Handbolti

„Spennandi að sjá hvar við stöndum gegn mjög sterku liði Hauka“

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Elías Már Halldórsson mætir með HK á sinn gamla heimavöll, Ásvelli, annað kvöld.
Elías Már Halldórsson mætir með HK á sinn gamla heimavöll, Ásvelli, annað kvöld. mynd/stöð 2

HK leikur sinn fyrsta leik í efstu deild í handbolta karla síðan 2016 þegar liðið sækir Hauka heim í 1. umferð Olís-deildar karla annað kvöld.

„Mér lýst mjög vel á þetta. HK er í efstu deild í fyrsta skipti í nokkurn tíma og það benti ekki margt til þess á síðasta tímabili. En við höfðum það af að komast upp og höfum nýtt tímann vel, fengið sterka stráka í hópinn og það er spenningur í okkur,“ sagði Elías Már Halldórsson, þjálfari HK, í samtali við Guðjón Guðmundsson í Sportpakkanum.

„Við höfum æft stíft og lagt inn fullt af nýjum hlutum. Það verður spennandi að sjá hvar við stöndum á morgun gegn mjög sterku liði Hauka.“

Elías er meðvitaður um að fallbarátta verði væntanlega hlutskipti HK í vetur.

„Ég geri mér alveg grein fyrir því að veturinn verður erfiður. En við þurfum að hafa trú á verkefninu alla leið og vinna réttu leikina. Vonandi verðum við snöggir að tileinka okkur nýja hluti, nýjar aðstæður og meiri umfjöllun og allt þetta. Það er ýmislegt sem maður þarf að huga að þegar maður er með nýtt og ungt lið,“ sagði Elías.

Annað kvöld mætast einnig bikarmeistarar FH og Íslandsmeistarar Selfoss í Kaplakrika. Leikurinn hefst klukkan 19:30 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport.

Fréttina í heild sinni má sjá hér fyrir neðan.

Klippa: Vonandi verðum við snöggir að tileinka okkur nýja hluti
 Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.