Enski boltinn

Forráðamenn United funduðu með Dortmund í mars um kaup á Sancho

Anton Ingi Leifsson skrifar
Jadon Sancho í leik með Dortmund fyrr á leiktíðinni.
Jadon Sancho í leik með Dortmund fyrr á leiktíðinni. vísir/getty

Michael Zorc, yfirmaður knattspyrnumála hjá Dortmund, staðfesti í sjónvarpsþættinum All or Nothing að félagið hafi fundað með Manchester United um Jadon Sancho.

Í þriðja þættinum sem fjallar um lífið innan Dortmund segir Zorc frá því á fundi með öðrum forráðamönnum Dortmund að félögin hafi hist í mars.

Hann sagði þó á fundinum með þeim Matthias Sammer, Sebiastan Kehl og formanninum Hans-Joachim Watzke að Englendingurinn væri ekki áhugasamur að yfirgefa Dortmund í sumarglugganum.Sancho ólst upp hjá nágrönnum United, Manchester City, en Zorc sagði einnig að hvað sem United hefði boðið þá hefði Dortmund í þokkabót neitað því tilboði.

Ole Gunnar Solskjær, stjóri Man. Utd, er talinn mjög hrifinn af Sancho en hann skoraði sín fyrstu tvö mörk fyrir enska landsliðið í gær í 5-3 sigri á Kósóvó.

Nýjustu fréttir af Sancho eru svo að talið er að hann sé búinn að semja við Dortmund um nýjan samning sem gefur honum tíu milljónir punda í vasann á ári.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.