Til fjölmiðla og upplýsingafulltrúa borgarinnar Kolbrún Baldursdóttir skrifar 26. september 2019 10:45 Í borginni starfa upplýsingafulltrúar sem eru í raun upplýsingafulltrúar meirihlutans. Eftir fundi senda þeir frá sér tilkynningar sem gjarnan slá ryki í augu fólks. Sagt er að borgarstjórn samþykkti eða borgarráð samþykkti o.s.frv. eins og allir sem einn hafi samþykkt eitthvað mál. Í krafti eins manns meirihluta þá eru mál samþykkt og þrátt fyrir mikla andstöðu hinna flokkana. Í borgarstjórn hafa allir flokkar atkvæðarétt. Þegar mál er samþykkt með 12 atkvæðum meirihlutans en gegn 11 atkvæðum minnihlutans birtist engu að síður fréttatilkynning frá upplýsingafulltrúum meirihlutans sem segir „borgarstjórn samþykkti“. Þessu þarf að breyta. Mjög oft er komið að máli við mig og ég spurð af hverju ég hafi samþykkt hin ýmsu mál meirihlutans. Þá fellur það í minn hlut að útskýra að ég hafi verið málunum andvíg eða setið hjá. Sú tilhögun að tilkynna að „borgarstjórn eða borgarráð samþykkti“ gefur almenningi ranga hugmynd um afstöðu borgarfulltrúa. Flokkur fólksins lagði fram tillögu fyrr á árinu um að upplýsingafulltrúi borgarinnar tiltaki í tilkynningu sinni til fjölmiðla hvaða flokkar standi að baki þeim málum sem samþykkt eru í borgarráði og borgarstjórn. Hún hljóðaði svona:Lagt er til að upplýsingafulltrúi borgarinnar tiltaki í tilkynningu sinni til fjölmiðla hvaða flokkar standi að baki þeim málum sem samþykkt eru í borgarráði og borgarstjórn. Markmiðið er að upplýsa almenning um afstöðu einstakra flokka til málsins/málanna. Ávinningurinn af þessu gæti verið að stuðla að upplýstri stjórnmálaumræðu í samfélaginu þar sem þá sést hvaða flokkar styðja mismunandi mál og varpar jafnframt ljósi á stefnu og afstöðu flokka í viðkomandi málum. Það hlýtur að vera gott fyrir lýðræðislega umræðu að vitað sé hverjir stóðu að baki einstaka málum. Við þessari tillögu hefur ekki verið brugðist og enn eru sendar út fréttatilkynningar á borð við „borgarstjórn samþykkti“ og enn eru borgarfulltrúar sem ekki eru með atkvæðarétt spurðir „samþykktir þú þetta virkilega?“ Það ætti ekki að flækja störf upplýsingafulltrúa borgarinnar um of að segja í staðinn að meirihluti borgarstjórnar hafi samþykkt tiltekin mál gegn atkvæðum fulltrúa nánar tiltekinna flokka.Höfundur er borgarfulltrúi Flokks fólksins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Borgarstjórn Kolbrún Baldursdóttir Tengdar fréttir Almannatengsl í þágu þjóðar Ber er hver að baki nema sér almannatengil eigi. Þannig er að minnsta kosti tíðarandinn í íslensku stjórnkerfi. 25. september 2019 07:00 Mest lesið Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir Skoðun 37 milljarðar gefins á silfurfati Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Halldór 09.08.2025 Halldór Aukum faglegan stuðning í skólum borgarinnar Þorleifur Örn Gunnarsson Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Næturstrætó um helgar í og úr Hafnarfirði Katrín Ósk Ásgeirsdóttir Skoðun Er nóg að starfsfólkið sé gott? Sigrún Huld Þorgrímsdóttir Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Í borginni starfa upplýsingafulltrúar sem eru í raun upplýsingafulltrúar meirihlutans. Eftir fundi senda þeir frá sér tilkynningar sem gjarnan slá ryki í augu fólks. Sagt er að borgarstjórn samþykkti eða borgarráð samþykkti o.s.frv. eins og allir sem einn hafi samþykkt eitthvað mál. Í krafti eins manns meirihluta þá eru mál samþykkt og þrátt fyrir mikla andstöðu hinna flokkana. Í borgarstjórn hafa allir flokkar atkvæðarétt. Þegar mál er samþykkt með 12 atkvæðum meirihlutans en gegn 11 atkvæðum minnihlutans birtist engu að síður fréttatilkynning frá upplýsingafulltrúum meirihlutans sem segir „borgarstjórn samþykkti“. Þessu þarf að breyta. Mjög oft er komið að máli við mig og ég spurð af hverju ég hafi samþykkt hin ýmsu mál meirihlutans. Þá fellur það í minn hlut að útskýra að ég hafi verið málunum andvíg eða setið hjá. Sú tilhögun að tilkynna að „borgarstjórn eða borgarráð samþykkti“ gefur almenningi ranga hugmynd um afstöðu borgarfulltrúa. Flokkur fólksins lagði fram tillögu fyrr á árinu um að upplýsingafulltrúi borgarinnar tiltaki í tilkynningu sinni til fjölmiðla hvaða flokkar standi að baki þeim málum sem samþykkt eru í borgarráði og borgarstjórn. Hún hljóðaði svona:Lagt er til að upplýsingafulltrúi borgarinnar tiltaki í tilkynningu sinni til fjölmiðla hvaða flokkar standi að baki þeim málum sem samþykkt eru í borgarráði og borgarstjórn. Markmiðið er að upplýsa almenning um afstöðu einstakra flokka til málsins/málanna. Ávinningurinn af þessu gæti verið að stuðla að upplýstri stjórnmálaumræðu í samfélaginu þar sem þá sést hvaða flokkar styðja mismunandi mál og varpar jafnframt ljósi á stefnu og afstöðu flokka í viðkomandi málum. Það hlýtur að vera gott fyrir lýðræðislega umræðu að vitað sé hverjir stóðu að baki einstaka málum. Við þessari tillögu hefur ekki verið brugðist og enn eru sendar út fréttatilkynningar á borð við „borgarstjórn samþykkti“ og enn eru borgarfulltrúar sem ekki eru með atkvæðarétt spurðir „samþykktir þú þetta virkilega?“ Það ætti ekki að flækja störf upplýsingafulltrúa borgarinnar um of að segja í staðinn að meirihluti borgarstjórnar hafi samþykkt tiltekin mál gegn atkvæðum fulltrúa nánar tiltekinna flokka.Höfundur er borgarfulltrúi Flokks fólksins
Almannatengsl í þágu þjóðar Ber er hver að baki nema sér almannatengil eigi. Þannig er að minnsta kosti tíðarandinn í íslensku stjórnkerfi. 25. september 2019 07:00
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar