Körfubolti

Styrkleikaröð Domino's Körfuboltakvölds: KR verður Íslandsmeistari sjöunda árið í röð

Anton Ingi Leifsson skrifar
Spekingarnir fóru yfir öll liðin á föstudagskvöldið.
Spekingarnir fóru yfir öll liðin á föstudagskvöldið. VÍSIR/SKJÁSKOT
Domino's Körfuboltakvöld spáir því að KR verði Íslandsmeistari í ár en Stjarnan og Tindastóll muni fylgja þeim fast á hæla.

Upphitunarþáttur Körfuboltakvölds var á dagskrá Stöðvar 2 Sports á föstudagskvöldið.

Þar hituðu þeir Kjartan Atli Kjartansson, Teitur Örlygsson, Kristinn Friðriksson og Sævar Sævarsson upp fyrir komandi leiktíð.

„Ef Pavel hefði verið í KR þá hefðum við breytt þessum þætti í dýralífsþátt,“ sagði Kristinn og sagði að félagaskipti Pavels hafi hleypt smá spennu í mótið.

„Ég held að við eigum ekkert endilega eftir að sjá Kristófer í byrjunarliðinu hjá KR. Ég held að hann gæti notað hann af bekknum,“ sagði Teitur Örlygsson.

„KR er ekkert að flýta sér. Það verður annað KR-lið sem kemur eftir janúar,“ bætti Teitur svo við.

Allt innslagið má sjá í spilaranum hér að neðan þar sem einnig er farið yfir hin tvö toppliðin.

Klippa: Styrkleikaröðun Domino's Körfuboltakvölds: 1. - 3. sæti

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×