Enski boltinn

Forráðamenn United funduðu með Dortmund í mars um kaup á Sancho

Anton Ingi Leifsson skrifar
Jadon Sancho í leik með Dortmund fyrr á leiktíðinni.
Jadon Sancho í leik með Dortmund fyrr á leiktíðinni. vísir/getty
Michael Zorc, yfirmaður knattspyrnumála hjá Dortmund, staðfesti í sjónvarpsþættinum All or Nothing að félagið hafi fundað með Manchester United um Jadon Sancho.

Í þriðja þættinum sem fjallar um lífið innan Dortmund segir Zorc frá því á fundi með öðrum forráðamönnum Dortmund að félögin hafi hist í mars.

Hann sagði þó á fundinum með þeim Matthias Sammer, Sebiastan Kehl og formanninum Hans-Joachim Watzke að Englendingurinn væri ekki áhugasamur að yfirgefa Dortmund í sumarglugganum.





Sancho ólst upp hjá nágrönnum United, Manchester City, en Zorc sagði einnig að hvað sem United hefði boðið þá hefði Dortmund í þokkabót neitað því tilboði.

Ole Gunnar Solskjær, stjóri Man. Utd, er talinn mjög hrifinn af Sancho en hann skoraði sín fyrstu tvö mörk fyrir enska landsliðið í gær í 5-3 sigri á Kósóvó.

Nýjustu fréttir af Sancho eru svo að talið er að hann sé búinn að semja við Dortmund um nýjan samning sem gefur honum tíu milljónir punda í vasann á ári.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×