Nei Björn Leví Gunnarsson skrifar 24. september 2019 07:00 Síðastliðinn laugardag birtist bakþankapistill Sirrýjar Hallgrímsdóttur um Píratasiðferðið. Þar fullyrti Sirrý að Píratar hefðu ákveðið að greiða ekki atkvæði gegn formannsframboði Bergþórs Ólasonar í umhverfis- og samgöngunefnd. Þetta er stórfurðuleg fullyrðing þar sem ég, sem áheyrnarfulltrúi Pírata í nefndinni, kannast ekki við að hafa tekið neina slíka ákvörðun. Í fyrsta lagi af því að sem áheyrnarfulltrúi get ég ekki greitt atkvæði og í öðru lagi af því að ég bókaði skýrt nei í fundargerð um málið. Ég minni á orð forsætisráðherra í viðtali við fjölmiðla í kjölfar niðurstöðu siðanefndar: „Það sem kemur mér kannski fyrst og fremst á óvart eru viðbrögð þessara þingmanna sem um ræðir. Að þeir virðast ekki enn skilja alvarleika sinna orða sem um var talað, skilja ekki að orð hafa afleiðingar og jafnvel reynt að snúa málinu upp í pólitískan spuna um að hér sé um aðför að þeim að ræða.“ Og „að það sé fremur haldið áfram að grafa sig ofan í holuna frekar en að líta upp úr henni og axla ábyrgð á eigin orðum og gjörðum. Því það voru engir aðrir en þessir aðilar sem sátu þetta kvöld og höfðu þessi orð uppi um nafngreindar, einkum, konur.“ Við atkvæðagreiðsluna hélt ég stutta ræðu í nefndinni þar sem ég sagði meðal annars að það sé okkar hlutverk að fólk standist reikningsskil. Hverjar svo sem afleiðingarnar af því kunni að vera. Við getum staðið okkur í því hlutverki og endurtekið orð okkar í ályktun sem við samþykktum þann 5. júní á síðasta ári (einungis um hálfu ári áður en upp komst að sumir meintu ekkert með atkvæði sínu) eða við getum sýnt í verki að við hin meintum heldur ekki neitt með atkvæðum okkar er þingmenn sögðust „leggja sig fram um að skapa í störfum sínum heilbrigt starfsumhverfi innan þings sem utan og hvarvetna þar sem þeir sinna störfum sínum þar sem hafnað er hvers konar kynferðislegri eða kynbundinni áreitni, einelti eða annarri vanvirðandi framkomu“. Lykilorðið í því sem var bætt við siðareglurnar í upphafi sumars í fyrra er „hafnað“. Að mínu mati snérist atkvæðagreiðslan um formannssætið í umhverfis- og samgöngunefnd um að hafna hvers konar kynferðislegri eða kynbundinni áreitni. Þess vegna bókaði ég „nei“, af því að ég gat ekki gert það með atkvæði. Ég ákvað ekki, að greiða ekki atkvæði gegn Bergþóri. Ég ákvað að segja nei.Höfundur er þingmaður Pírata Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Björn Leví Gunnarsson Tengdar fréttir Píratasiðferðið Flestir telja sig hafa góð prinsipp en þeir eru kannski færri sem standa við þau þegar á reynir. Og það er einmitt þá sem prinsippin skipta máli, hverju við erum tilbúin að fórna til vegna þeirra. 21. september 2019 10:00 Mest lesið Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason Skoðun Lausnin við öllum vandamálum menntakerfisins Stein Olav Romslo Skoðun Börnin í Laugardal eiga betra skilið Róbert Ragnarsson Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun Einn deilibíll kemur í stað 16 einkabíla Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun Borgarstjóri sem dreifir valdi Bjarni Karlsson Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir Skoðun Aðalsteinn, finnst þér þetta vera í lagi? Ingólfur Ásgeirsson Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Af bambus í Vesturbugt og 14 mínútna leikriti Páll Jakob Líndal Skoðun Skoðun Skoðun Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Hversdagurinn er ævintýri Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð þróun í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar Skoðun Einn deilibíll kemur í stað 16 einkabíla Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar Skoðun Lestrarkennsla íslenskra barna Ingibjörg Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Kópavogsmódelið fullkomið ? Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Orðum fylgir ábyrgð – líka þegar rætt er um loftslagsbreytingar Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Uppbygging félagslegs húsnæðis – með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Orðræða sem sameinar – ekki sundrar Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Af bambus í Vesturbugt og 14 mínútna leikriti Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Skál fyrir betri heilsu! Lára G. Sigurðardóttir,Valgerður Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Guðmund Inga í 3. sætið Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason skrifar Skoðun Ákærandi, dómari og böðull Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Lausnin við öllum vandamálum menntakerfisins Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Borgarstjóri sem dreifir valdi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Áætlun um öryggi og fjárfestingu í innviðum Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki hægt að jafna dánaraðstoð við sjálfsvíg Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hreint ekki eins og atvinnuviðtal Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Aðalsteinn, finnst þér þetta vera í lagi? Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun Börnin í Laugardal eiga betra skilið Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Stjórnmálamaður metinn að verðleikum Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Magnea Marinósdóttir á brýnt erindi í borgarstjórn Hörður Filippusson skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg allra Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Sjá meira
Síðastliðinn laugardag birtist bakþankapistill Sirrýjar Hallgrímsdóttur um Píratasiðferðið. Þar fullyrti Sirrý að Píratar hefðu ákveðið að greiða ekki atkvæði gegn formannsframboði Bergþórs Ólasonar í umhverfis- og samgöngunefnd. Þetta er stórfurðuleg fullyrðing þar sem ég, sem áheyrnarfulltrúi Pírata í nefndinni, kannast ekki við að hafa tekið neina slíka ákvörðun. Í fyrsta lagi af því að sem áheyrnarfulltrúi get ég ekki greitt atkvæði og í öðru lagi af því að ég bókaði skýrt nei í fundargerð um málið. Ég minni á orð forsætisráðherra í viðtali við fjölmiðla í kjölfar niðurstöðu siðanefndar: „Það sem kemur mér kannski fyrst og fremst á óvart eru viðbrögð þessara þingmanna sem um ræðir. Að þeir virðast ekki enn skilja alvarleika sinna orða sem um var talað, skilja ekki að orð hafa afleiðingar og jafnvel reynt að snúa málinu upp í pólitískan spuna um að hér sé um aðför að þeim að ræða.“ Og „að það sé fremur haldið áfram að grafa sig ofan í holuna frekar en að líta upp úr henni og axla ábyrgð á eigin orðum og gjörðum. Því það voru engir aðrir en þessir aðilar sem sátu þetta kvöld og höfðu þessi orð uppi um nafngreindar, einkum, konur.“ Við atkvæðagreiðsluna hélt ég stutta ræðu í nefndinni þar sem ég sagði meðal annars að það sé okkar hlutverk að fólk standist reikningsskil. Hverjar svo sem afleiðingarnar af því kunni að vera. Við getum staðið okkur í því hlutverki og endurtekið orð okkar í ályktun sem við samþykktum þann 5. júní á síðasta ári (einungis um hálfu ári áður en upp komst að sumir meintu ekkert með atkvæði sínu) eða við getum sýnt í verki að við hin meintum heldur ekki neitt með atkvæðum okkar er þingmenn sögðust „leggja sig fram um að skapa í störfum sínum heilbrigt starfsumhverfi innan þings sem utan og hvarvetna þar sem þeir sinna störfum sínum þar sem hafnað er hvers konar kynferðislegri eða kynbundinni áreitni, einelti eða annarri vanvirðandi framkomu“. Lykilorðið í því sem var bætt við siðareglurnar í upphafi sumars í fyrra er „hafnað“. Að mínu mati snérist atkvæðagreiðslan um formannssætið í umhverfis- og samgöngunefnd um að hafna hvers konar kynferðislegri eða kynbundinni áreitni. Þess vegna bókaði ég „nei“, af því að ég gat ekki gert það með atkvæði. Ég ákvað ekki, að greiða ekki atkvæði gegn Bergþóri. Ég ákvað að segja nei.Höfundur er þingmaður Pírata
Píratasiðferðið Flestir telja sig hafa góð prinsipp en þeir eru kannski færri sem standa við þau þegar á reynir. Og það er einmitt þá sem prinsippin skipta máli, hverju við erum tilbúin að fórna til vegna þeirra. 21. september 2019 10:00
Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun
Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar
Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar
Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar
Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun