Til fjölmiðla og upplýsingafulltrúa borgarinnar Kolbrún Baldursdóttir skrifar 26. september 2019 10:45 Í borginni starfa upplýsingafulltrúar sem eru í raun upplýsingafulltrúar meirihlutans. Eftir fundi senda þeir frá sér tilkynningar sem gjarnan slá ryki í augu fólks. Sagt er að borgarstjórn samþykkti eða borgarráð samþykkti o.s.frv. eins og allir sem einn hafi samþykkt eitthvað mál. Í krafti eins manns meirihluta þá eru mál samþykkt og þrátt fyrir mikla andstöðu hinna flokkana. Í borgarstjórn hafa allir flokkar atkvæðarétt. Þegar mál er samþykkt með 12 atkvæðum meirihlutans en gegn 11 atkvæðum minnihlutans birtist engu að síður fréttatilkynning frá upplýsingafulltrúum meirihlutans sem segir „borgarstjórn samþykkti“. Þessu þarf að breyta. Mjög oft er komið að máli við mig og ég spurð af hverju ég hafi samþykkt hin ýmsu mál meirihlutans. Þá fellur það í minn hlut að útskýra að ég hafi verið málunum andvíg eða setið hjá. Sú tilhögun að tilkynna að „borgarstjórn eða borgarráð samþykkti“ gefur almenningi ranga hugmynd um afstöðu borgarfulltrúa. Flokkur fólksins lagði fram tillögu fyrr á árinu um að upplýsingafulltrúi borgarinnar tiltaki í tilkynningu sinni til fjölmiðla hvaða flokkar standi að baki þeim málum sem samþykkt eru í borgarráði og borgarstjórn. Hún hljóðaði svona:Lagt er til að upplýsingafulltrúi borgarinnar tiltaki í tilkynningu sinni til fjölmiðla hvaða flokkar standi að baki þeim málum sem samþykkt eru í borgarráði og borgarstjórn. Markmiðið er að upplýsa almenning um afstöðu einstakra flokka til málsins/málanna. Ávinningurinn af þessu gæti verið að stuðla að upplýstri stjórnmálaumræðu í samfélaginu þar sem þá sést hvaða flokkar styðja mismunandi mál og varpar jafnframt ljósi á stefnu og afstöðu flokka í viðkomandi málum. Það hlýtur að vera gott fyrir lýðræðislega umræðu að vitað sé hverjir stóðu að baki einstaka málum. Við þessari tillögu hefur ekki verið brugðist og enn eru sendar út fréttatilkynningar á borð við „borgarstjórn samþykkti“ og enn eru borgarfulltrúar sem ekki eru með atkvæðarétt spurðir „samþykktir þú þetta virkilega?“ Það ætti ekki að flækja störf upplýsingafulltrúa borgarinnar um of að segja í staðinn að meirihluti borgarstjórnar hafi samþykkt tiltekin mál gegn atkvæðum fulltrúa nánar tiltekinna flokka.Höfundur er borgarfulltrúi Flokks fólksins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Borgarstjórn Kolbrún Baldursdóttir Tengdar fréttir Almannatengsl í þágu þjóðar Ber er hver að baki nema sér almannatengil eigi. Þannig er að minnsta kosti tíðarandinn í íslensku stjórnkerfi. 25. september 2019 07:00 Mest lesið Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson Skoðun Við þurfum að tala saman Páll Rafnar Þorsteinsson Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson Skoðun Að þvælast fyrir atvinnurekstri - á þeim forsendum sem henta Ólafur Stephensen Skoðun Skoðun Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason skrifar Skoðun Betri kvikmyndaskóli Þór Pálsson skrifar Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson skrifar Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Að þvælast fyrir atvinnurekstri - á þeim forsendum sem henta Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala saman Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Veðmál í fótbolta – aðgerðir áður en skaðinn verður Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Símafrí á skólatíma Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ömurlegur fyrri hálfleikur – en er enn von? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Vitund, virðing og von: Jafningjastuðningur í brennidepli Nína Eck skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson skrifar Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir skrifar Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson skrifar Skoðun Eplin í andlitshæð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Bataskólinn – fyrir þig? Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson skrifar Skoðun Samstarf um loftslagsmál og grænar lausnir Sigurður Hannesson,Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ástin er falleg Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Grunnstoðir sveitarfélagsins efldar til muna Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Laugarnestangi - til allrar framtíðar Líf Magneudóttir skrifar Sjá meira
Í borginni starfa upplýsingafulltrúar sem eru í raun upplýsingafulltrúar meirihlutans. Eftir fundi senda þeir frá sér tilkynningar sem gjarnan slá ryki í augu fólks. Sagt er að borgarstjórn samþykkti eða borgarráð samþykkti o.s.frv. eins og allir sem einn hafi samþykkt eitthvað mál. Í krafti eins manns meirihluta þá eru mál samþykkt og þrátt fyrir mikla andstöðu hinna flokkana. Í borgarstjórn hafa allir flokkar atkvæðarétt. Þegar mál er samþykkt með 12 atkvæðum meirihlutans en gegn 11 atkvæðum minnihlutans birtist engu að síður fréttatilkynning frá upplýsingafulltrúum meirihlutans sem segir „borgarstjórn samþykkti“. Þessu þarf að breyta. Mjög oft er komið að máli við mig og ég spurð af hverju ég hafi samþykkt hin ýmsu mál meirihlutans. Þá fellur það í minn hlut að útskýra að ég hafi verið málunum andvíg eða setið hjá. Sú tilhögun að tilkynna að „borgarstjórn eða borgarráð samþykkti“ gefur almenningi ranga hugmynd um afstöðu borgarfulltrúa. Flokkur fólksins lagði fram tillögu fyrr á árinu um að upplýsingafulltrúi borgarinnar tiltaki í tilkynningu sinni til fjölmiðla hvaða flokkar standi að baki þeim málum sem samþykkt eru í borgarráði og borgarstjórn. Hún hljóðaði svona:Lagt er til að upplýsingafulltrúi borgarinnar tiltaki í tilkynningu sinni til fjölmiðla hvaða flokkar standi að baki þeim málum sem samþykkt eru í borgarráði og borgarstjórn. Markmiðið er að upplýsa almenning um afstöðu einstakra flokka til málsins/málanna. Ávinningurinn af þessu gæti verið að stuðla að upplýstri stjórnmálaumræðu í samfélaginu þar sem þá sést hvaða flokkar styðja mismunandi mál og varpar jafnframt ljósi á stefnu og afstöðu flokka í viðkomandi málum. Það hlýtur að vera gott fyrir lýðræðislega umræðu að vitað sé hverjir stóðu að baki einstaka málum. Við þessari tillögu hefur ekki verið brugðist og enn eru sendar út fréttatilkynningar á borð við „borgarstjórn samþykkti“ og enn eru borgarfulltrúar sem ekki eru með atkvæðarétt spurðir „samþykktir þú þetta virkilega?“ Það ætti ekki að flækja störf upplýsingafulltrúa borgarinnar um of að segja í staðinn að meirihluti borgarstjórnar hafi samþykkt tiltekin mál gegn atkvæðum fulltrúa nánar tiltekinna flokka.Höfundur er borgarfulltrúi Flokks fólksins
Almannatengsl í þágu þjóðar Ber er hver að baki nema sér almannatengil eigi. Þannig er að minnsta kosti tíðarandinn í íslensku stjórnkerfi. 25. september 2019 07:00
Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar
Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar
Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar