Golf

Haraldur í 2. sæti eftir fyrstu tvo hringina í Svíþjóð

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Haraldur lék á sjö höggum undir pari í dag.
Haraldur lék á sjö höggum undir pari í dag. vísir/getty

Haraldur Franklín Magnús er í 2. sæti eftir fyrstu tvo hringina á Lindbytvätten Masters-mótinu í golfi í Svíþjóð. Mótið er hluti af Nordic Golf-mótaröðinni.

Haraldur lék á sjö höggum undir pari í dag. Hann fékk einn örn, sex fugla og einn skolla á öðrum hringnum.

Í gær lék Haraldur á fimm höggum undir pari og hann er því samanlagt á tólf höggum undir pari. Hann er einu höggi á eftir Svíanum Robin Petersson.

Haraldur freistar þess að tryggja sér þátttökurétt á Áskorendamótaröðinni á næsta tímabili. Hann er í 5. sæti á stigalista Nordic Golf-mótaraðarinnar. Fjórir efstu komast á Áskorendamótaröðina.

Axel Bóasson náði sér ekki á strik í dag og komst ekki í gegnum niðurskurðinn. Axel lék á einu höggi undir pari í dag og endaði á einu höggi yfir pari.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.