Að mæla velsæld þjóðar Davíð Stefánsson skrifar 23. september 2019 07:00 Fjölmargt hefur áhrif á velsæld þjóðar, til að mynda afkoma þjóðarbúsins, ástand náttúrunnar, sjálfbærni, jöfnuður, lífsgæði og almenn velferð. En hvað er það sem skiptir okkur mestu? Hvað er okkur mikilvægast fyrir eigin lífsgæði? Hvað einkennir gott samfélag? Þegar lífsgæði þjóða eru metin er gjarnan horft til efnahagslegra þátta. Réttilega er horft til samkeppnishæfni atvinnulífsins og atvinnusköpunar, öflugt hagkerfi sé rammi utan um betri lífskjör og efnahagsleg gæði fólks og heimila. Það skapi svigrúm til að fá notið gæða og góðs lífs. En efnahagur er ekki það eina sem skiptir máli. Þær þjóðir sem við viljum helst miða okkur við og alþjóðastofnanir horfa í æ ríkari mæli á stærri mynd og reyna að dýpka skilning á velsæld þegnanna. Í síðustu viku var kynnt merkilegt starf sem unnið hefur verið undir forystu forsætisráðuneytisins, þar sem skoðuð var velsæld almennings með því að horfa á þætti eins og heilsu, félagsauð og umhverfið sem mælikvarða á lífsgæði en ekki eingöngu hagvöxt og þjóðarframleiðslu sem gjarnan er gert. Kynntar voru tillögur að mælikvörðum til að meta hagsæld og lífsgæði landsmanna og skiptast þeir í þrennt: Í fyrsta lagi félagslega þætti með áherslu á heilsu, menntun, félagsauð, öryggi og jafnvægi í leik og starfi. Í öðru lagi efnahagslega þætti með áherslu á atvinnu, hagkerfið, húsnæði og tekjur. Og í þriðja lagi umhverfisþætti á borð við loftgæði, loftslag, landnotkun, orku, úrgang og endurvinnslu. Út frá þessu hafa síðan verið greindir 39 mælikvarðar á velsæld og lífsgæði Íslendinga. Þar er horft til þess hvernig fólki líður, heilbrigðis, húsnæðis, hvernig tengsl fólks við aðra eru og hvort fólk hafi yfir höfuð tíma fyrir sjálft sig, fjölskyldu og áhugamál. Þá sé metið hvernig gæði samfélagsins skiptast milli íbúanna og hvaða áhrif aukin framleiðsla og vöxtur hefur á umhverfið. Að mæla velsæld er varla markmið í sjálfu sér. Samandregið ætti þetta, ásamt hefðbundnum hagsældarmælingum, að gefa betri sýn á lífsgæði á Íslandi. Þetta ætti að auðvelda stjórnvöldum að fylgjast með þróun og breytingum í samfélaginu og styðja við stefnumótun og ákvarðanatöku. Vonandi skila þessar tillögur sér einnig inn í stjórnmálaumræðuna. Með meiri skilningi á velmegun og félagslegum framförum er hægt að tryggja betur og auka velsæld allra í samfélaginu. Athygli vekur, þegar skoðuð eru skrif um þessa mælikvarða, sá skortur sem er á upplýsingum hér á landi um félagsauð og samspil vinnu og einkalífs. Úr því þarf nauðsynlega að bæta. Þessar tillögur að mælikvörðum á velsæld þjóðar eru komnar í samráðsgátt stjórnvalda. Þær byggja á starfi sem ber að hrósa fyrir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Davíð Stefánsson Efnahagsmál Mest lesið Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson Skoðun Halldór 26.07.2025 Halldór Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Sjá meira
Fjölmargt hefur áhrif á velsæld þjóðar, til að mynda afkoma þjóðarbúsins, ástand náttúrunnar, sjálfbærni, jöfnuður, lífsgæði og almenn velferð. En hvað er það sem skiptir okkur mestu? Hvað er okkur mikilvægast fyrir eigin lífsgæði? Hvað einkennir gott samfélag? Þegar lífsgæði þjóða eru metin er gjarnan horft til efnahagslegra þátta. Réttilega er horft til samkeppnishæfni atvinnulífsins og atvinnusköpunar, öflugt hagkerfi sé rammi utan um betri lífskjör og efnahagsleg gæði fólks og heimila. Það skapi svigrúm til að fá notið gæða og góðs lífs. En efnahagur er ekki það eina sem skiptir máli. Þær þjóðir sem við viljum helst miða okkur við og alþjóðastofnanir horfa í æ ríkari mæli á stærri mynd og reyna að dýpka skilning á velsæld þegnanna. Í síðustu viku var kynnt merkilegt starf sem unnið hefur verið undir forystu forsætisráðuneytisins, þar sem skoðuð var velsæld almennings með því að horfa á þætti eins og heilsu, félagsauð og umhverfið sem mælikvarða á lífsgæði en ekki eingöngu hagvöxt og þjóðarframleiðslu sem gjarnan er gert. Kynntar voru tillögur að mælikvörðum til að meta hagsæld og lífsgæði landsmanna og skiptast þeir í þrennt: Í fyrsta lagi félagslega þætti með áherslu á heilsu, menntun, félagsauð, öryggi og jafnvægi í leik og starfi. Í öðru lagi efnahagslega þætti með áherslu á atvinnu, hagkerfið, húsnæði og tekjur. Og í þriðja lagi umhverfisþætti á borð við loftgæði, loftslag, landnotkun, orku, úrgang og endurvinnslu. Út frá þessu hafa síðan verið greindir 39 mælikvarðar á velsæld og lífsgæði Íslendinga. Þar er horft til þess hvernig fólki líður, heilbrigðis, húsnæðis, hvernig tengsl fólks við aðra eru og hvort fólk hafi yfir höfuð tíma fyrir sjálft sig, fjölskyldu og áhugamál. Þá sé metið hvernig gæði samfélagsins skiptast milli íbúanna og hvaða áhrif aukin framleiðsla og vöxtur hefur á umhverfið. Að mæla velsæld er varla markmið í sjálfu sér. Samandregið ætti þetta, ásamt hefðbundnum hagsældarmælingum, að gefa betri sýn á lífsgæði á Íslandi. Þetta ætti að auðvelda stjórnvöldum að fylgjast með þróun og breytingum í samfélaginu og styðja við stefnumótun og ákvarðanatöku. Vonandi skila þessar tillögur sér einnig inn í stjórnmálaumræðuna. Með meiri skilningi á velmegun og félagslegum framförum er hægt að tryggja betur og auka velsæld allra í samfélaginu. Athygli vekur, þegar skoðuð eru skrif um þessa mælikvarða, sá skortur sem er á upplýsingum hér á landi um félagsauð og samspil vinnu og einkalífs. Úr því þarf nauðsynlega að bæta. Þessar tillögur að mælikvörðum á velsæld þjóðar eru komnar í samráðsgátt stjórnvalda. Þær byggja á starfi sem ber að hrósa fyrir.
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar