Fegurðin á steikargrillinu Árni Helgason skrifar 26. september 2019 07:00 Helsti áfangastaður næturgesta í miðbæ Reykjavíkur síðustu áratugi, Nonnabiti, tilkynnti óvænt um daginn að staðnum hefði verið lokað og fasteignin seld. Ákvörðun sem allir skilja en syrgja í senn enda leynist fegurðin stundum á steikargrillinu. En svona er víst gangur lífsins og væntanlega stutt í að þarna verði opnaður einn af þessum djúpt hönnuðu veitingastöðum með hrárri sjónsteypu og innréttingum úr sjóreknu timbri. Súrbjór á krana og smáréttir með erfið nöfn. Það er allt gott og blessað en ég mun sakna sjarmans af því að sjá eigandann standa við grillið, spyrja hvort það sé allt á beikonbát og gefa sig hvergi þegar maður reynir að fiska upp úr honum hvað sé í sósunni. Stöku gul maísbaun á sundi gaf vissulega vísbendingar og einhverjir matgæðingar þóttust greina arómat en leyndarmálið stendur enn. Til dægradvalar voru sósuvætt Séð og heyrt blöð sem kipptu manni inn í löngu liðna tíma íslensks frægðarfólks. Þetta var næturbiti sem stóð með manni langt fram á næsta dag. Bátaútgerð Nonna í miðbænum hófst snemma á tíunda áratugnum, á gullöld sjoppunnar þegar skyndibitinn átti að vera djúsí, gosdrykkur með og jafnvel eitthvað sætt í eftirrétt, helst allt á tilboði. Þetta var áður en lífsstílsöflin náðu völdum hér á landi, stofnuðu til illdeilna við brauðmeti og sósur og tókst að sannfæra þjóðina um að lykilllinn að hamingju væri að svelta sig langt fram eftir degi og stærstan hluta kvöldsins líka. Í þessari borgarastyrjöld hefur Nonnabiti alltaf verið í andspyrnuhreyfingunni og trúr sínu slagorði, að vera góður biti frekar en myndefni fyrir Instagram-færslur. Takk fyrir samfylgdina. Og að sjálfsögðu: Allt á beikonbát! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Helgason Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Íslendingar kveðja Nonnabita: Morrison, Joplin, Hendrix og nú Nonni Skyndibitastaðurinn Nonnabiti í Hafnarstræti hefur lokað eftir 27 ára rekstur. Frá þessu er greint á Facebook-síðu staðarins. 19. september 2019 14:30 Nonni kveður næturbröltið: „Við hlökkum til að snúa við sólarhringnum“ Skyndibitastaðnum Nonnabita hefur verið lokað í Hafnarstræti. Eigandi staðarins segist hlakka til að minnka vinnuálagið. 19. september 2019 11:24 Nonnabita lokað í miðbænum Skyndibitastaðurinn Nonnabiti í Hafnarstræti hefur lokað eftir 27 ára rekstur í götunni. 19. september 2019 10:22 Mest lesið Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson skrifar Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Sjá meira
Helsti áfangastaður næturgesta í miðbæ Reykjavíkur síðustu áratugi, Nonnabiti, tilkynnti óvænt um daginn að staðnum hefði verið lokað og fasteignin seld. Ákvörðun sem allir skilja en syrgja í senn enda leynist fegurðin stundum á steikargrillinu. En svona er víst gangur lífsins og væntanlega stutt í að þarna verði opnaður einn af þessum djúpt hönnuðu veitingastöðum með hrárri sjónsteypu og innréttingum úr sjóreknu timbri. Súrbjór á krana og smáréttir með erfið nöfn. Það er allt gott og blessað en ég mun sakna sjarmans af því að sjá eigandann standa við grillið, spyrja hvort það sé allt á beikonbát og gefa sig hvergi þegar maður reynir að fiska upp úr honum hvað sé í sósunni. Stöku gul maísbaun á sundi gaf vissulega vísbendingar og einhverjir matgæðingar þóttust greina arómat en leyndarmálið stendur enn. Til dægradvalar voru sósuvætt Séð og heyrt blöð sem kipptu manni inn í löngu liðna tíma íslensks frægðarfólks. Þetta var næturbiti sem stóð með manni langt fram á næsta dag. Bátaútgerð Nonna í miðbænum hófst snemma á tíunda áratugnum, á gullöld sjoppunnar þegar skyndibitinn átti að vera djúsí, gosdrykkur með og jafnvel eitthvað sætt í eftirrétt, helst allt á tilboði. Þetta var áður en lífsstílsöflin náðu völdum hér á landi, stofnuðu til illdeilna við brauðmeti og sósur og tókst að sannfæra þjóðina um að lykilllinn að hamingju væri að svelta sig langt fram eftir degi og stærstan hluta kvöldsins líka. Í þessari borgarastyrjöld hefur Nonnabiti alltaf verið í andspyrnuhreyfingunni og trúr sínu slagorði, að vera góður biti frekar en myndefni fyrir Instagram-færslur. Takk fyrir samfylgdina. Og að sjálfsögðu: Allt á beikonbát!
Íslendingar kveðja Nonnabita: Morrison, Joplin, Hendrix og nú Nonni Skyndibitastaðurinn Nonnabiti í Hafnarstræti hefur lokað eftir 27 ára rekstur. Frá þessu er greint á Facebook-síðu staðarins. 19. september 2019 14:30
Nonni kveður næturbröltið: „Við hlökkum til að snúa við sólarhringnum“ Skyndibitastaðnum Nonnabita hefur verið lokað í Hafnarstræti. Eigandi staðarins segist hlakka til að minnka vinnuálagið. 19. september 2019 11:24
Nonnabita lokað í miðbænum Skyndibitastaðurinn Nonnabiti í Hafnarstræti hefur lokað eftir 27 ára rekstur í götunni. 19. september 2019 10:22
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar
Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar