Háskólasvæðið með sjálfbærni að leiðarljósi Ásmundur Jóhannsson og Róbert Ingi Ragnarsson skrifar 27. september 2019 16:30 Innan Háskóla Íslands eru loftslagsmál í hávegum höfð og stúdentar keppast við að láta í sér heyra til þess að sporna gegn loftslagsbreytingum. Stúdentaráð berst af miklum krafti fyrir aukinni umræðu og aðgerðum gegn loftslagsbreytingum og hvetja ráðamenn bæði innan Háskólans og utan að taka undir og grípa til aðgerða samhliða stúdentum. Stúdentaráð hefur barist ötullega fyrir því að Háma verði að öllu plastlaus og úrval grænkerafæði verði aukið svo dæmi séu tekin. Stærsta kolefnisfótspor Háskólans kemur þó e.t.v. vegna þess hve ósjálfbært háskólasvæðið er. Háskólinn, ásamt ráðamönnum borgarinnar og ríkisins í sameiningu, ættu að leggja upp með að í framtíðarskipulagi skólasvæðisins verði ávalt með sjáflbærni að leiðarljósi. Þegar rætt er um sjálfbært skipulag háskólasvæðisins er átt við um skipulag þar sem sé dregið úr neikvæðum áhrifum framkvæmda og byggðarþróunar á umhverfið á sama tíma og lífsgæði og þægindi stúdenta er aukin. En fókusinn er ekki aðeins á bein umhverfisáhrif, því einnig er mikilvægt að huga að samfélagslegri og efnahagslegri sjálfbærni. Sjálfbærni byggðar, í þessu tilfelli háskólasvæðisins, er þegar öll sú þjónusta sem íbúar þurfa að nálgast er í nærumhverfinu og lögð er áhersla á vistvæna ferðamáta. Það skapar hvort tveggja umhverfisvænni byggð og eykur þægindi íbúa til muna. Einnig skapar það hvata til þess að sleppa því að eiga og nota einkabíla og í staðinn ganga, hjóla eða nota almenningssamgöngur í lengri ferðir. Eins og staðan er núna þurfa stúdentar sem búsettir eru í stúdentagörðum við Háskólann að gera sér langa ferð til þess að sækja matvöruverslanir. Sama má segja um heilbrigðisþjónustu þar sem næstu heilsugæslustöðvar eru á Seltjarnarnesi og í Hlíðum en erlendis þekkist það að heilsugæslustöðvar eru staðsettar á háskólasvæðum. Löng gönguferð í slagviðri til að sækja þjónustu hljómar eflaust ekki vel í eyrum flestra, leiðakerfi Strætó sinnir ekki þörfinni og margir stúdentar hafa ekki kost á því að reka bíl. Þetta má að mestu leysa með því að stofna heilsugæslu og byggja lágvöruverslun á svæðinu líkt og stúdentar hafa kallað eftir. Einnig má nefna aðstöðu til líkamsræktar eru verulega ábótavant á Háskólasvæðinu þar sem þó vissulega sé Háskólaræktin starfandi þá er hún bæði komin til ára sinna ásamt því að vera óaðgengileg fyrir t.d. þau sem eru í hjólastól. Blessunarlega hefur hávær rödd stúdenta skilað því að stefnt er að uppbyggingu nýrrar líkamsræktar við Vísindagarða sem nú eru að rísa. Bæta þarf verulega hjóla- og göngustíga við og í kringum Háskólann og gefa einkabílum minna pláss og veita vistvænum samgöngumátum aukið rými. Bættar samgönguleiðir til og frá Háskólanum meðal annars með bættum almenningssamgöngum og bættum göngu- og hjólastígum eru nauðsynlegar til að hægja á loftslagsbreytingum og gera Háskólasvæðið meira aðlaðandi, fallegra, grænna og sjálfbærara. Stúdentar sem búa á Háskólasvæðinu ættu ekki að þurfa að eiga bíl til þess að sinna erindum eins og að fara í líkamsrækt og kaupa í matinn. Stærsti einstaki hluti kolefnisfótspor Háskólans er uppruninn frá einkabílnum og þegar fleiri stúdentar sjá hag sinn í því að losa sig við einkabílinn og nota vistvænni samgöngumáta þá getur það leitt til þess að umferðarteppan í Reykjavík lagist að einhverju leiti. Ásmundur Jóhannsson, stúdentaráðsliði Röskvu og sviðsráðsforseti Verkfræði- og náttúruvísindasviðs Róbert Ingi Ragnarsson, stúdentaráðsliði Röskvu og sviðsráðsforseti Félagsvísindasviðs Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Mest lesið Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson Skoðun Flækjustig í skjóli einföldunar Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Á að takmarka samfélagsmiðlanotkun barna? María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson skrifar Skoðun Hvað er í gangi? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hjálpum fólki að eignast börn Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hvetjandi refsing Reykjavíkurborgar Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Innan Háskóla Íslands eru loftslagsmál í hávegum höfð og stúdentar keppast við að láta í sér heyra til þess að sporna gegn loftslagsbreytingum. Stúdentaráð berst af miklum krafti fyrir aukinni umræðu og aðgerðum gegn loftslagsbreytingum og hvetja ráðamenn bæði innan Háskólans og utan að taka undir og grípa til aðgerða samhliða stúdentum. Stúdentaráð hefur barist ötullega fyrir því að Háma verði að öllu plastlaus og úrval grænkerafæði verði aukið svo dæmi séu tekin. Stærsta kolefnisfótspor Háskólans kemur þó e.t.v. vegna þess hve ósjálfbært háskólasvæðið er. Háskólinn, ásamt ráðamönnum borgarinnar og ríkisins í sameiningu, ættu að leggja upp með að í framtíðarskipulagi skólasvæðisins verði ávalt með sjáflbærni að leiðarljósi. Þegar rætt er um sjálfbært skipulag háskólasvæðisins er átt við um skipulag þar sem sé dregið úr neikvæðum áhrifum framkvæmda og byggðarþróunar á umhverfið á sama tíma og lífsgæði og þægindi stúdenta er aukin. En fókusinn er ekki aðeins á bein umhverfisáhrif, því einnig er mikilvægt að huga að samfélagslegri og efnahagslegri sjálfbærni. Sjálfbærni byggðar, í þessu tilfelli háskólasvæðisins, er þegar öll sú þjónusta sem íbúar þurfa að nálgast er í nærumhverfinu og lögð er áhersla á vistvæna ferðamáta. Það skapar hvort tveggja umhverfisvænni byggð og eykur þægindi íbúa til muna. Einnig skapar það hvata til þess að sleppa því að eiga og nota einkabíla og í staðinn ganga, hjóla eða nota almenningssamgöngur í lengri ferðir. Eins og staðan er núna þurfa stúdentar sem búsettir eru í stúdentagörðum við Háskólann að gera sér langa ferð til þess að sækja matvöruverslanir. Sama má segja um heilbrigðisþjónustu þar sem næstu heilsugæslustöðvar eru á Seltjarnarnesi og í Hlíðum en erlendis þekkist það að heilsugæslustöðvar eru staðsettar á háskólasvæðum. Löng gönguferð í slagviðri til að sækja þjónustu hljómar eflaust ekki vel í eyrum flestra, leiðakerfi Strætó sinnir ekki þörfinni og margir stúdentar hafa ekki kost á því að reka bíl. Þetta má að mestu leysa með því að stofna heilsugæslu og byggja lágvöruverslun á svæðinu líkt og stúdentar hafa kallað eftir. Einnig má nefna aðstöðu til líkamsræktar eru verulega ábótavant á Háskólasvæðinu þar sem þó vissulega sé Háskólaræktin starfandi þá er hún bæði komin til ára sinna ásamt því að vera óaðgengileg fyrir t.d. þau sem eru í hjólastól. Blessunarlega hefur hávær rödd stúdenta skilað því að stefnt er að uppbyggingu nýrrar líkamsræktar við Vísindagarða sem nú eru að rísa. Bæta þarf verulega hjóla- og göngustíga við og í kringum Háskólann og gefa einkabílum minna pláss og veita vistvænum samgöngumátum aukið rými. Bættar samgönguleiðir til og frá Háskólanum meðal annars með bættum almenningssamgöngum og bættum göngu- og hjólastígum eru nauðsynlegar til að hægja á loftslagsbreytingum og gera Háskólasvæðið meira aðlaðandi, fallegra, grænna og sjálfbærara. Stúdentar sem búa á Háskólasvæðinu ættu ekki að þurfa að eiga bíl til þess að sinna erindum eins og að fara í líkamsrækt og kaupa í matinn. Stærsti einstaki hluti kolefnisfótspor Háskólans er uppruninn frá einkabílnum og þegar fleiri stúdentar sjá hag sinn í því að losa sig við einkabílinn og nota vistvænni samgöngumáta þá getur það leitt til þess að umferðarteppan í Reykjavík lagist að einhverju leiti. Ásmundur Jóhannsson, stúdentaráðsliði Röskvu og sviðsráðsforseti Verkfræði- og náttúruvísindasviðs Róbert Ingi Ragnarsson, stúdentaráðsliði Röskvu og sviðsráðsforseti Félagsvísindasviðs
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar
Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun