánaðarlöngu sambandi þeirra Miley Cyrus og Kaitlynn Carter er nú lokið samkvæmt heimildarmanni People. Parið vakti mikla athygli eftir að það gerði samband sitt opinbert aðeins nokkrum klukkustundum eftir að söngkonan staðfesti skilnað sinn frá leikaranum Liam Hemsworth.Að sögn heimildarmannsins eru þær enn vinkonur þrátt fyrir sambandsslitin en það hafi verið að frumkvæði Miley að þær hættu saman. Hún hafi ekki viljað vera í alvarlegu sambandi heldur frekar einbeita sér að tónlistarferli sínum.Sjá einnig: Komin alvara í samband Miley og KaitlynnBæði Miley og Kaitlynn voru nýkomnar úr samböndum við maka sína þegar sást til þeirra kyssast þar sem þær sigldu á Como-vatni á Ítalíu. Fjölmiðlar vestanhafs greindu frá því þær hafi einnig farið á stefnumót og pantað sér paranudd á hótelinu sem þar sem þær dvöldu í fríinu.Miley hefur tjáð sig opinskátt um kynhneigð sína í gegnum tíðina og alla tíð haldið því fram að hún væri pankynhneigð, það hafi aldrei breyst þó svo að hún hafi verið í sambandi með karlmanni í langan tíma. Hún laðist að fólki óháð kyni.„Ég laðast enn kynferðislega að konum. Ég tók ákvörðun um að eignast maka. Þetta er manneskjan sem ég held að styðji mest við bakið á mér,“ sagði Miley um kynhneigð sína og samband sitt við eiginmann sinn í viðtali við Elle fyrr í sumar.

Tengd skjöl


Tengdar fréttir

Tjáir sig um skilnaðinn við Miley

Leikarinn Liam Hemsworth segir skilnað sinn og eiginkonu sinnar Miley Cyrus vera einkamál þeirra og að hann ætli ekki að tjá sig opinberlega við fjölmiðla.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.