Af kolefnisfótspori sauðfjárræktar á Íslandi Þórólfur Matthíasson skrifar 26. september 2019 07:00 Sumarið 2019 brá svo við að stórar verslanakeðjur gátu ekki boðið viðskiptavinum sínum lambakjöt á grillið svo vikum skipti. Kjötheildsalar sá þann leik einan í stöðunni að flytja inn nokkuð magn ný-sjálensks lambakjöts. Að því tilefni skrifaði fyrrverandi landbúnaðarráðherra harðorða grein í Fréttablaðið þann 29. ágúst 2019 þar sem umhverfisráðherra er beðinn að reikna út kolefnisfótspor þess að flytja 100 tonn af lambakjöti frá Nýja-Sjálandi til Íslands. Umhverfisráðuneytið hefur ekki birt slíka reikninga enn sem komið er. Ég vil því reyna að aðstoða ráðherrann fyrrverandi við að finna lausn á reikningsdæminu. Árið 2017 fengu Landssamtök sauðfjárbænda ráðgjafarfyrirtækið Environice til að meta kolefnisfótspor ræktunar sauðfjárbúa á Íslandi. Niðurstaða þeirrar úttektar eru að ræktun „frá vöggu að brúsapalli“ losi 28,6 kg CO2-ígilda á hvert kíló lambakjöts. Flutningur innanlands og frekari vinnsla hækkar síðan þessa tölu. Samanburðarhæfar tölur um losun á ný-sjálenskum búum benda til að losun þar sé um 19 kg CO2-ígilda á hvert kg. Aðrar heimildir benda til CO2-ígildalosun flutnings frá Nýja-Sjálandi til Evrópu svari til 4 kg á hvert lambakjötskíló. Heildarkolefnislosun ný-sjálensku tonnanna 100 sem ráðherrann fyrrverandi spyr um er því sem nemur 2.300 tonnum af CO2-ígildum. Framleiðsla 100 tonna af íslensku lambakjöti losar til samanburðar 2.860 tonn af CO2-ígildum. Með því að minnka íslenska framleiðslu á lambakjöti um 100 tonn og flytja kjötið þess í stað beint frá Nýja-Sjálandi má draga úr losun gróðurhúsalofttegunda sem svarar 560 tonnum af CO2-ígildum! Sé þessi reiknilopi teygður áfram má geta þess að Ísland framleiðir 9.000 tonn af lambakjöti árlega. Innanlandsneyslan er hins vegar um 6.000 tonn. Það er því einfalt reikningsdæmi að væri alfarið hætt að framleiða íslenskt lambakjöt og kjötið þess í stað flutt inn frá Nýja-Sjálandi myndi myndast jákvæð inneign í CO2-búskap heimsins sem svarar tæpum 120 þúsund tonnum af CO2-ígildum! Það jafngildir um fimmtungi allrar losunar frá landbúnaði árið 2017! Það hefur lengi verið kappsmál forsvarsmanna í íslenskum landbúnaði að finna fleiri markaði fyrir íslenkst lambakjöt. Þannig fagna Landssamtök sauðfjárbænda sérstaklega undirritun viðskiptasamnings við Kína 7. september 2018 með þeirri fullyrðingu að með samningnum sé mikilvægri hindrun fyrir flutningi lambakjöts til Kína verið rutt úr vegi. Grillkjötsskort sumarsins má reyndar skýra með miklum útflutningi lambahryggja til Japan og Víetnam (sjá grein Andrésar Magnússonar í Fréttablaðinu 29. ágúst 2019). Spurning landbúnaðarráðherrans um kolefnisfótspor innflutts (og þar með útflutts) lambakjöts setur þessar útflutningsáherslur forsvarsmanna landbúnaðarins í nýtt og fremur óhagstætt ljós. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landbúnaður Loftslagsmál Þórólfur Matthíasson Mest lesið Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson Skoðun Skoðun Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Brunavarir, vatnsúðakerfi – Upphaf, innleiðing og mistökin Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Sumarið 2019 brá svo við að stórar verslanakeðjur gátu ekki boðið viðskiptavinum sínum lambakjöt á grillið svo vikum skipti. Kjötheildsalar sá þann leik einan í stöðunni að flytja inn nokkuð magn ný-sjálensks lambakjöts. Að því tilefni skrifaði fyrrverandi landbúnaðarráðherra harðorða grein í Fréttablaðið þann 29. ágúst 2019 þar sem umhverfisráðherra er beðinn að reikna út kolefnisfótspor þess að flytja 100 tonn af lambakjöti frá Nýja-Sjálandi til Íslands. Umhverfisráðuneytið hefur ekki birt slíka reikninga enn sem komið er. Ég vil því reyna að aðstoða ráðherrann fyrrverandi við að finna lausn á reikningsdæminu. Árið 2017 fengu Landssamtök sauðfjárbænda ráðgjafarfyrirtækið Environice til að meta kolefnisfótspor ræktunar sauðfjárbúa á Íslandi. Niðurstaða þeirrar úttektar eru að ræktun „frá vöggu að brúsapalli“ losi 28,6 kg CO2-ígilda á hvert kíló lambakjöts. Flutningur innanlands og frekari vinnsla hækkar síðan þessa tölu. Samanburðarhæfar tölur um losun á ný-sjálenskum búum benda til að losun þar sé um 19 kg CO2-ígilda á hvert kg. Aðrar heimildir benda til CO2-ígildalosun flutnings frá Nýja-Sjálandi til Evrópu svari til 4 kg á hvert lambakjötskíló. Heildarkolefnislosun ný-sjálensku tonnanna 100 sem ráðherrann fyrrverandi spyr um er því sem nemur 2.300 tonnum af CO2-ígildum. Framleiðsla 100 tonna af íslensku lambakjöti losar til samanburðar 2.860 tonn af CO2-ígildum. Með því að minnka íslenska framleiðslu á lambakjöti um 100 tonn og flytja kjötið þess í stað beint frá Nýja-Sjálandi má draga úr losun gróðurhúsalofttegunda sem svarar 560 tonnum af CO2-ígildum! Sé þessi reiknilopi teygður áfram má geta þess að Ísland framleiðir 9.000 tonn af lambakjöti árlega. Innanlandsneyslan er hins vegar um 6.000 tonn. Það er því einfalt reikningsdæmi að væri alfarið hætt að framleiða íslenskt lambakjöt og kjötið þess í stað flutt inn frá Nýja-Sjálandi myndi myndast jákvæð inneign í CO2-búskap heimsins sem svarar tæpum 120 þúsund tonnum af CO2-ígildum! Það jafngildir um fimmtungi allrar losunar frá landbúnaði árið 2017! Það hefur lengi verið kappsmál forsvarsmanna í íslenskum landbúnaði að finna fleiri markaði fyrir íslenkst lambakjöt. Þannig fagna Landssamtök sauðfjárbænda sérstaklega undirritun viðskiptasamnings við Kína 7. september 2018 með þeirri fullyrðingu að með samningnum sé mikilvægri hindrun fyrir flutningi lambakjöts til Kína verið rutt úr vegi. Grillkjötsskort sumarsins má reyndar skýra með miklum útflutningi lambahryggja til Japan og Víetnam (sjá grein Andrésar Magnússonar í Fréttablaðinu 29. ágúst 2019). Spurning landbúnaðarráðherrans um kolefnisfótspor innflutts (og þar með útflutts) lambakjöts setur þessar útflutningsáherslur forsvarsmanna landbúnaðarins í nýtt og fremur óhagstætt ljós.
Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson Skoðun
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson Skoðun