Fegurðin á steikargrillinu Árni Helgason skrifar 26. september 2019 07:00 Helsti áfangastaður næturgesta í miðbæ Reykjavíkur síðustu áratugi, Nonnabiti, tilkynnti óvænt um daginn að staðnum hefði verið lokað og fasteignin seld. Ákvörðun sem allir skilja en syrgja í senn enda leynist fegurðin stundum á steikargrillinu. En svona er víst gangur lífsins og væntanlega stutt í að þarna verði opnaður einn af þessum djúpt hönnuðu veitingastöðum með hrárri sjónsteypu og innréttingum úr sjóreknu timbri. Súrbjór á krana og smáréttir með erfið nöfn. Það er allt gott og blessað en ég mun sakna sjarmans af því að sjá eigandann standa við grillið, spyrja hvort það sé allt á beikonbát og gefa sig hvergi þegar maður reynir að fiska upp úr honum hvað sé í sósunni. Stöku gul maísbaun á sundi gaf vissulega vísbendingar og einhverjir matgæðingar þóttust greina arómat en leyndarmálið stendur enn. Til dægradvalar voru sósuvætt Séð og heyrt blöð sem kipptu manni inn í löngu liðna tíma íslensks frægðarfólks. Þetta var næturbiti sem stóð með manni langt fram á næsta dag. Bátaútgerð Nonna í miðbænum hófst snemma á tíunda áratugnum, á gullöld sjoppunnar þegar skyndibitinn átti að vera djúsí, gosdrykkur með og jafnvel eitthvað sætt í eftirrétt, helst allt á tilboði. Þetta var áður en lífsstílsöflin náðu völdum hér á landi, stofnuðu til illdeilna við brauðmeti og sósur og tókst að sannfæra þjóðina um að lykilllinn að hamingju væri að svelta sig langt fram eftir degi og stærstan hluta kvöldsins líka. Í þessari borgarastyrjöld hefur Nonnabiti alltaf verið í andspyrnuhreyfingunni og trúr sínu slagorði, að vera góður biti frekar en myndefni fyrir Instagram-færslur. Takk fyrir samfylgdina. Og að sjálfsögðu: Allt á beikonbát! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Helgason Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Íslendingar kveðja Nonnabita: Morrison, Joplin, Hendrix og nú Nonni Skyndibitastaðurinn Nonnabiti í Hafnarstræti hefur lokað eftir 27 ára rekstur. Frá þessu er greint á Facebook-síðu staðarins. 19. september 2019 14:30 Nonni kveður næturbröltið: „Við hlökkum til að snúa við sólarhringnum“ Skyndibitastaðnum Nonnabita hefur verið lokað í Hafnarstræti. Eigandi staðarins segist hlakka til að minnka vinnuálagið. 19. september 2019 11:24 Nonnabita lokað í miðbænum Skyndibitastaðurinn Nonnabiti í Hafnarstræti hefur lokað eftir 27 ára rekstur í götunni. 19. september 2019 10:22 Mest lesið Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding Skoðun Skoðun Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir skrifar Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán skrifar Skoðun Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Helsti áfangastaður næturgesta í miðbæ Reykjavíkur síðustu áratugi, Nonnabiti, tilkynnti óvænt um daginn að staðnum hefði verið lokað og fasteignin seld. Ákvörðun sem allir skilja en syrgja í senn enda leynist fegurðin stundum á steikargrillinu. En svona er víst gangur lífsins og væntanlega stutt í að þarna verði opnaður einn af þessum djúpt hönnuðu veitingastöðum með hrárri sjónsteypu og innréttingum úr sjóreknu timbri. Súrbjór á krana og smáréttir með erfið nöfn. Það er allt gott og blessað en ég mun sakna sjarmans af því að sjá eigandann standa við grillið, spyrja hvort það sé allt á beikonbát og gefa sig hvergi þegar maður reynir að fiska upp úr honum hvað sé í sósunni. Stöku gul maísbaun á sundi gaf vissulega vísbendingar og einhverjir matgæðingar þóttust greina arómat en leyndarmálið stendur enn. Til dægradvalar voru sósuvætt Séð og heyrt blöð sem kipptu manni inn í löngu liðna tíma íslensks frægðarfólks. Þetta var næturbiti sem stóð með manni langt fram á næsta dag. Bátaútgerð Nonna í miðbænum hófst snemma á tíunda áratugnum, á gullöld sjoppunnar þegar skyndibitinn átti að vera djúsí, gosdrykkur með og jafnvel eitthvað sætt í eftirrétt, helst allt á tilboði. Þetta var áður en lífsstílsöflin náðu völdum hér á landi, stofnuðu til illdeilna við brauðmeti og sósur og tókst að sannfæra þjóðina um að lykilllinn að hamingju væri að svelta sig langt fram eftir degi og stærstan hluta kvöldsins líka. Í þessari borgarastyrjöld hefur Nonnabiti alltaf verið í andspyrnuhreyfingunni og trúr sínu slagorði, að vera góður biti frekar en myndefni fyrir Instagram-færslur. Takk fyrir samfylgdina. Og að sjálfsögðu: Allt á beikonbát!
Íslendingar kveðja Nonnabita: Morrison, Joplin, Hendrix og nú Nonni Skyndibitastaðurinn Nonnabiti í Hafnarstræti hefur lokað eftir 27 ára rekstur. Frá þessu er greint á Facebook-síðu staðarins. 19. september 2019 14:30
Nonni kveður næturbröltið: „Við hlökkum til að snúa við sólarhringnum“ Skyndibitastaðnum Nonnabita hefur verið lokað í Hafnarstræti. Eigandi staðarins segist hlakka til að minnka vinnuálagið. 19. september 2019 11:24
Nonnabita lokað í miðbænum Skyndibitastaðurinn Nonnabiti í Hafnarstræti hefur lokað eftir 27 ára rekstur í götunni. 19. september 2019 10:22
Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir Skoðun
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir Skoðun