Körfubolti

„Kynntist sjúkraþjálfaranum aðeins of vel“

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Kári er mættur aftur í Domino's deildina.
Kári er mættur aftur í Domino's deildina. mynd/haukar
Kári Jónsson skrifaði í dag undir eins árs samning við Hauka. Hann var búinn að semja við Helsinki Seagulls í Finnlandi en samningnum var rift þar sem Kári hefur ekki jafnað að fullu af meiðslunum sem hann varð fyrir á síðasta tímabili er hann var á mála hjá Barcelona.

„Maður reynir að vera jákvæður og halda áfram. Ég er ennþá ungur þannig að það er kannski fínt að taka þetta út núna og eiga nóg eftir á tankinum. Ég ætla kannski að nota þetta ár hérna til að komast aftur á ról, ná takti og vera þá tilbúinn fyrir stærri verkefni þegar nær dregur,“ sagði Kári í samtali við Guðjón Guðmundsson í Sportpakkanum.

En hvernig er staðan á honum núna?

„Ég er ágætur en það er dagamunur og það fylgir þessu. Ég er að komast aftur í takt en það mun taka auka vikur. En ég er bjartsýnn og spenntur,“ sagði Kári.

Hann viðurkennir að síðustu mánuðir hafi verið erfiðir.

„Ég lýg því ekki, þetta hefur tekið virkilega á. Þetta var erfiður vetur á Spáni en auðvitað fékk ég mikla hjálp og kynntist sjúkraþjálfaranum aðeins of vel,“ sagði Kári léttur.

Haukar hafa verið duglegir að safna liði í sumar og líta vel út fyrir komandi tímabil í Domino's deildinni.

„Það er eru virkilega spennandi hlutir hérna. Það er frábært að fá Israel Martin að þjálfa og mér lýst mjög vel á það. Hópurinn lítur vel út og við þurfum bara að slípa okkur saman,“ sagði Kári að lokum.

Fréttina í heild sinni má sjá hér fyrir neðan.

Klippa: Hefur tekið virkilega á
 


Tengdar fréttir

Kári búinn að semja við Hauka

Körfuboltakappinn Kári Jónsson skrifaði í dag undir eins árs samning við uppeldisfélag sitt, Hauka. Hann snýr nú formlega heim frá Barcelona.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×